Sigmundur Davíð: „Grípa þarf til varna fyrir Reykjavíkurflugvöll“

Reykjavik_Airport_aerial.jpg
Auglýsing

„Nú má öllum vera ljóst að grípa þarf til varna fyrir Reykja­vík­ur­flug­völl og koma í veg fyrir að borg­ar­yf­ir­völd grafi stöðugt undan flug­vell­inum og beiti brögðum til að losna við hann.“ Þetta sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna sem nú stendur yfir.

Hjartað í Vatns­mýr­inni, sem eru gras­rót­ar­sam­tök sem berj­ast gegn því að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði flutt­ur, sendu á dög­unum bréf á Alþing­is­menn og Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra, þar sem fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir Vals­manna við norð­ur­enda NA/SV brautar flug­vall­ar­ins, svo­kall­aðrar neyð­ar­braut­ar, eru harð­lega gagn­rýnd­ar.

Biðlað til Alþing­is­mannaÍ bréf­inu seg­ir: „Sú fram­kvæmd, sem er dyggi­lega studd af meiri­hluta borg­ar­stjórnar Reykja­víkur er fyrsta skrefið að lokun Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Allt tal um að þetta sé ein­ungis fram­kvæmda­vegur og þess háttar er ein­ungis til að reyna að slá ryki í augu fólks. Reykja­vík­ur­borg er full­kunn­ugt um, að lokun þess­arar brautar er reið­ar­slag fyrir flug­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, en meiri­hlut­inn lætur það sig engu varða, þar sem bygg­ing­ar­hags­munir Vals­manna virð­ast skipta þá meira máli.“

Auglýsing

Þá hvetja sam­tökin til þess að skipu­lags­valdið verði tekið af borg­ar­yf­ir­völd­um, sem fari gegn vilja meiri­hluta þjóð­ar­innar sem vilji hafa flug­völl­inn áfram í Vatns­mýr­inni, og komið verði í veg fyrir óaft­ur­kræfar fram­kvæmdir Vals­manna.

„Það er vit­an­lega verk­efni Alþingis og rík­is­stjórnar að finna leið út úr þessum vanda sem virð­ist stafa af því að sveit­ar­fé­lag telur sig geta boðið almanna­hags­munum birg­inn í krafti skipu­lags­heim­ildar þess. Samt er það rík­is­valdið sem fer með end­an­legt skipu­lags­vald. Dæmi eru um það erlend­is, að skipu­lag til­tek­inna svæða eða mann­virkja sé fært beint undir skipu­lags­vald rík­is­ins vegna örygg­is­hags­muna. Sama á jafn­framt við hér á landi um Kefla­vík­ur­flug­völl. Með vísan til þeirrar óheilla­þró­unar sem átt hefur sér stað varð­andi skipu­lag Reykja­vík­ur­flug­vallar hlýtur að vera athug­andi að færa skipu­lag Reykja­vík­ur­flug­vallar og eftir atvikum ann­arra mann­virkja og/eða svæða beint undir skipu­lags­vald rík­is­ins.“

Ekki er annað að heyra en að for­sæt­is­ráð­herra taki í sama streng og sam­tökin Hjartað í Vatns­mýr­inni með ummælum sínum í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna í dag. Þá hyggst Þór­hallur Hösk­ulds­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, mæla fyrir frum­varpi þar sem kveðið er á um að ríkið fari með skipu­lags­vald á alþjóða­flug­völlum lands­ins.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None