Sigurður Ingi lætur fyrrverandi ráðherra endurskoða beinan húsnæðisstuðning ríkissjóðs

Innviðaráðherra hefur skipað tvo starfshópa, annan til að endurskoða þann húsnæðisstuðning sem ríkissjóður veitir og sem lendir nú að uppistöðu hjá efri tekjuhópum. Hinn á að endurskoða húsaleigulög til að bæta húsnæðisöryggi leigjenda.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra hefur skipað starfs­hóp sem á að end­ur­skoða beinan hús­næð­is­stuðn­ing til ein­stak­linga i formi hús­næð­is­bóta, vaxta­bóta, sér­staks hús­næð­is­stuðn­ings sveit­ar­fé­laga og skatt­frjálsrar ráð­stöf­unar sér­eigna­sparn­að­ar. Eygló Harð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráð­herra, verður for­maður hóps­ins en auk hennar sitja í honum tólf full­trúar hag­að­ila. 

Auk þess hefur hann skipað starfs­hóp sem á að end­ur­skoða húsa­leigu­lög með það að mark­miði að bæta rétt­ar­stöðu og hús­næð­is­ör­yggi leigj­enda. For­maður þess hóps verður Andri Björg­vin Arn­þórs­son, lög­fræð­ingur og eig­in­maður Haf­dísar Hrannar Haf­steins­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Auk hans sitja fimm aðrir í hópn­um, fjórir full­trúar ráðu­neyta og einn full­trúi Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. 

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu er haft eftir ráð­herr­anum að með þessu vilji hann fylgja eftir áherslum rík­is­stjórn­ar­innar í stjórn­ar­sátt­mál­anum um aukið hús­næð­is­ör­yggi og bættan hús­næð­is­stuðn­ing og á grunni mik­il­vægra til­lagna sem starfs­hópur á vegum þjóð­hags­ráðs kynnti í maí.„ Við væntum þess að taka mik­il­væg skref strax í haust enda mik­il­vægt að taka fast utan um hús­næð­is­málin og vinna hratt að umbót­u­m.“

End­ur­skoða kerfið sem komið var á 2014

End­ur­skoðun á beinum hús­næð­is­stuðn­ingi felur í sér að Sig­urður Ingi er að láta taka til skoð­unar að breyta kerfi sem rík­is­stjórn sem hann sat í kom á árið 2014. Eygló sat reyndar líka í þeirri rík­is­stjórn, sem félags­mála­ráð­herra þar sem hún fór meðal ann­ars með hús­næð­is­mál. 

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynna Leiðréttingu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar árið 2014. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þá ákvað þáver­andi stjórn, undir hatti hinnar svoköll­uðu Leið­rétt­ing­ar, að heim­ila þeim hluta lands­­manna sem spara í sér­­­eign að nota þann sparnað til að greiða skatt­frjálst niður hús­næð­is­lán sín. Engin tekju- eða eign­­ar­há­­mörk eru á þess­­ari heim­ild. Eina þakið á slíkri ráð­­­stöfun er að ein­stak­l­ingar mega mest nýta allt að 500 þús­und krónum á ári í að nið­­­ur­greiða hús­næð­is­lánið sitt skatt­frjálst með þessum hætti og hjón eða sam­­­búð­­­ar­­­fólk um 750 þús­und krón­­­ur. Því hærri sem tekjur eru, því meiri líkur eru á því að sú heim­ild verði full­nýtt. 

Auglýsing
Kjarn­inn hefur fjallað ítar­­­lega um nýt­ingu skatt­frjálsa nýt­ingu sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­aðar til að borga niður hús­næð­is­lán allt fá því að hún varð fyrst heimil árið 2014. Í umfjöllun hans um málið sem birt­ist í febr­­­úar síð­­­ast­liðnum kom farm að alls 79.747 ein­stak­l­ingar hefðu nýtt sér skatt­frjálsa ráð­­­stöfun sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán frá miðju ári 2014 og fram til jan­úar síð­­­ast­lið­ins. Um er að ræða 38 pró­­­­sent allra sem eru á vinn­u­­­­mark­aði, eða 21 pró­­­­sent þjóð­­­­ar­innar í heild.

Þessi hópur hefur alls ráð­stafað 109,9 millj­­­­örðum krónum af sér­­­­­­­eign­­­­ar­­­­sparn­aði inn á hús­næð­is­lánin sín frá árinu 2014. Í sam­an­­­­tekt­inni sem Kjarn­inn hefur fengið afhenta kemur fram að hóp­­­­ur­inn sem hefur nýtt sér úrræðið hafi alls fengið skatt­­af­­­slátt upp á sam­tals 26,8 millj­­­­arða króna fyrir að nýta sér­­­­­­­eign­­­­ar­­­­sparnað sinn á þennan hátt.

Mest fer til tekju­hæstu hópanna

Alþýð­u­­sam­­band Íslands (ASÍ) lét Hag­­stofu Íslands keyra sér­­keyrslu til að sjá hvernig þessi skatt­frjálsa nýt­ing sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar skipt­ist á milli tekju­hópa. Þar kom í ljós að alls 72 pró­­­sent þess skatta­af­­­sláttar sem veittur var vegna nýt­ingu á sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­aði árið 2020 lenti hjá þeim fimmt­ungi sem hafði mestar tekj­­­ur.

Sami hópur fékk tæp­­­lega helm­ing, 47,1 pró­­­sent, af öllum beinum hús­næð­is­­­stuðn­­­ingi rík­­­is­ins á árinu 2020 þegar búið er að gera ráð fyrir vaxta­­­bóta­greiðslum líka, en auk sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar telj­­ast vaxta­bætur sem beinn hús­næð­is­­stuðn­­ing­­ur. Vaxta­­bóta­­kerfið skilar stuðn­­ingi frekar til tekju­lægri heim­ila og ungs fólks, enda vaxta­bætur tekju- og eigna­tengd­­ar.  Sú upp­­­hæð sem miðlað er í gegnum vaxta­­­bóta­­­kerfið dróst saman um 75 pró­­­sent frá 2013 til 2020. 

Um 85 pró­­­sent af skatta­af­slætt­in­um fór til þeirra 30 pró­­­sent heim­ila sem voru með mestar tekjur og um 57 pró­­­sent alls beins hús­næð­is­­­stuðn­­­ings lenti þar.

Miðað við skipt­ingu á skattafslætt­inum á árinu 2020, sam­­­kvæmt sam­an­­­tekt ASÍ, má ætla að um 8,3 millj­­­arðar króna af skatta­af­slætt­inum sem miðlað hefur verið frá 2014 og fram í jan­úar 2022 hafi farið til rík­­­­­ustu tíu pró­­­senta þjóð­­­ar­inn­­­ar.

Bætt í kerfið

Stutt er síðan að bætt var í kerf­ið. Í frum­varpi sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram á síð­asta þingi um líf­eyr­is­greiðslur var gert ráð fyrir að nýr hóp­­ur, sá sem hefur ekki átt fast­­eign í fimm ár, megi nota sér­­­eign­­ar­­sparnað skatt­frjálst til að kaupa sér hús­næði. Þá fel­­ast í frum­varp­inu auknar heim­ildir til að ráð­stafa líf­eyr­is­­sparn­aði til að kaupa fyrstu fast­­eign. Þær fel­­ast í því að fólk má nota svo­­kall­aða til­­­greinda sér­­­eign í þessum til­­­gangi, ef nýt­ing sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar nær ekki hámarks­­heim­ild­inni.

Í grein­­ar­­gerð sem fylgdi með frum­varp­inu kom fram að heim­ild­­irnar sem frum­varpið mun heim­ila muni „gagn­­ast fyrst og fremst milli­­­tekju­hópum en hafa að öllum lík­­indum lítil áhrif á heild­­ar­um­­fang úrræð­is­ins um skatt­frjálsa nýt­ingu líf­eyr­is­­sparn­aðar til fyrstu kaupa á íbúð eða íbúða­­mark­að­inn.“ 

Engin grein­ing var þó gerð á mög­u­­legum áhrifum á íbúða­­mark­að­inn við vinnslu frum­varps­ins. Í grein­­ar­­gerð­inni sagði að skatt­frjáls úttekt líf­eyr­is­­sparn­aðar gæti auk­ist um 0,5–1 millj­­arð króna á ári sem jafn­­­gildir 20 pró­­sent af árlegri nýt­ingu úrræð­is­ins til fyrstu kaupa. Skatt­frjáls ráð­­stöfun líf­eyr­is­­sparn­aðar inn á íbúða­lán gæti einnig auk­ist um 0,5–1 millj­­arða króna árlega. „Alls gæti skatt­frjáls nýt­ing líf­eyr­is­­sparn­aðar til íbúð­­ar­­kaupa því auk­ist um 1–2 millj­­arða króna á ári.“

Frum­varpið var sam­þykkt fyrir þing­lok og er orðið að lög­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent