Segja óháða kunnáttumanninn gegna „mikilvægu hlutverki“

Samkeppniseftirlitið segir að þekkt sé að kostnaður vegna óháðra kunnáttumanna geti verið mismunandi. Lúðvík Bergvinsson, sem gegnir þeirri stöðu vegna samruna Festi við N1, hefur fengið rúmar tvær milljónir á mánuði í rúm tvö ár fyrir að gegna starfinu.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Auglýsing

Samkeppniseftirlitið segir að Lúðvík Bergvinsson, sem skipaður var óháður kunnáttumaður til að fylgjast með sátt vegna sameiningar N1 og Festi, hafi  gegnt mikilvægu hlutverki í að varpa ljósi á framkvæmd Festi á þeim skilyrðum sem félagið skuldbatt sig til að fylgja. Kjarninn greindi frá því fyrr í vikunni að kostnaður vegna starfa Lúðvíks hafi numið um 56 milljónum króna frá október 2018 og út síðasta ár. Það gera rúmlega tvær milljónir króna á mánuði að meðaltali. 

Í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið birtir á heimasíðu sinni í dag segir að Lúðvík hafi, í samræmi við starfsskyldur sínar, gert eftirlitinu grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni og að þau brot séu nú til rannsóknar. 

Í skýrslu stjórnar Festi, sem stjórnarformaðurinn Þórður Már Jóhannesson flutti á aðalfundi félagsins fyrr í vikunni, sagði að sam­starfið við Lúð­vík hafi ekki gengið eins vel og Festi hefði kosið og að félag­inu hafi „á tíðum þótt skorta á að leið­bein­ingar kunn­áttu­manns væri með þeim hætti sem vænta mætti.“ Festi ætlar að óska eftir breyt­ingum á aðkomu Lúð­víks að sátt félags­ins við Sam­keppn­is­eft­ir­litið en skip­ana­tími hans á að óbreyttu ekki að renna út fyrr en í októ­ber 2023. 

Tímafrestur liðnir

Umrædd sátt var und­ir­rituð síðla árs 2018 og heim­il­aði Festi, sem rak Krón­una og fleiri mat­vöru­versl­an­ir, Elko og vöru­hót­elið Bakk­ann að sam­ein­ast eld­neyt­is­ris­anum N1. Í sátt­inni fólst meðal ann­ars að selja átti fimm sjálfs­af­greiðslu­stöðvar til nýrra, óháðra aðila á elds­neyt­is­mark­aði. Um var að ræða þrjár sjálfs­af­greiðslu­stöðvar undir merkjum Dæl­unnar við Fells­múla og Staldrið í Reykja­vík og Hæðarsmára 8 í Kópa­vogi, og tvær stöðvar undir merkjum N1 við Salarveg í Kópa­vogi og Vatna­garða í Reykja­vík. Þá átti sam­einað félag að selja verslun Kjar­vals á Hellu.

Festi seldi bens­ín­stöðv­arnar fimm til Ein­ars Arnar Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Skelj­ungs og umsvifa­mik­ils fjár­fest­is, og hann seldi þær síðar áfram til Skelj­ungs. 

Þrí­vegis hefur verið reynt að selja verslun Kjar­vals á Hellu, en án árangurs.

Auglýsing
Samkeppniseftirlitið segir meginástæður þess  tvíþættar. „Annars vegar kom í ljós að Festi hafði ekki tryggt sér heimild til að framselja tiltekin leiguréttindi að húsnæði á svæðinu. Við undirbúning sáttarinnar upplýsti Festi ekki Samkeppniseftirlitið um að félagið skorti fullnægjandi réttindi að þessu leyti. Hins vegar hefur félagið í a.m.k. eitt skipti gert sölusamning við aðila sem uppfyllti ekki skilyrði um að vera óháður keppinautur sem myndi veita Festi samkeppnislegt aðhald. Ef kaupandi er óburðugur eða tengdur Festi nær þetta skilyrði ekki markmiði sínu.“

Af þessum sökum hafi Festi ekki staðið við þær skuldbindingar sem félagið hafði undirgengist að eigin frumkvæði og segir Samkeppniseftirlitið að tímafrestir sem Festi hafði til að selja verslun Kjarvals á Hellu séu nú liðnir.

Næsta skref sem Festi hafi skuldbundið sig til að fylgja er að stíga frá sölutilraunum á versluninni á Hellu og fallast á að óháður aðili með fullt umboð selji tilteknar eignir Festi til að tryggja það að markmið sáttarinnar nái fram. Nákvæm útfærsla á þessu úrræði er hins vegar háð trúnaði og því ekki greint frá henni í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.

Benda á að Festi stakk sjálft upp á Lúðvík

Samkeppniseftirlitið segir enn fremur að störf kunnáttumannsins Lúðvíks hafi lotið að fjölmörgum öðrum þáttum  en sölu verslunar á Hellu og bendir á að hann hafi verið skipaður eftir að Eggert Þór Kristófersson, þá forstjóri N1 og nú forstjóri Festi, hafi tilnefnt Lúðvík og tvo aðra í hlutverkið.

Að undangengnu hæfismati féllst Samkeppniseftirlitið á að Lúðvík yrði falið hlutverk óháða kunnáttumannsins þar sem hinir einstaklingarnir sem Festi tilnefndi uppfylltu ekki skilyrði um óhæði gagnvart Festi og eftirlitsverkefnum sáttarinnar.

Þekkt sé í samkeppnismálum að kostnaður af störfum kunnáttumanna geti verið mismunandi, en það hefur verið gagnrýnt af stjórnendum Festi að kostnaður vegna kunnáttumanns sem skipaður var vegna samruna Haga og Olís sé einungis brot af kostnaðinum sem hlotist hefur vegna starfa Lúðvíks.

Eftirlitið segir að kostnaðurinn ráðist meðal annars af „því hvort og hvernig viðkomandi fyrirtæki fara að þeim skuldbindingum sem þau hafa lofað að hlíta. Samkeppniseftirlitið hefur gefið fyrirtækjum leiðbeiningar um kostnaðaraðhald með kunnáttumönnum eða eftirlitsnefndum sem starfa samkvæmt sáttum við fyrirtæki. Þar kemur m.a. fram að fyrirtækjum sé rétt að sýna kunnáttumönnum kostnaðaraðhald með svipuðum hætti og með annarri aðkeyptri þjónustu, án þess að sjálfstæði starfsins sé stefnt í hættu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent