Segist hafa fengið alvarlegar hótanir og að hatrið hafi sigrað hann í dag

Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa ákveðið að draga forsetaframboð sitt til baka yfir kaffibolla með konunni sinni í morgun. Hann finni fyrir létti og óskar þeim sem beittu sér gegn honum velfarnaðar.

Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Auglýsing

„Ég skal við­ur­kenna það að ég átti mjög erfitt eftir að ég tók þessa ákvörðun og var við það að brotna nið­ur. Ekki vegna þess að ég fengi ekki meiri völd, heldur að sjá á eftir tæki­fær­inu sem við höfðum til að verða ósigr­and­i.“ Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, í færslu á Face­book um ástæðu þess að hann ákvað að draga til baka fram­boð sitt til for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) fyrr í dag.

Draumur hans og mark­mið hafi verið að sam­eina hreyf­ing­una fyrir fólkið innan hennar og fólkið í land­inu. „Ná árangri og breyta til hins betra. En fyrir þeim er ekki ótak­mörkuð inni­stæða. Sér­hags­muna­öflin sem við erum að berj­ast á móti eru hrika­leg og mun ósvífn­ari og skipu­lagð­ari heldur en flestir gera sér grein fyr­ir. Þess vegna byggj­ast mögu­leikar okkar og árangur á sam­stöðu. En allt hefur sín mörk og stundum sigrar hat­rið eins og segir í text­an­um. Hat­rið sigr­aði mig í dag. Sam­vinna og sam­staða er val, sömu­leiðis átök og sundr­ung.“

Í færsl­unni rekur Ragnar Þór að fyrir kjara­samn­ing­anna 2019 hafi honum og fjöl­skyldu hans borist alvar­legar hót­an­ir. „Hót­anir sem hægt var að rekja til þeirrar orð­ræðu sem var á þeim tíma, þið mun­ið, við vorum stór­hættu­legt og kol­ruglað fólk með sturl­aðar kröfur sem legði hag­kerfið í rúst og allt það.“

Um síð­ustu mán­aða­mót, sam­hliða auk­inni nei­kvæðri athygli sem beind­ist að honum með til­heyr­andi áreiti, hafi aftur farið að bera á alvar­legum hót­un­um. Ég tala ekki mikið um þetta og ég læt alltof sjaldan vita af því. Guð­björg konan mín tekur þetta mjög nærri sér, eðli­lega því við erum með ung börn á heim­il­in­u.“

Ótrú­lega ósmekk­leg orð­ræða

Fyrir síð­ustu samn­inga sem und­ir­rit­aðir voru 2019 hafi nokkur stétt­ar­fé­lög myndað banda­lag og náð, að hans mati, mjög góðri nið­ur­stöðu við erf­iðar aðstæð­ur. „Marg­þættar kjara­bætur í bland við aðgerð­ar­pakka stjórn­valda. Ef okkur tókst þetta í smærri hóp hugs­aði ég sem svo, hversu miklu getum við náð ef við stöndum saman sem enn breið­ari fylk­ing og á vett­vangi ASÍ? Við verðum óstöðv­andi og við munum ná gríð­ar­legum árangri fyrir okkar fólk. Við vorum byrjuð á þess­ari vinnu á óform­legum vett­vangi ASÍ þar sem saman komu lands­sam­bönd versl­un­ar­fólks, starfs­greina­sam­bands­ins og iðn­að­ar­manna. Í þau 14 ár sem ég hef starfað innan hreyf­ing­ar­innar hef ég sjaldan fundið jafn góðan anda innan ólíkra hópa. Við vorum að hefja vinnu við það hvernig við gætum sam­ein­ast um ólíkar áherslur og var ég afar bjart­sýnn fyrir þingið um að okkur tæk­ist raun­veru­lega að leiða okkur sam­an.“

Auglýsing
Síðustu daga og vikur fyrir þingið höfðu hins vegar lit­ast af ótrú­lega ósmekk­legri orð­ræðu og árásum á hans per­sónu. „Ég var ítrekað kall­aður valda­sjúkur ofbeld­is­maður og sak­aður um að ætla að segja upp öllu starfs­fólki ASÍ kæm­ist ég til valda. Það er einkar dap­ur­legt að gjald­fella orðið ofbeldi með þessum hætti. Að stilla upp póli­tískum deilum og ágrein­ingi upp sem ofbeldi eru kaldar kveðjur til þeirra sem raun­veru­lega verða fyrir ofbeld­i.“

Ragnar Þór seg­ist oft hafa talað um mik­il­vægi sam­stöðu ólíkra hópa til að ná árangri. „Við erum að vinna fyrir fólkið okk­ar. Fólkið sem treystir okkur fyrir að bæta lífs­kjör­in. Þau öfl sem hafa viljað okkur burt hafa ekki talað einu orði um þetta. Ekki einu orði um fólkið okkar sem getur vart borgað af lán­unum sínum eða húsa­leig­una. Eða fjöl­skyldur sem geta lítið orðið gert annað en að kaupa síhækk­andi nauð­synjar í 9% verð­bólgu og hækk­andi vöxt­um. Stjórn­völd hafa svo lítið lagt til mál­anna annað en auknar álögur ofan á allt sam­an. Af hverju í ósköp­unum getur umræðan ekki snú­ist um þetta? Af hverju þetta taum­lausa hat­ur? Hvað höfum við eig­in­lega gert þessu fólki?“

Trúði því að hægt væri að snúa bökum saman

Ragnar Þór fjallar síðan nánar um ásak­anir á hendur sér um ofbeldi og að þeim hafi verið slegið upp á for­síðum og með grein­ar­skrif­um, und­ir­rit­uðu af full­orðnu fólki. Þar vísar hann í grein sem hópur úr ell­efu verka­lýðs­­fé­lögum sem til­­heyra ASÍ birtu aðsenda á Vísi nýverið þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum af stjórn­­­ar­háttum Sól­­veigar Önnu Jóns­dótt­ur, for­manns Efl­ing­ar,  og Ragn­­ars Þórs. Á meðal þeirra sem skrif­uðu undir þá grein var Ólöf Helga Adolfs­dótt­ir, sem bauð sig fram til for­seta ASÍ gegn Ragn­ari Þór.

Hann segir þetta vera fólk sem með réttu ættu að kall­ast félagar hans. „Ég er vændur um að sækj­ast í völd, öskri og skelli hurðum ef ég fæ ekki mínu fram og vilji reka fólk fyrir engar sak­ir. Þrátt fyrir að hafa tekist, ásamt stjórn VR, að skapa frá­bæra stemn­ingu og liðs­heild innan VR síð­ustu 6 ár. Þar hefur samt engum verið sagt upp og starfs­á­nægja með því sem best þekk­ist. En allt þetta skiptir engu máli. Sé lygin sögð  nægi­lega oft fer fólk að trúa henni. Trúa því að þetta sé mögu­lega satt.“

Ragnar Þór seg­ist hafa farið inn á þing ASÍ með háleit mark­mið og ein­læga von um að þar tæk­ist að snúa bökum sam­an. „Ég bauð mig fram til að leiða þetta verk­efni. Ekki af því að ég er sjúkur í völd heldur vegna þess að ég hafði trú á því að þetta væri hægt, í ljósi þess hversu vel okkur hefur tek­ist til í VR við að sam­eina ólík sjón­ar­mið og vinna sem ein heild, ekki meiri eða minni­hluti heldur liðs­heild.“

Samn­ings­staðan gagn­vart stjórn­völdum ekki lengur til staðar

Í morgun hafi hann fengið sent skjá­skot af enn einni færslu frá for­manni stétt­ar­fé­lags innan ASÍ, Hall­dóru Sveins­dóttur for­manns Bár­unn­ar. „Í færsl­unni er ég enn og aftur sak­aður um ofbeldi og mark­mið mitt sé fyrst og fremst að segja upp öllu starfs­fólki. Þegar börnin mín lesa fyr­ir­sagnir um að pabbi þeirra stundi ofbeldi og reki fólk fyr­ir­vara­laust eða heyra því hvíslað á förnum vegi, brestur eitt­hvað. Ég ræddi þetta við kon­una mína yfir kaffi­bolla í morg­un, eftir að við lásum nýj­ustu árás­ina í minn garð. Árás á mína æru og per­sónu. Árás á miðju þingi ASÍ sem ég von­að­ist til að vera vett­vangur sátta. Ákváðum við í sam­ein­ingu að þetta væri ekki þess virði. Því mið­ur.“

Ragnar Þór seg­ist þó finna fyrir létti yfir því að vera laus úr sam­band­inu við ASÍ. „Ég tók ákvörðun um að velja að vinna frekar með öllu því frá­bæra fólki sem starfar á vett­vangi VR. Ég valdi sam­heldni og virð­ingu. Okkur í VR mun örugg­lega takast vel til í næstu kjara­samn­ingum þó samn­ings­staðan gagn­vart stjórn­völdum sé ekki lengur til stað­ar. Ég mun gera mitt allra besta eins og alltaf fyrir félags­fólk VR. Því lofa ég. Ég ber engan kala til þess fólks sem var með yfir­lýst mark­mið um að fella okkur á þing­inu. Við þau vil ég segja. Nú erum við far­in, ekki lengur fyr­ir. Nú fáið þið tæki­færi til að leiða kjara­samn­inga ykkar félaga og vett­vang ASÍ til að styðja við þá veg­ferð. Ég óska ykkur alls hins besta. Ég vona að þið nýtið tæki­færið vel og náið sem bestum árangri fyrir ykkar fólk, árangri sem nýt­ist okkur í okkar bar­átt­u.“

Færslu Ragn­ars Þórs í heild má lesa hér að neð­an:

Kæru vin­ir. Ég tók nýverið ákvörðun um að bjóða mig fram til for­seta ASÍ á þingi sam­bands­ins sem haldið er dag­ana 10....

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Tues­day, Oct­o­ber 11, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent