Sjötíu ár liðin frá uppgjöf Þjóðverja og morðinu á Guðmundi Kamban

7368519334_0d1a1e342c_b-1.jpg
Auglýsing

Að kvöldi 4. maí 1945 var til­kynnt á danskri rás breska rík­is­út­varps­ins, BBC, að Þjóð­verjar hefðu lýst yfir upp­gjöf í norð­vest­ur­hluta Þýska­lands, Hollandi og Dan­mörku. Þegar þessar fréttir bár­ust til Dan­merkur þustu lands­menn út á götur og torg borga og bæja til að fagna tíð­ind­un­um. Opin­ber­lega var til­kynnt um upp­gjöf­ina dag­inn eftir og því nefna Danir 5. maí Frið­ar­dag­inn. Þá hafði her­námið staðið í fimm ár og tæpum mán­uði bet­ur.

Þjóð­verjar réð­ust inn í Dan­mörku snemma morg­uns 9.apríl 1940. Fyr­ir­staðan var nán­ast engin og Danir gáfust upp fyrir þýska her­lið­inu svotil sam­stund­is. Danska stjórnin sætti nokk­urri gagn­rýni fyrir að gef­ast upp bar­áttu­laust og ekki síður fyrir að sýna her­námslið­inu sam­starfsvilja, bæði í orði og verki öll her­náms­ár­in. Þeir voru þó fleiri sem studdu það sjón­ar­mið stjórn­mála­manna, og kon­ungs­ins Krist­jáns X, að ekki hefði verið ann­arra kosta völ á þeim tíma.

Margir sem um þessi mál hafa fjallað í fjöl­miðlum að und­an­förnu, vegna tíma­mót­anna, eru á þeirri skoðun að her­námið hefði haft í för með sér meiri erf­ið­leika fyrir dönsku þjóð­ina ef stjórnin hefði ekki valið leið „sam­vinnu með sem­ingi“ eins og margir hér orða það. Ólíkt mörgum öðrum þjóð­höfð­ingjum flúði kon­ung­ur­inn og fjöl­skylda hans ekki land og Krist­ján X reið dag­lega á hesti sínum um Kaup­manna­höfn. Með því móti vildi hann sýna löndum sínum að öllu væri óhætt, þrátt fyrir ástand­ið.

Auglýsing

Danir kunnu líka vel að meta þegar Adolf Hitler sendi kon­ung­inum langt bréf með heilla­óskum í til­efni af 72 ára afmæli hans (26. sept. 1942) og þakk­aði Krist­ján X kurt­eis­lega, en mjög þurr­lega. Hitler tryllt­ist af bræði yfir þessu stutt­ara­lega svari kon­ungs­ins og rak danska sendi­herr­ann í Berlín úr landi í kjöl­farið og kall­aði þýska sendi­herr­ann í Kaup­manna­höfn heim. Mán­uði síðar krafð­ist þýska her­náms­stjórnin afsagnar danska for­sæt­is­ráð­herr­ans Vil­helms Buhl og við tók Erik Scavenius sem Þjóð­verjar töldu sér hlið­holl­ari. Scavenius þessi fékk fremur óblíð eft­ir­mæli á eft­ir­stríðs­ár­unum en í dag er tónn­inn í hans garð ann­ar. Margir sagn­fræð­ingar nútím­ans telja hann hafa haldið eins vel á spil­un­um, fyrir hönd lands og þjóð­ar, og unnt var miðað við aðstæð­ur.

Aukin and­spyrna Dana og Werner Best



Haustið 1942 var skipt um yfir­mann þýska her­námsliðs­ins, Werner Best kom í stað Cecil von Rent­he-F­ink. Stjórn Hitlers taldi Werner Best betur til þess fall­inn að takast á við vax­andi and­spyrnu heima­manna í Dan­mörku. Werner Best lék tveim skjöld­um. Í orði kveðnu sýndi hann hörku, eins og skip­anir frá Berlín mæltu fyrir um en hins­vegar lagði hann mikla áherslu á sam­vinnu við dönsk stjórn­völd eftir því sem kostur var.

Þjóð­verjar fengu í stórum stíl land­bún­að­ar­af­urðir frá Dan­mörku og einnig ýmsar aðrar vör­ur. Werner Best var vel ljóst að harka og harð­stjórn væri ekki rétta aðferðin til að stjórna Dan­mörku, kannski allra síst bænd­um. Það hefur aldrei verið sannað með beinum hætti en er þó altalað hér í Dan­mörku að Werner Best hafi með ein­hverjum hætti gert dönskum stjórn­völdum við­vart um að hand­tökur gyð­inga í Dan­mörku myndu hefj­ast á til­teknum degi, nánar til­tekið 1. októ­ber 1943. Þetta varð til þess að lang­flestum gyð­ingum sem þá voru í land­inu (tæp­lega átta þús­und) tókst að kom­ast yfir til Sví­þjóðar og sleppa þannig við þau örlög sem urðu hlut­skipti millj­óna gyð­inga í öðrum lönd­um.

Lok her­náms­ins og morðið á Guð­mundi Kamban



Eins og áður sagði lauk her­nám­inu í Dan­mörku form­lega að morgni 5. maí 1945. Í land­inu var mikil ringul­reið í bland við gleð­ina yfir að þjóðin skyldi vera laus undan oki Þjóð­verja. Lög­leys­is­á­stand sögðu fjöl­miðlar síð­ar.

Uppsalagata 20 í Kaupmannahöfn, þar sem Kamban var myrtur 5. maí 1945. Mynd: Borgþór Arngrímsson Upp­sa­la­gata 20 í Kaup­manna­höfn, þar sem Kamban var myrtur 5. maí 1945. Mynd: Borg­þór Arn­gríms­son

Danskir and­spyrnu­menn (köll­uðu sig gjarna frels­isliða) voru snemma á fótum og um hádeg­is­bil komu þrír þeirra á Hot­el-Pension Bar­toli við Upp­sala­götu 20 í Kaup­manna­höfn. Þar bjó rit­höf­und­ur­inn Guð­mundur Kamban ásamt Agn­ete eig­in­konu sinni og Sibil dóttur þeirra hjóna, þau sátu að snæð­ingi. Frels­islið­arnir skip­uðu Guð­mundi að fylgja sér, hann spurði frá hverjum sú skipun kæmi og bað um að fá að sjá hand­töku­skip­un. Þessum orða­skiptum lauk með því að einn þre­menn­ing­anna hleypti af skoti og féll rit­höf­und­ur­inn í gólfið örend­ur.

Morðið vakti reiði á Íslandi



Fréttin um morðið á Kamban frétt­ist nær sam­stundis til Íslands og olli mik­illi reiði. Íslensk stjórn­völd kröfð­ust rann­sóknar og skýr­inga en svör danskra stjórn­valda voru rýr. Í orð­send­ingu danska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins er morðið harmað en ekki vikið einu orði að því að þarna var í raun um að ræða aftöku, án dóms og laga.

Danskir fjöl­miðlar fjöll­uðu mikið um morð­ið, sum þeirra bendl­uðu Kamban við þýsku nas­istana og danska nas­ista­flokknum og eitt þeirra greindi frá því að hann hefði veitt mót­spyrnu þegar átti að hand­taka hann. Þótt þessar sögu­sagnir hefðu í öllum meg­in­at­riðum reynst rangar urðu þær þó lang­líf­ar.

Skjöldur við inngang hússins við Uppsalagötu 20. Mynd: Borgþór Arngrímsson Skjöldur við inn­gang húss­ins við Upp­sala­götu 20. Mynd: Borg­þór Arn­gríms­son

Guð­mundur Kamban var þekktur í Dan­mörku og víðar í Evr­ópu. Hann hafði verið fast­ráð­inn leik­stjóri við Fol­ket­eatret og leik­stjóri við Kon­ung­lega leik­húsið í Kaup­manna­höfn. Hann var þó fyrst og fremst þekktur sem rit­höf­undur og leik­skáld. Hann var alla tíð umdeild­ur, það gilti jafnt um skáld­skap hans og störf. Stór í brot­inu var sagt og lét ekki hlut sinn fyrir nein­um.

Enn margt á huldu



Tals­vert hefur verið ritað um morðið á Kam­ban, ástæður þess og, að því er virð­ist, afar tak­mark­aðar skýr­ingar og upp­lýs­ingar danskra stjórn­valda. Þeir Ásgeir Guð­munds­son sagn­fræð­ingur og Sveinn Ein­ars­son leik­li­st­ar­fræð­ingur hafa báðir fjallað ítar­lega um þessi mál. Þau skrif sem eru bæði ítar­leg og fróð­leg, og byggja á ítar­legri heim­ilda­vinnu, verða ekki rakin hér. Af þeim má ráða að mörgum spurn­ingum sé enn ósvarað varð­andi þetta mál.

Ljóst er að nafn Guð­mundar Kam­bans var ekki á lista danskra stjórn­valda yfir það fólk (21 þús­und manns) sem talið var að hefði unnið með þýsku her­náms­stjórn­inni og hand­taka átti í stríðs­lok. Þótt skoð­anir hans hafi kannski á tíma­bili fallið að ríkj­andi við­horfum Þjóð­verja á sumum sviðum átti það við um marga aðra og ekki sak­næmt, hvað þá dauða­sök.

Folketeatret í Kaupmannahöfn. Kamban var fastráðinn leikstjóri þar á árunum 1922-1924. Mynd: Borgþór Arngrímsson. Fol­ket­eatret í Kaup­manna­höfn. Kamban var fast­ráð­inn leik­stjóri þar á árunum 1922-1924. Mynd: Borg­þór Arn­gríms­son.

Vitað er að danskir and­spyrnu­menn fylgd­ust grannt með því hverjir legðu leið sína í Dag­mars­hús í Kaup­manna­höfn, höf­uð­stöðvar þýsku her­náms­stjórn­ar­inn­ar. Guð­mundur Kamban var einn þeirra sem átti erindi í Dag­mars­hús­ið. Erindi hans var að sækja laun sem hann fékk (föst upp­hæð mán­að­ar­lega um skeið) fyrir að safna saman upp­lýs­ingum og skrifa um æti­þör­ung­inn söl. Kamban hafði tek­ist að vekja áhuga þýskra á holl­ustu sölva­nna. Þessu verki lauk Kamban ekki en í fórum Lands­bóka­safns er til upp­kast að því ásamt ýmsum upp­lýs­ing­um. Þessi gögn fékk safnið frá Gísla Jóns­syni bróður Kam­bans. Þetta verk um sölin var eftir stríð flokkað sem launa­vinna, lön­ar­bejde, og ekki sak­næmt.

Hver var morð­ing­inn?



Í bók Sveins Ein­ars­sonar „Kam­ban, líf hans og starf“ (2013) kemur fram að form­leg lög­reglu­rann­sókn á morði Guð­mundar Kam­bans fór aldrei fram og þær vitna­leiðslur sem fram fóru alls ófull­nægj­andi. Vitn­is­burður lög­manna Kam­bans var aldrei tek­inn til gilds mats.

Nöfn dráps­manna Kam­bans hafa aldrei verið dregin fram í dags­ljósið og þeir hafa aldrei þurft að standa reikn­ings­skap gjörða sinna. Kam­bans­mál­inu er því í raun ekki lok­ið, sjö ára­tugum eftir dauða hans.

Dönskum stjórn­völdum er full­kunn­ugt um hver það var sem hleypti af skot­inu sem batt enda á líf Guð­mundar Kam­bans um hádeg­is­bil 5. maí 1945. Sá mun hafa verið iðn­meist­ari, sem lifði í ára­tugi eftir að stríð­inu lauk. Einn Íslend­ingur veit með vissu nafn þessa manns. Honum leyf­ist ekki að skýra frá nafni hans, né sam­verka­manna hans, að við­lagðri fang­els­is­vist.                                                                                                          

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None