Sjálfakandi rafdrifnir bílar, sem Google hefur verið að þróa undanfarin ár, aka nú um götur í Kaliforníu, í almennri umferð. Frá þessu greindi Quartz í gær og staðfesti Google í fréttatilkynningu, að tveir bílar fyrirtækisins væru nú akandi um í umferð í Kaliforníu.
Í mars síðastliðnum tilkynnti Google um að líklega yrði prufuakstur hafinn á seinnihluta þessa árs, og er þessi akstur því á undan áætlunum.
Bílarnir eiga að vera almennir heimilisbílar til að byrja með, og einnig bílar sem ætlaðir eru fyrir fyrirtæki. Einblínt er á þróun með borgarsamfélög í huga, en hugbúnaðurinn sem bílarnir byggja á er alfarið þróaður af Google.
Miklar vonir eru bundnar við þessar lausnir Google, sem vafalítið geta ýtt undir miklar breytingar á bílaiðnaði.
https://www.youtube.com/watch?v=uCezICQNgJU