Toastmasters International, ræðu- og framkomusamtök sem eru með starfsemi í 126 löndum, hafa skoðað hundruð Óskarsverðlaunaræða frá undanförnum tveimur áratugum og valið úr þær sex ræður sem þeim þykja eftirminnilegastar. Business Insider segir frá þessu, og hér er listinn yfir eftirminnilegustu ræðurnar að mati samtakanna. Þær eru ekki í gæðaröð.
- Cuba Gooding Jr. sem besti leikari í aukahlutverki í Jerry Maguire árið 1997:
2. Ben Affleck og Matt Damon, fyrir handritið að Good Will Hunting árið 1998.
3. Robin Williams, besti aukaleikari árið 1998 fyrir Good Will Hunting.
4. Roberto Benigni fyrir bestu erlendu myndina, Life is Beautiful, árið 1999.
5. Meryl Streep sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir The Iron Lady árið 2012.
6. Matthew McConaughey þegar hann var valinn besti leikari í aðahlutverki fyrir Dallas Buyer's Club árið 2014.