Sigur í „baráttunni um Internetið“ - netið almannaþjónusta

net-neutrality.jpg
Auglýsing

Breiðbands internet hefur nú verið skilgreint sem almannaþjónusta (public utility) eftir að nefnd bandaríska ríkisins, sem úrskurðar um álitamál sem snúa meðal annars að samskiptum (FCC), komst að þeirri niðurstöðu í dag með úrskurði. Samkvæmt fréttum New York Times þykir þetta mikill sigur fyrir þá sem hafa barist fyrir jöfnum rétti almennings á internetinu, og því að fjarskiptafyrirtæki komist ekki í þá stöðu að stýra internetinu með einokun, en það er fyrir löngu orðið mikilvægur og sjálfsagður hluti af daglegu lífi fólks.

Kjarninn fjallaði ítarlega um þessi álitamál í fréttaskýringu 6. september í fyrra, en miklir hagsmunir voru undir í þessu máli, ekki síst fyrir bandaríska fjarskiptafyrirtæki.

Hraðbrautir?


Baráttan um internetið snýst um vilja stærstu fjarskiptafyrirtækja Bandaríkjanna: Comcast, Verizon, Time Warner Cable og At&t, til að hagnast á nýjan hátt á internetinu. Úrskurðurinn í dag kemur í veg fyrir að fyrirtækin geti náð vilja sínum fram, í það minnsta í þetta skiptið.

Hugmyndir fyrirtækjanna ganga út á að láta vefsíður greiða sérstök gjöld til sín til að fá aðgang að svokölluðum „hraðbrautum“, sem tryggja hraða upphleðslu á síðunum og betri streymi á efni þeirra. Þær vefsíður sem annað hvort vilja ekki eða geta ekki greitt fjarskiptarisunum yrði refsað með því að hægja á upphleðslu og streymi á síðunum, jafnvel svo mikið að þær muni hreinlega ekki virka.

Barist fyrir net-hlutleysi


Áformin hafa vakið athygli og reiði í Bandaríkjunum og hafa fyrirtæki og einnig grasrótarhópar reynt að afla hugmyndinni um internetið sem almannaþjónustu fylgis. Hugmyndir fjarskiptafyrirtækjanna hafa verið sagðar grímulausar árásir á helstu grunnstoðina fyrir því að internetið virkar svona vel, þar ríkir fullkomið jafnræði. Hagsmunasamtök sem mynduð voru gegn áformum fjarskiptafyrirtækjanna segja að net-hlutleysi (e. net-neutrality)  hverfi ef þau fái að verða að veruleika og internetið, eins og við þekkjum það í dag, muni í reynd deyja í kjölfarið. Vefsíður í eigu þeirra fyrirtækja sem muni borga hátt verð fyrir aukinn hraða muni einoka internetið, og skerða möguleika almennings til þess að nýta sér það.

Auglýsing

Úrskurðurinn í dag vinnur hins vegar gegn þessum áformum fjarskiptafyrirtækjanna, og skilgreinir aðgengi að interneti sem almannaþjónustu, en samkvæmt New York Times er þessi niðurstaða líkleg til þess að hraða því að breiðbandsinternettengingar verði tengdar við bandarísk heimili, sem hluti af grunnþjónustu, á næstu misserum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None