Sigmundur Davíð: „Grípa þarf til varna fyrir Reykjavíkurflugvöll“

Reykjavik_Airport_aerial.jpg
Auglýsing

„Nú má öllum vera ljóst að grípa þarf til varna fyrir Reykja­vík­ur­flug­völl og koma í veg fyrir að borg­ar­yf­ir­völd grafi stöðugt undan flug­vell­inum og beiti brögðum til að losna við hann.“ Þetta sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna sem nú stendur yfir.

Hjartað í Vatns­mýr­inni, sem eru gras­rót­ar­sam­tök sem berj­ast gegn því að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði flutt­ur, sendu á dög­unum bréf á Alþing­is­menn og Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra, þar sem fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir Vals­manna við norð­ur­enda NA/SV brautar flug­vall­ar­ins, svo­kall­aðrar neyð­ar­braut­ar, eru harð­lega gagn­rýnd­ar.

Biðlað til Alþing­is­mannaÍ bréf­inu seg­ir: „Sú fram­kvæmd, sem er dyggi­lega studd af meiri­hluta borg­ar­stjórnar Reykja­víkur er fyrsta skrefið að lokun Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Allt tal um að þetta sé ein­ungis fram­kvæmda­vegur og þess háttar er ein­ungis til að reyna að slá ryki í augu fólks. Reykja­vík­ur­borg er full­kunn­ugt um, að lokun þess­arar brautar er reið­ar­slag fyrir flug­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, en meiri­hlut­inn lætur það sig engu varða, þar sem bygg­ing­ar­hags­munir Vals­manna virð­ast skipta þá meira máli.“

Auglýsing

Þá hvetja sam­tökin til þess að skipu­lags­valdið verði tekið af borg­ar­yf­ir­völd­um, sem fari gegn vilja meiri­hluta þjóð­ar­innar sem vilji hafa flug­völl­inn áfram í Vatns­mýr­inni, og komið verði í veg fyrir óaft­ur­kræfar fram­kvæmdir Vals­manna.

„Það er vit­an­lega verk­efni Alþingis og rík­is­stjórnar að finna leið út úr þessum vanda sem virð­ist stafa af því að sveit­ar­fé­lag telur sig geta boðið almanna­hags­munum birg­inn í krafti skipu­lags­heim­ildar þess. Samt er það rík­is­valdið sem fer með end­an­legt skipu­lags­vald. Dæmi eru um það erlend­is, að skipu­lag til­tek­inna svæða eða mann­virkja sé fært beint undir skipu­lags­vald rík­is­ins vegna örygg­is­hags­muna. Sama á jafn­framt við hér á landi um Kefla­vík­ur­flug­völl. Með vísan til þeirrar óheilla­þró­unar sem átt hefur sér stað varð­andi skipu­lag Reykja­vík­ur­flug­vallar hlýtur að vera athug­andi að færa skipu­lag Reykja­vík­ur­flug­vallar og eftir atvikum ann­arra mann­virkja og/eða svæða beint undir skipu­lags­vald rík­is­ins.“

Ekki er annað að heyra en að for­sæt­is­ráð­herra taki í sama streng og sam­tökin Hjartað í Vatns­mýr­inni með ummælum sínum í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna í dag. Þá hyggst Þór­hallur Hösk­ulds­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, mæla fyrir frum­varpi þar sem kveðið er á um að ríkið fari með skipu­lags­vald á alþjóða­flug­völlum lands­ins.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None