Sjálfstæðisflokkurinn rýkur upp í fylgi – Mælist með tæplega 29 prósent

Samfylkingin hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu, Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkurinn fær sína bestu mælingu og Miðflokkurinn er við það að detta út af þingi. Ný könnun var birt í dag.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 5,6 prósentustigum á milli mánaða í könnun MMR og er nú með 28,7 prósent fylgi. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun fyrirtækisins á kjörtímabilinu. Raunar hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki mælst með meira fylgi frá því sumarið 2017. Annar ríkisstjórnarflokkur, Vinstri græn, mælast einnig með umtalsvert hærra fylgi en fyrir mánuði eða 12,9 prósent. Framsóknarflokkurinn dalar hins vegar um prósentustig milli mánaða og mælist með 10,5 prósent. 

Yrði þetta niðurstaða kosninga myndi ríkisstjórnin halda velli algjörlega óháð því hvernig önnur atkvæði myndu falla og hversu stór hluti þeirra myndi falla niður dauð. Hún mælist með 52,1 prósent sameiginlegt fylgi sem er ekki langt frá þeim stuðningi sem mælist við ríkisstjórnina, en hann er nú 56,2 prósent.

Auglýsing
Sá flokkur sem tapar mestu á milli mánaða er Samfylkingin sem er nú orðin minni en Vinstri græn samkvæmt könnun MMR og ekki lengur næst stærsti flokkur landsins. Hún tapar 4,1 prósentustigi frá því í mars og mælist nú með 11,3 prósent. Það er undir kjörfylgi Samfylkingarinnar í kosningunum 2017 og minnsta fylgi sem hún hefur mælst með á kjörtímabilinu. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar dala líka. 

Píratar tapa 3,6 prósentustigum milli mánaða og mælast með 9,6 prósent fylgi og Viðreisn mælist með 8,8 prósent. Samanlagt fylgi þessara þriggja flokka, sem hefur oft mælst um 38 prósent á kjörtímabilinu, er nú einungis 29,7 prósent. Það mjög svipað og þeir fengu upp úr kjörkössunum 2017 þegar 28 prósent landsmanna kusu þá. 

Sósíalistaflokkur Íslands fær nú sína bestu mælingu frá upphafi í könnunum MMR og mælist með sex prósent fylgi. Flokkurinn er með meira fylgi en Miðflokkurinn sem mælist með minnsta fylgi sitt á kjörtímabilinu með 5,6 prósent. Sá flokkur er því við það að detta út af þingi miðað við þessa niðurstöðu. 

Af þeim flokkum sem eru með fulltrúa inni á þingi nú er Flokkur fólksins sá eini sem næði líkast til ekki inn kjördæmakjörnum manni, en 4,8 prósent aðspurðra segjast styðja þann flokk. 

Könnunin var framkvæmd 21. - 28. apríl 2021 og var heildarfjöldi svarenda 946 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent