Sígaunafjölskylda hefur lifað sældarlífi á „danska kerfinu“ í áratugi

33255857-LEVAKOVIC-PRIVATFOTO.jpeg
Auglýsing

Árið 1972 kom júgóslav­nesk sígauna­fjöl­skylda til Kaup­manna­hafnar á gömlum Opel bíl með hrör­legt hjól­hýsi í eft­ir­dragi. Fjöl­skyldan kom sér fyrir á tjald­stæði í borg­inni og fékk hlýjar mót­tökur hjá borg­ar­yf­ir­völd­um. Engan grun­aði þá að 43 árum síð­ar, og marg­falt stærri, yrði fjöl­skyldan enn á fram­færi danskra skatt­borg­ara, eng­inn úr þessum hópi myndi nokkru sinni sjá sér far­borða með laun­aðri vinnu og hún hefði þegið jafn­gildi 1.600 millj­óna íslenskra króna frá dönskum skatt­borg­ur­um.

Þegar Levakovic fjöl­skyldan kom til Dan­merkur sum­arið 1972 var hún búin að ferð­ast um Skand­in­avíu í nokkra mán­uði. Fólkið kom frá Króa­tíu, sem þá var hluti Júgóslavíu og var með júgóslav­nesk vega­bréf. Um ástæður þess að fjöl­skyldan yfir­gaf heima­landið er fátt vit­að. Núver­andi „höfuð ætt­ar­inn­ar“ Gimi Levakovic, sem var tveggja ára þegar fjöl­skyldan sett­ist að í Dan­mörku, sagði í við­tali að for­eldrar sínir hefðu, eins og gengur og ger­ist, verið að leita að betra lífi. Það hefðu þau fundið hér í Dan­mörku.

Starfs­menn borg­ar­innar tóku vel á móti Levakovic fólk­inu. Leið­beindu þeim varð­andi allt það sem til­heyrir flutn­ingi til lands­ins, búsetu­skrán­ingu og útvegun hús­næð­is, kynntu fjöl­skyld­unni skóla-og heil­brigð­is­kerfið og, síð­ast en ekki síst, hvaða mögu­leika á opin­berri fjár­hags­að­stoð fólk, sem nýkomið væri til lands­ins, ætti rétt á. Þau Levakovic voru mjög ánægð með við­tök­urnar og sett­ust að á Ama­ger og hafa búið þar allar götur síð­an.

Auglýsing

Fara sér hægt í atvinnu­leit­inni 



Meðal þess sem starfs­menn Kaup­manna­hafn­ar­borgar útskýrðu fyrir þessum nýjum íbúum voru atvinnu­mögu­leikar og hvernig skyldi bera sig að í þeim efn­um. Mik­il­vægt væri að finna vinnu við hæfi, ekki endi­lega taka það fyrsta sem byð­ist heldur vanda val­ið. Það má með sanni segja að fjöl­skyldan hafi ekki rasað um ráð fram í atvinnu­leit­inni því nú, 43 árum síð­ar, hefur eng­inn úr þess­ari fjöl­skyldu, sem nú telur yfir 40 manns, fundið vinnu við hæfi. Það kom sem sé fljót­lega í ljós að þau Levakovic höfðu afar tak­mark­aðan áhuga á því að afla sér tekna með hefð­bundum hætti en kynntu sér þeim mun betur öll lög og reglur varð­andi fram­færslu­líf­eyri og aðra opin­bera fjár­hags­að­stoð.

Góð­kunn­ingjar lög­regl­unnar



Þeir sem verðir laga og reglu þurfa iðu­lega að hafa afskipti af og þekkja vel til eru stundum nefndir góð­kunn­ingjar lög­regl­unn­ar. Levakovic fjöl­skyldan er sann­ar­lega meðal þeirra sem lag­anna verðir þekkja vel til en myndu tæp­ast tengja við nokkuð gott.

Þau Levakovic hafa í dönskum fjöl­miðlum iðu­lega verið kölluð ill­ræmdasta fjöl­skylda Dan­merk­ur.

Eftir að fjöl­skyldan fór frá Króa­tíu og sett­ist að hér í Dan­mörku kom brátt í ljós að sá lífs­stíll sem hún vildi til­einka sér sam­ræmd­ist ekki hinum opin­bera fram­færslu­líf­eyri sem íbúar lands­ins fá í sinn hlut, þeir sem rétt eiga á slíku. Fram hefur komið í blöðum að á síðsta ári fékk fjöl­skyldan jafn­gildi rúmra 80 millj­óna íslenskra króna úr opin­berum sjóð­um. Þetta hefur þó ekki hrokkið til. Karl­arn­ir, ásamt nokkrum kon­um, í hinni ört stækk­andi fjöl­skyldu hafa þess vegna um margra ára skeið stundað óhefð­bundna tekju­öfl­un, rán og grip­deild­ir. Þar hefur fólkið reynst bæði iðið og ástund­un­ar­samt.

Þau Levakovic hafa í dönskum fjöl­miðlum iðu­lega verið kölluð ill­ræmdasta fjöl­skylda Dan­merk­ur. Lög­reglan telur að aðeins hafi kom­ist upp um lít­inn hluta þeirra afbrota sem fjöl­skyldan hefur stund­að. Afskipti lög­regl­unnar af þess­ari „at­vinnu­starf­semi“ hefur stundum truflað heim­il­is­frið­inn: ætt­ar­höf­uð­ið, Gimi Levakovic (46 ára) hefur sam­tals setið í grjót­inu í 6 ár og bræður hans og bræðra­synir hafa margoft setið inni, um lengri eða skemmri tíma. Sumum þeirra hefur verið vísað úr landi en þeir snúa jafn­harðan aftur og taka upp fyrri iðju. Allir karl­menn átján ára og eldri hafa, að einum und­an­tekn­um, kom­ist í kast við lög­in. Við laus­lega taln­ingu fann sá sem þennan pistil skrifar 280 fréttir sem tengj­ast fjöl­skyld­unni og á síð­asta ári skráði lög­reglan 203 mál sem tengj­ast fjöl­skyld­unni og 60 sinnum var ein­hver úr fjöl­skyld­unni kall­aður til yfir­heyrslu vegna afbrota.

Sjón­varps­þátt­ur­inn



Núna í jan­úar sýndi danska sjón­varps­stöðin TV2 tvo sjón­varps­þætti um Levakovic fjöl­skyld­una. Þætt­irnir voru gerðir með sam­þykki fjöl­skyld­unnar og þar eru löng við­töl við Gimi Levakovic (ætt­ar­höf­uð­ið) og Jura bróð­ur­son hans sem nú afplánar 5 ára dóm og verður vísað úr landi. Jura, sem er 26 ára, seg­ist alltaf hafa ætlað sér að verða gangster, það verði hver að finna sína fjöl í líf­inu og þetta sé sín fjöl. Hann lýsti mik­illi óánægju með að verða sendur með rútu til Króa­tíu þegar afplánun lýk­ur, slíkt væri við­bót­ar­refs­ing. Hann sagði jafn­framt að hann hefði verið átta ára þegar hann fór að fara með föður sínum í ráns­ferð­ir, til að læra aðferð­irn­ar, og hann hefði sjálfur byrjað að stela þegar hann var 13 ára.

Ættarhöfuðið Gimi Levakovic í viðtali í sjónvarpsþættinum sem TV2 gerði um fjölskylduna hans. Ætt­ar­höf­uðið Gimi Levakovic í við­tali í sjón­varps­þætt­inum sem TV2 gerði um fjöl­skyld­una hans.

Þegar ætt­ar­höf­uðið Gimi var spurður hvernig á því stæði að hann hefði aldrei unnið neitt svar­aði hann því til að hann áliti að til þess að fá vinnu þyrfti menntun og hana hefði hann ekki. „Hef­urðu aldrei íhugað að afla þér mennt­un­ar?“ spurði sjón­varps­mað­ur­inn. „Nei, aldrei“ var svar­ið. Gimi á tvö ung börn á skóla­aldri, hvor­ugt þeirra gengur þó í skóla, hann seg­ist að sjálf­sögðu vilja að börnin fái menntun en þetta sé nú svona. Ein tengda­dóttir bróður hans er 16 ára og á eitt barn, hún hefur ekki verið í skóla í mörg ár. Gimi sagði að ef ung­lings­stúlka væri í skóla heyrði hún talað um kyn­líf og fjöl­skyldan væri jafn­framt viss um að hún ætti kærasta í skól­an­um, slíkt gengi ekki. Þegar hann var minntur á skóla­skyld­una sagði hann; „Við sígaunar höfum okkar siði og venjur og Danir verða bara að virða það.“ Hann lagði líka mikla áherslu á gildi fjöl­skyld­unnar sem stæði saman í blíðu og stríðu, „sígaunar eru frið­sam­ir“ sagði hann. Sleppti því hins vegar alveg að minn­ast á að hann barði fyrr­ver­andi konu sína til óbóta og keyrði síð­ar, eftir að þau voru skil­in, á hana þar sem hún var á gangi og stórslas­aði hana.

Við­brögðin



Sjón­varps­þætt­irnir tveir vöktu mikla athygli. Þar kom fram að þau Levakovic virt­ust hafa það bæri­legt eins og sagt er. Stór­fjöl­skyldan býr í stóru ein­býl­is­húsi á Ama­ger en einnig í öðru slíku í Dra­gör. Og það eru ekki ein­hverjar útkeyrðar druslur sem fjöl­skyldan ferð­ast í heldur þýskir eðal­vagn­ar. Hús­bún­að­ur­inn sömu­leiðis ekki af lak­ara tag­inu, eðal­hús­gögn. Margir hafa spurt sem svo: hvernig má það vera að þessi fjöl­skylda geti búið hér ára­tugum sam­an, lifað góðu lífi á pen­ingum úr sam­eig­in­legum sjóðum lands­manna án þess að lyfta litla fingri í heið­ar­legri vinnu, farið um ruplandi og ræn­andi og fleira í þessum dúr? Fram hefur komið að Gimi (höfuð ætt­ar­inn­ar) hefur ætíð fram­vísað lækn­is­vott­orðum þegar þess hefur verið kraf­ist. Ýmsir draga í efa að hann sé óvinnu­fær en hann seg­ist hald­inn miklum kvíða.

Margir stjórn­mála­menn hafa tjáð sig við fjöl­miðla um fjöl­skyld­una, bæði nú eftir sýn­ingu þátt­anna og á und­an­förnum árum. Sumir þeirra krefj­ast þess að fjöl­skyld­unni allri verði vísað úr landi. Slíkt er þó hæg­ara sagt en gert og þótt höfuð ætt­ar­innar segi að hann og fjöl­skyldan vilji helst vera í Króa­tíu hefur hann þó ekki sýnt neina til­burði í þá átt að flytja. Á meðan ekk­ert breyt­ist fær Levakovic fjöl­skyldan því áfram sem sam­svarar sjö millj­ónum íslenskra króna á mán­uði og drýgir svo kannski tekj­urnar með sínum aðferð­um.


Að gefnu til­efni: Talað er um sígauna en ekki Róma­fólk í þess­ari grein. Það er gert vegna þess að í við­tölum við með­limi fjöl­skyld­unnar í Dan­mörku tala þeir um sjálfa sig sem sígauna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None