Skattrannóknarstjóri ræður því hvort gögnin verði keypt

bjarniben.jpg
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hafi sjálf­stæða skyldu til að leggja mat á virði eða mik­il­vægi gagn­anna um eignir Íslend­inga í skatta­skjólum fyrir þau verk­efni sem emb­ættið sinn­ir. „Gengið er út frá því að sama gildi hér og um aðra rík­is­að­ila að ekki verði gerðir samn­ingar við aðra en þá sem til þess eru bær­ir, enda hefur ekki annað komið fram en að gögnin séu föl frá slíkum aðila,“ segir í til­kynn­ingu á vef ráðu­neyt­is­ins.

Í henni segir enn fremur að ráðu­neytið hafi und­an­farið skoðað hvort þörf sé á að treysta og skýra betur vald­heim­ildir skatt­yf­ir­valda og ann­arra stjórn­valda til að sporna gegn skatt­und­anskoti og skattsvik­um. „Til­efnið er m.a. að skatt­rann­sókn­ar­stjóra voru boðnar upp­lýs­ingar til kaups fyrr á árinu um aflands­fé­lög skráð í eigu Íslend­inga í þekktum skatta­skjól­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni.

„Meti skatt­rann­sókn­ar­stjóri það svo að gögnin geti nýst emb­ætt­inu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögu­legt sé að skil­yrða greiðslu til selj­anda gagn­anna þannig að þær nemi að hámarki til­teknu hlut­falli af inn­heimtu þeirra skatt­krafna sem af gögn­unum leiðir er ráðu­neytið reiðu­búið að tryggja þær fjár­heim­ildir sem nauð­syn­legar eru til að ráð­ast í öflun umræddra gagna, með eðli­legum fyr­ir­vörum um sar­máð áður en til skuld­bind­inga er geng­ið,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Þá hefur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra tekið ákvörðun um að skipa starfs­hóp sem mun skoða hvort ástæða sé til að taka upp svokölluð „Am­nesty“ ákvæði í íslensk skatta­lög, svipað og gert hefur verið í nágranna­lönd­unum okk­ar. Hóp­ur­inn mun jafn­framt leggja mat á það hvort laga­heim­ildir skatt­yf­ir­valda til öfl­unar upp­lýs­inga í bar­átt­unni gegn skattsvikum séu full­nægj­andi. Hóp­ur­inn skilar nið­ur­stöðum til ráð­herra eigi síðar en 15.­febr­úar 2015. Í hópnum eru Ása Ögmunds­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur, Guð­rún Jenný Jóns­dóttir lög­fræð­ingur til­nefnd af Skatt­rann­sókn­ar­stjóra, Lísa K. Yoder lög­fræð­ingur til­nefnd af Skatt­rann­sókn­ar­stjóra, og Guðni Ólafs­son við­skipta­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Norðurlöndin dæla peningum til að berjast gegn kórónukreppunni
Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa tilkynnt miklar útgjaldaaukningar til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á síðustu vikum.
Kjarninn 21. september 2020
Greindum smitum af kórónuveirunni hefur fjölgað umtalsvert síðustu daga.
Tæplega 200 smit á sex dögum
Í gær greindust þrjátíu ný tilfelli af COVID-19 hér á landi og hafa því 196 smit verið greind á sex dögum. Um helgina voru vínveitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til að reyna að hægja á útbreiðslu faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator
Novator selur hlut sinn í Play
Fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur ákveðið að selja fjarskiptafyrirtækið Play, sem félagið stofnaði árið 2005.
Kjarninn 21. september 2020
Fjölgun smita í Bretlandi er uggvænleg og stjórnvöld vilja bregðast við án þess að grípa til sömu hörðu aðgerðanna og gert var síðasta vetur.
„Við erum komin á hættuslóðir“
Fólk verður að fylgja reglunum, segja forsætis- og heilbrigðisráðherra Bretlands. Fólk verður skikkað í einangrun og sóttkví með lögum og brjóti það þau verður háum fjársektum beitt. Varnaðarorðin líkjast flóðbylgjuviðvörun í annarri bylgju faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið
Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.
Kjarninn 21. september 2020
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None