Sigmundur Davíð: „Grípa þarf til varna fyrir Reykjavíkurflugvöll“

Reykjavik_Airport_aerial.jpg
Auglýsing

„Nú má öllum vera ljóst að grípa þarf til varna fyrir Reykja­vík­ur­flug­völl og koma í veg fyrir að borg­ar­yf­ir­völd grafi stöðugt undan flug­vell­inum og beiti brögðum til að losna við hann.“ Þetta sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna sem nú stendur yfir.

Hjartað í Vatns­mýr­inni, sem eru gras­rót­ar­sam­tök sem berj­ast gegn því að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði flutt­ur, sendu á dög­unum bréf á Alþing­is­menn og Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra, þar sem fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir Vals­manna við norð­ur­enda NA/SV brautar flug­vall­ar­ins, svo­kall­aðrar neyð­ar­braut­ar, eru harð­lega gagn­rýnd­ar.

Biðlað til Alþing­is­mannaÍ bréf­inu seg­ir: „Sú fram­kvæmd, sem er dyggi­lega studd af meiri­hluta borg­ar­stjórnar Reykja­víkur er fyrsta skrefið að lokun Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Allt tal um að þetta sé ein­ungis fram­kvæmda­vegur og þess háttar er ein­ungis til að reyna að slá ryki í augu fólks. Reykja­vík­ur­borg er full­kunn­ugt um, að lokun þess­arar brautar er reið­ar­slag fyrir flug­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, en meiri­hlut­inn lætur það sig engu varða, þar sem bygg­ing­ar­hags­munir Vals­manna virð­ast skipta þá meira máli.“

Auglýsing

Þá hvetja sam­tökin til þess að skipu­lags­valdið verði tekið af borg­ar­yf­ir­völd­um, sem fari gegn vilja meiri­hluta þjóð­ar­innar sem vilji hafa flug­völl­inn áfram í Vatns­mýr­inni, og komið verði í veg fyrir óaft­ur­kræfar fram­kvæmdir Vals­manna.

„Það er vit­an­lega verk­efni Alþingis og rík­is­stjórnar að finna leið út úr þessum vanda sem virð­ist stafa af því að sveit­ar­fé­lag telur sig geta boðið almanna­hags­munum birg­inn í krafti skipu­lags­heim­ildar þess. Samt er það rík­is­valdið sem fer með end­an­legt skipu­lags­vald. Dæmi eru um það erlend­is, að skipu­lag til­tek­inna svæða eða mann­virkja sé fært beint undir skipu­lags­vald rík­is­ins vegna örygg­is­hags­muna. Sama á jafn­framt við hér á landi um Kefla­vík­ur­flug­völl. Með vísan til þeirrar óheilla­þró­unar sem átt hefur sér stað varð­andi skipu­lag Reykja­vík­ur­flug­vallar hlýtur að vera athug­andi að færa skipu­lag Reykja­vík­ur­flug­vallar og eftir atvikum ann­arra mann­virkja og/eða svæða beint undir skipu­lags­vald rík­is­ins.“

Ekki er annað að heyra en að for­sæt­is­ráð­herra taki í sama streng og sam­tökin Hjartað í Vatns­mýr­inni með ummælum sínum í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna í dag. Þá hyggst Þór­hallur Hösk­ulds­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, mæla fyrir frum­varpi þar sem kveðið er á um að ríkið fari með skipu­lags­vald á alþjóða­flug­völlum lands­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None