Segir „stærstu hagstjórnarmistök síðasta árs“ hafa leitt af sér fasteignabólu

Mistök voru að beita bönkunum í efnahagslegum björgunaraðgerðum segir Kristrún Frostadóttir. Tilhneiging bankanna til að festa fé í steypu hafi leitt af sér fasteignabólu í stað verðmætasköpunar. Spenna á fasteignamarkaði er meiri en spár gerðu ráð fyrir.

Ráðast hefði þurft í beina innspýtingu fjármagns með markvissum hætti frá ríkinu til þeirra sem lentu í tekjustoppi að mati Kristrúnar.
Ráðast hefði þurft í beina innspýtingu fjármagns með markvissum hætti frá ríkinu til þeirra sem lentu í tekjustoppi að mati Kristrúnar.
Auglýsing

Það að beita banka­kerf­inu í efna­hags­legum björg­un­ar­að­gerðum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins voru stærstu hag­stjórn­ar­mis­tök síð­asta árs að mati Kristrúnar Frosta­dótt­ur, hag­fræð­ings og odd­vita Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. Ástandið á fast­eigna­mark­aði svipi nú til áranna 2016-17 þegar mikil spenna var í hag­kerf­inu sem var fyr­ir­sjá­an­legt að mati Kristrún­ar, miðað við þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin í sam­vinnu við Seðla­bank­ann réðst í á síð­asta ári.

„Hug­mynda­fræði­leg tregða gerði það að verkum að eng­inn vilji var til staðar til að ráð­ast strax í beina inn­spýt­ingu fjár­magns, með mark­vissum hætti, frá rík­inu til þeirra sem lentu í tekju­stoppi vegna stór­kost­legs mark­aðs­brests – vegna nátt­úru­ham­fara og opin­berra aðgerða fyrir almanna­hag,“ skrifar Kristrún í færslu sinni á Face­book.

Auglýsing

Hún segir að sú leið sem hafi verið farin hafi ekki verið almenn­ingi í hag og leitt til verri nið­ur­stöðu fyrir alla. „Með því að úthýsa ákvörðun sem er mjög póli­tísk í eðli sínu, hverjum á að bjarga og hverjum ekki, til bank­anna varð nið­ur­staðan ekki almenn­ingi í hag. Bank­arnir reyna að minnka áhættu­töku sína, ekki hag­kerf­is­ins, og vilja helst festa fjár­magn í öruggri steypu.“

Eðli­legt sé að skuldir auk­ist í svona ástandi, skrifar Kristrún, „spurn­ingin er bara hvar sú aukn­ing á sér stað. Það er í góðu lagi að auka skuldir ef fjár­magn­inu er varið í hluti sem ýta undir sköpun starfa, halda fyr­ir­tækjum og fólki á floti, skapa tæki­færi.“ Sú áhersla bank­anna að festa fjár­magn í öruggri steypu hafi ekki skapað verð­mæti heldur leitt til gíf­ur­legra verð­hækk­ana á fast­eigna­mark­aði.

„Þetta er skamm­tíma­fix. Það er engin verð­mæta­sköpun sem felst í því að borga 10 millj­ónum meira fyrir íbúð en þú hefðir þurft í fyrra. Þetta er eigna­bóla, á mark­aði fyrir grunn­þarfir fólks. Venju­legt fólk græðir ekki á svona ástandi. Þetta hækkar bara verð á næstu eign sem þarf að kaupa, hækkar fast­eigna­skatta, hækkar verð­bólgu og skilur stærri hóp eftir án öruggs hús­næðis að lok­um,“ skrifar Kristrún.

Ástandið á fast­eigna­mark­aðnum svipar nú til áranna 2016-17 þegar mikil spenna var í hag­kerf­inu. Þetta var víst...

Posted by Kristrún Frosta­dóttir on Wed­nes­day, July 21, 2021

Verð­hækk­anir umfram spár

Tólf mán­aða verð­hækkun sér­býlis mælist nú 17 pró­sent og lækkar örlítið milli mán­aða. Tólf mán­aða hækkun fjöl­býlis er um þessar mundir 15,3 pró­sent og hefur ekki verið meiri síðan í októ­ber árið 2017. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóð­skrár Íslands sem fjallað er um í Hag­sjá Lands­bank­ans. „Hækk­anir á íbúða­verði eru nú orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017 og hefur spenna auk­ist nokkuð umfram það sem spár gerðu ráð fyr­ir,“ segir í Hag­sjánni.

Þar kemur fram að ólík­legt þyki að spá um 10,5 pró­senta árs­hækkun íbúða­verðs muni halda. Spáin gerði ráð fyrir að Seðla­bank­inn myndi beita þjóð­hags­var­úð­ar­tækjum sínum til að slá á spenn­una, líkt og hann gerði í júní þegar veð­setn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­lána var fært niður í 80 pró­sent, úr 85 pró­sent­um. Sam­kvæmt Hag­fræði­deild Lands­bank­ans þarf meira til. „Við teljum ólík­legt að sú aðgerð ein og sér dugi til þess að slá á þá miklu eft­ir­spurn sem nú virð­ist ríkja.“

Ástandið „farið að valda Seðla­bank­anum áhyggj­um“

Met­fjöldi íbúða selst nú yfir ásettu verði eða um 43 pró­sent íbúða í sér­býli. Hlut­fallið hefur ekki verið jafn hátt frá því að mæl­ingar hófust í upp­hafi árs 2013. Hlut­fall íbúða í fjöl­býli sem selst yfir ásettu verði er 37 pró­sent. Þar að auki selj­ast um helm­ingi fleiri íbúðir í hverjum mán­uði það sem af er árs miðað við sama tíma í fyrra.

Að mati Hag­fræði­deildar er þessi mikla eft­ir­spurn afleið­ing lágra vaxta og minni einka­neyslu vegna far­ald­urs­ins. Hag­fræði­deildin hefur því gert ráð fyrir því að þessi mikla eft­ir­spurn á hús­næð­is­mark­aði sé tíma­bundin og að þegar far­aldr­inum muni linna breyt­ist neyslu­venjur fólks og þar með muni hægj­ast á eft­ir­spurn eftir stærri og dýr­ari fast­eign­um.

Hag­fræði­deildin segir það ekki ólík­legt að gripið verði til frek­ari aðgerða. „Það virð­ist hins vegar alls óvíst hvenær lífið kemst end­an­lega í samt horf og því erfitt að segja með nákvæmni til um það hvenær neyslu­venjur og eft­ir­spurn eftir hús­næði breyt­ast. Það er í það minnsta ljóst að ástandið er farið að valda Seðla­bank­anum áhyggjum og ekki ólík­legt að gripið verði til frek­ari aðgerða til þess að hægja á eft­ir­spurn­ar­aukn­ing­unn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent