Sjötíu ár liðin frá uppgjöf Þjóðverja og morðinu á Guðmundi Kamban

7368519334_0d1a1e342c_b-1.jpg
Auglýsing

Að kvöldi 4. maí 1945 var til­kynnt á danskri rás breska rík­is­út­varps­ins, BBC, að Þjóð­verjar hefðu lýst yfir upp­gjöf í norð­vest­ur­hluta Þýska­lands, Hollandi og Dan­mörku. Þegar þessar fréttir bár­ust til Dan­merkur þustu lands­menn út á götur og torg borga og bæja til að fagna tíð­ind­un­um. Opin­ber­lega var til­kynnt um upp­gjöf­ina dag­inn eftir og því nefna Danir 5. maí Frið­ar­dag­inn. Þá hafði her­námið staðið í fimm ár og tæpum mán­uði bet­ur.

Þjóð­verjar réð­ust inn í Dan­mörku snemma morg­uns 9.apríl 1940. Fyr­ir­staðan var nán­ast engin og Danir gáfust upp fyrir þýska her­lið­inu svotil sam­stund­is. Danska stjórnin sætti nokk­urri gagn­rýni fyrir að gef­ast upp bar­áttu­laust og ekki síður fyrir að sýna her­námslið­inu sam­starfsvilja, bæði í orði og verki öll her­náms­ár­in. Þeir voru þó fleiri sem studdu það sjón­ar­mið stjórn­mála­manna, og kon­ungs­ins Krist­jáns X, að ekki hefði verið ann­arra kosta völ á þeim tíma.

Margir sem um þessi mál hafa fjallað í fjöl­miðlum að und­an­förnu, vegna tíma­mót­anna, eru á þeirri skoðun að her­námið hefði haft í för með sér meiri erf­ið­leika fyrir dönsku þjóð­ina ef stjórnin hefði ekki valið leið „sam­vinnu með sem­ingi“ eins og margir hér orða það. Ólíkt mörgum öðrum þjóð­höfð­ingjum flúði kon­ung­ur­inn og fjöl­skylda hans ekki land og Krist­ján X reið dag­lega á hesti sínum um Kaup­manna­höfn. Með því móti vildi hann sýna löndum sínum að öllu væri óhætt, þrátt fyrir ástand­ið.

Auglýsing

Danir kunnu líka vel að meta þegar Adolf Hitler sendi kon­ung­inum langt bréf með heilla­óskum í til­efni af 72 ára afmæli hans (26. sept. 1942) og þakk­aði Krist­ján X kurt­eis­lega, en mjög þurr­lega. Hitler tryllt­ist af bræði yfir þessu stutt­ara­lega svari kon­ungs­ins og rak danska sendi­herr­ann í Berlín úr landi í kjöl­farið og kall­aði þýska sendi­herr­ann í Kaup­manna­höfn heim. Mán­uði síðar krafð­ist þýska her­náms­stjórnin afsagnar danska for­sæt­is­ráð­herr­ans Vil­helms Buhl og við tók Erik Scavenius sem Þjóð­verjar töldu sér hlið­holl­ari. Scavenius þessi fékk fremur óblíð eft­ir­mæli á eft­ir­stríðs­ár­unum en í dag er tónn­inn í hans garð ann­ar. Margir sagn­fræð­ingar nútím­ans telja hann hafa haldið eins vel á spil­un­um, fyrir hönd lands og þjóð­ar, og unnt var miðað við aðstæð­ur.

Aukin and­spyrna Dana og Werner BestHaustið 1942 var skipt um yfir­mann þýska her­námsliðs­ins, Werner Best kom í stað Cecil von Rent­he-F­ink. Stjórn Hitlers taldi Werner Best betur til þess fall­inn að takast á við vax­andi and­spyrnu heima­manna í Dan­mörku. Werner Best lék tveim skjöld­um. Í orði kveðnu sýndi hann hörku, eins og skip­anir frá Berlín mæltu fyrir um en hins­vegar lagði hann mikla áherslu á sam­vinnu við dönsk stjórn­völd eftir því sem kostur var.

Þjóð­verjar fengu í stórum stíl land­bún­að­ar­af­urðir frá Dan­mörku og einnig ýmsar aðrar vör­ur. Werner Best var vel ljóst að harka og harð­stjórn væri ekki rétta aðferðin til að stjórna Dan­mörku, kannski allra síst bænd­um. Það hefur aldrei verið sannað með beinum hætti en er þó altalað hér í Dan­mörku að Werner Best hafi með ein­hverjum hætti gert dönskum stjórn­völdum við­vart um að hand­tökur gyð­inga í Dan­mörku myndu hefj­ast á til­teknum degi, nánar til­tekið 1. októ­ber 1943. Þetta varð til þess að lang­flestum gyð­ingum sem þá voru í land­inu (tæp­lega átta þús­und) tókst að kom­ast yfir til Sví­þjóðar og sleppa þannig við þau örlög sem urðu hlut­skipti millj­óna gyð­inga í öðrum lönd­um.

Lok her­náms­ins og morðið á Guð­mundi KambanEins og áður sagði lauk her­nám­inu í Dan­mörku form­lega að morgni 5. maí 1945. Í land­inu var mikil ringul­reið í bland við gleð­ina yfir að þjóðin skyldi vera laus undan oki Þjóð­verja. Lög­leys­is­á­stand sögðu fjöl­miðlar síð­ar.

Uppsalagata 20 í Kaupmannahöfn, þar sem Kamban var myrtur 5. maí 1945. Mynd: Borgþór Arngrímsson Upp­sa­la­gata 20 í Kaup­manna­höfn, þar sem Kamban var myrtur 5. maí 1945. Mynd: Borg­þór Arn­gríms­son

Danskir and­spyrnu­menn (köll­uðu sig gjarna frels­isliða) voru snemma á fótum og um hádeg­is­bil komu þrír þeirra á Hot­el-Pension Bar­toli við Upp­sala­götu 20 í Kaup­manna­höfn. Þar bjó rit­höf­und­ur­inn Guð­mundur Kamban ásamt Agn­ete eig­in­konu sinni og Sibil dóttur þeirra hjóna, þau sátu að snæð­ingi. Frels­islið­arnir skip­uðu Guð­mundi að fylgja sér, hann spurði frá hverjum sú skipun kæmi og bað um að fá að sjá hand­töku­skip­un. Þessum orða­skiptum lauk með því að einn þre­menn­ing­anna hleypti af skoti og féll rit­höf­und­ur­inn í gólfið örend­ur.

Morðið vakti reiði á ÍslandiFréttin um morðið á Kamban frétt­ist nær sam­stundis til Íslands og olli mik­illi reiði. Íslensk stjórn­völd kröfð­ust rann­sóknar og skýr­inga en svör danskra stjórn­valda voru rýr. Í orð­send­ingu danska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins er morðið harmað en ekki vikið einu orði að því að þarna var í raun um að ræða aftöku, án dóms og laga.

Danskir fjöl­miðlar fjöll­uðu mikið um morð­ið, sum þeirra bendl­uðu Kamban við þýsku nas­istana og danska nas­ista­flokknum og eitt þeirra greindi frá því að hann hefði veitt mót­spyrnu þegar átti að hand­taka hann. Þótt þessar sögu­sagnir hefðu í öllum meg­in­at­riðum reynst rangar urðu þær þó lang­líf­ar.

Skjöldur við inngang hússins við Uppsalagötu 20. Mynd: Borgþór Arngrímsson Skjöldur við inn­gang húss­ins við Upp­sala­götu 20. Mynd: Borg­þór Arn­gríms­son

Guð­mundur Kamban var þekktur í Dan­mörku og víðar í Evr­ópu. Hann hafði verið fast­ráð­inn leik­stjóri við Fol­ket­eatret og leik­stjóri við Kon­ung­lega leik­húsið í Kaup­manna­höfn. Hann var þó fyrst og fremst þekktur sem rit­höf­undur og leik­skáld. Hann var alla tíð umdeild­ur, það gilti jafnt um skáld­skap hans og störf. Stór í brot­inu var sagt og lét ekki hlut sinn fyrir nein­um.

Enn margt á hulduTals­vert hefur verið ritað um morðið á Kam­ban, ástæður þess og, að því er virð­ist, afar tak­mark­aðar skýr­ingar og upp­lýs­ingar danskra stjórn­valda. Þeir Ásgeir Guð­munds­son sagn­fræð­ingur og Sveinn Ein­ars­son leik­li­st­ar­fræð­ingur hafa báðir fjallað ítar­lega um þessi mál. Þau skrif sem eru bæði ítar­leg og fróð­leg, og byggja á ítar­legri heim­ilda­vinnu, verða ekki rakin hér. Af þeim má ráða að mörgum spurn­ingum sé enn ósvarað varð­andi þetta mál.

Ljóst er að nafn Guð­mundar Kam­bans var ekki á lista danskra stjórn­valda yfir það fólk (21 þús­und manns) sem talið var að hefði unnið með þýsku her­náms­stjórn­inni og hand­taka átti í stríðs­lok. Þótt skoð­anir hans hafi kannski á tíma­bili fallið að ríkj­andi við­horfum Þjóð­verja á sumum sviðum átti það við um marga aðra og ekki sak­næmt, hvað þá dauða­sök.

Folketeatret í Kaupmannahöfn. Kamban var fastráðinn leikstjóri þar á árunum 1922-1924. Mynd: Borgþór Arngrímsson. Fol­ket­eatret í Kaup­manna­höfn. Kamban var fast­ráð­inn leik­stjóri þar á árunum 1922-1924. Mynd: Borg­þór Arn­gríms­son.

Vitað er að danskir and­spyrnu­menn fylgd­ust grannt með því hverjir legðu leið sína í Dag­mars­hús í Kaup­manna­höfn, höf­uð­stöðvar þýsku her­náms­stjórn­ar­inn­ar. Guð­mundur Kamban var einn þeirra sem átti erindi í Dag­mars­hús­ið. Erindi hans var að sækja laun sem hann fékk (föst upp­hæð mán­að­ar­lega um skeið) fyrir að safna saman upp­lýs­ingum og skrifa um æti­þör­ung­inn söl. Kamban hafði tek­ist að vekja áhuga þýskra á holl­ustu sölva­nna. Þessu verki lauk Kamban ekki en í fórum Lands­bóka­safns er til upp­kast að því ásamt ýmsum upp­lýs­ing­um. Þessi gögn fékk safnið frá Gísla Jóns­syni bróður Kam­bans. Þetta verk um sölin var eftir stríð flokkað sem launa­vinna, lön­ar­bejde, og ekki sak­næmt.

Hver var morð­ing­inn?Í bók Sveins Ein­ars­sonar „Kam­ban, líf hans og starf“ (2013) kemur fram að form­leg lög­reglu­rann­sókn á morði Guð­mundar Kam­bans fór aldrei fram og þær vitna­leiðslur sem fram fóru alls ófull­nægj­andi. Vitn­is­burður lög­manna Kam­bans var aldrei tek­inn til gilds mats.

Nöfn dráps­manna Kam­bans hafa aldrei verið dregin fram í dags­ljósið og þeir hafa aldrei þurft að standa reikn­ings­skap gjörða sinna. Kam­bans­mál­inu er því í raun ekki lok­ið, sjö ára­tugum eftir dauða hans.

Dönskum stjórn­völdum er full­kunn­ugt um hver það var sem hleypti af skot­inu sem batt enda á líf Guð­mundar Kam­bans um hádeg­is­bil 5. maí 1945. Sá mun hafa verið iðn­meist­ari, sem lifði í ára­tugi eftir að stríð­inu lauk. Einn Íslend­ingur veit með vissu nafn þessa manns. Honum leyf­ist ekki að skýra frá nafni hans, né sam­verka­manna hans, að við­lagðri fang­els­is­vist.                                                                                                          

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None