Sjávarútvegsráðherra viðurkennir mistök í Fiskistofumálinu

14597898315_8e1f3bdb2a_o-1.jpg
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra við­ur­kennir að hafa gert mis­tök við áætl­aðan flutn­ing sinn á Fiski­stofu til Akur­eyr­ar. Sig­urður Ingi sagð­ist í kvöld­fréttum RÚV í kvöld vera sam­mála áliti umboðs­manns Alþingis og eng­inn sé yfir það haf­inn að læra af verkum sín­um.

Umboðs­maður Alþingis gagn­rýndi fram­göngu ráð­herr­ans vegna máls­ins í áliti sínu sem gert var opin­bert í gær. Sagði umboðs­maður að áform hans hafi ekki verið í sam­ræmi við vand­aða stjórn­sýslu­hætti. Umboðs­maður tekur ekki afstöðu til lög­mætis ákvörð­unar ráð­herra, og hvaða rétt­ar­á­hrif yfir­lýs­ingar og bréf hans um flutn­ing Fiski­stofu kann að hafa á hags­muni starfs­manna stofn­un­ar­inn­ar. Það sé dóm­stóla að meta.

„Ja, ég tek undir með umboðs­manni um að betur hefði mátt standa að ýmsum þátt­um, enda hef ég sagt það áður. Ég taldi að ég væri að gera hlut­ina eins og best væri, en umboðs­maður hefur nú sent ráðu­neyt­inu álit, eins og þú nefn­ir, hvernig gera má betur og ég er sam­mála honum um það. Það er eng­inn yfir það haf­inn að læra af því sem hann hefur gert og reyna að gera bet­ur,“ segir Sig­urður Ingi.

Auglýsing

Í sam­tali við RÚV sagði Sig­urður Ingi að á næstu dögum verði farið vel yfir álit umboðs­manns með starfs­mönnum ráðu­neyt­is­ins. Reynt verði að koma til móts við til­mæli umboðs­manns.

Umboðs­maður gagn­rýn­inn á ráð­herraÍ áliti umboðs­manns frá því í gær seg­ir: „Með til­liti til þess eft­ir­lits sem umboðs­manni Alþingis er sam­kvæmt lögum ætlað að hafa með stjórn­sýsl­unni tel ég hins vegar til­efni til að lýsa þeirri afstöðu minni að yfir­lýs­ingar og bréf ráð­herra sem beint var til starfs­manna Fiski­stofu og þar með hvernig staðið var að upp­lýs­inga­gjöf um þetta mál gagn­vart þeim af hálfu ráð­herra, þ.á.m. um hvaða ákvörðun hafi verið tekin í raun um flutn­ing­inn, hafi ekki verið í sam­ræmi við vand­aða stjórn­sýslu­hætt­i.“

Þá gagn­rýnir umboðs­maður sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra fyrir vinnu­brögð hans í mál­inu. „Þá er það álit mitt að það hafi ekki sam­rýmst þeim skyldum ráð­herra sem leiða af (lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands, að láta hjá líða að fá um það ráð­gjöf innan ráðu­neyt­is­ins eða með öðrum hætti hvort gild­andi laga­heim­ildir stæðu til þess að ráð­herra gæti tekið ákvörðun um flutn­ing höf­uð­stöðva Fiski­stofu frá Hafn­ar­firði til Akur­eyrar áður en hann kynnti starfs­mönnum Fiski­stofu mál­ið.“

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None