Sigmundur Davíð: Fá dæmi um að þjóðir hafa náð sér jafn vel á strik

9951287705_351870c03c_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra flutti í kvöld stefnu­ræðu sína við upp­haf 145. lög­gjaf­ar­þings, og var góð staða í efna­hags­málum þjóð­ar­innar í brennid­epli. Í ræð­unni kom fram að efna­hags­leg staða Íslands hefur styrkst mikið að und­an­förnu og ein­kenn­ist af „stöð­ug­leika með lágri verð­bólgu, litlu atvinnu­leysi, auknum kaup­mætti, lækkun skulda og halla­lausum rík­is­rekstri“ eins og sagði í ræð­unni.

Hraður vöxtur



„Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafn­hratt á strik efna­hags­lega og Ísland á síð­ustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágranna­þjóð­irn­ar, í við­skipta­löndum okk­ar, glíma áfram við miklar efna­hags­þreng­ingar sem ekki sér fyrir end­ann á. Efna­hags­lega hefur Ísland vaxið einna hrað­ast Evr­ópu­þjóða frá 2013. Kaup­máttur launa hefur vaxið um 10% frá því að rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks tók við. Þetta er ein­stakur árangur í alþjóð­legum sam­an­burð­i,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra meðal ann­ars í ræðu sinni.

Hann benti á að jafn­vel þótt íslenska ríkið væri rekið með afgangi myndi rík­is­stjórnin auka fram­lög til allra mik­il­væg­ustu mála­flokk­anna, eins og nýfram­komin fjár­lög sýndu. „Í stað þess að ýta vand­anum á undan okkur og leggja auknar byrðar á fram­tíð­ar­kyn­slóðir erum við að búa í hag­inn fyrir fram­tíð­ina og gera okkur kleift að nýta meira fjár­magn í það sem mestu máli skipt­ir, vel­ferð­ar­kerfið og sterka inn­við­i,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra. „Sem dæmi má nefna að hrein aukn­ing fram­laga til heil­brigð­is- og félags­mála á kjör­tíma­bil­inu nemur 26 millj­örðum króna og er þá bæði búið að und­an­skilja launa- og verð­lags­hækk­an­ir. Þetta sam­svarar því að hálfur Land­spít­ali hafi bæst við vel­ferð­ar­út­gjöldin á kjör­tíma­bil­inu. Allar líkur eru á því að svig­rúm verði til að gera enn betur á næstu árum.“

Bætta staða heim­ila í brennid­epli



For­sæt­is­ráð­herra sagði enn­frem­ur að stærstu aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar hafi allar miðað að því að „rétta stöðu heim­il­anna“ og bæta kjör fólks. „Fjár­laga­frum­varpið er mik­il­vægur liður í fram­haldi þeirrar vinnu. Með því er ráð­ist í veru­legar breyt­ingar á skatt­lagn­ingu og gjald­töku rík­is­ins með það að mark­miði að styrkja heim­il­is­bók­hald fólks með milli­tekjur og lægri tekj­ur.“

Þá rifj­aði for­sæt­is­ráð­herra upp að í yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar um hús­næð­is­mál í tengslum við  kjara­samn­inga í lok maí síð­ast­lið­inn kemur fram að ráð­ist verði í átak með bygg­ingu allt að 2300 félags­legra leigu­í­búða á árunum 2016-2019. „Með nýju íbúð­unum verður einkum komið til móts við fólk í lægstu tveimur tekju­fimmt­ung­um. Þannig verður tekju­lágum fjöl­skyldum veittur aðgangur að ódýru og öruggu leigu­hús­næði. Einnig er unnið að nýju hús­næð­is­bóta­kerfi sem felur í sér veru­lega auk­inn stuðn­ing við leigj­end­ur,“ sagði Sig­mundur Dav­íð.

Auglýsing

Þá bent­i ­for­sæt­is­ráð­herra á að Íslend­ingar hefðu skyldu og tæki­færi til að veita mik­il­væga aðstoð þeim sem byggju við neyð vegna átaka í heim­in­um. „Við höfum að und­an­förnu fylgst náið með fréttum af atburðum sem minna okkur á hve þakk­lát við getum verið fyrir það líf sem okkar góða land og frið­sama sam­fé­lag hefur búið okk­ur, svo langt frá heims­ins víga­slóð. Þessar  að­stæður setja á herðar okkar skyldu til að koma þeim sem í neyð eru staddir til hjálpar á þann hátt sem við best get­u­m,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra, og vís­aði til umfangs­mik­inn vanda flótta­manna, ekki síst frá Sýr­landi, Írak og Afganistan, sem að und­an­förnu hafa leitað skjóls í Evr­ópu­ríkj­um.

Ísland leggi sitt af mörkum



Sig­mundur Davíð sagði úrlausn­ar­efnið gríð­ar­lega umfangs­mik­ið, og reynt yrði að vanda eins mikið til verka eins kostur væri. „Ís­lensk stjórn­völd telja feyki­lega mik­il­vægt að við og aðrar þjóðir bregð­umst eins vel við þessum vanda og kostur er. Úrlausn­ar­efnið er gríð­ar­lega umfangs­mik­ið. Við munum þurfa að auka fram­lög til mála­flokks­ins umtals­vert og aðlaga und­ir­bún­ings­vinnu þró­un­inni að und­an­förnu. Við erum eflaust öll sam­mála um að við eigum að leggja áherslu á að nýta mögu­leika okkar til að fram­kvæma sem best skyldu okkar og vilja til að aðstoða fólk í neyð eftir bestu get­u,“ sagði Sig­mundur Dav­íð.

Fyrir Fram­sókn­ar­flokk tal­aði Sig­mundur Davíð í fyrstu umferð, í annarri talar Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, og í þriðju umferð Ásmundur Einar Daða­son, 3. þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Ræðu­menn Sam­fylk­ing­ar­innar verða í fyrstu umferð Árni Páll Árna­son, 4. þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis sem nú flytur ræðu sína, Katrín Júl­í­us­dótt­ir, 11. þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is, í annarri og Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, 3. þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis suður í þriðju umferð.

Ræðu­menn fyrir Vinstri hreyf­ing­una – grænt fram­boð verða Katrín Jak­obs­dótt­ir, 3. þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norður og for­maður flokks­ins, í fyrstu umferð, í annarri Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, 9. þing­maður Norð­aust­ur­kjör­dæm­is, og í þriðju umferð Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, 8. þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norð­ur.

Ræðu­menn fyrir Sjálf­stæð­is­flokk verða Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í fyrstu umferð, Jón Gunn­ars­son, 6. þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is, í annarri umferð og Sig­ríður Á. And­er­sen, 7. þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis suð­ur, í þriðju umferð.

Fyrir Bjarta fram­tíð tala í fyrstu umferð Ótt­arr Proppé, 11. þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis suð­ur, í annarri Bryn­hildur Pét­urs­dótt­ir, 10. þing­maður Norð­aust­ur­kjör­dæm­is, og í þriðju umferð Guð­mundur Stein­gríms­son, 7. þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Fyrir Pírata tala í fyrstu umferð Birgitta Jóns­dótt­ir, 12. þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is, í annarri umferð Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, 10. þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis suð­ur, og í þriðju Helgi Hrafn Gunn­ars­son, 10. þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None