Skattrannóknarstjóri ræður því hvort gögnin verði keypt

bjarniben.jpg
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hafi sjálf­stæða skyldu til að leggja mat á virði eða mik­il­vægi gagn­anna um eignir Íslend­inga í skatta­skjólum fyrir þau verk­efni sem emb­ættið sinn­ir. „Gengið er út frá því að sama gildi hér og um aðra rík­is­að­ila að ekki verði gerðir samn­ingar við aðra en þá sem til þess eru bær­ir, enda hefur ekki annað komið fram en að gögnin séu föl frá slíkum aðila,“ segir í til­kynn­ingu á vef ráðu­neyt­is­ins.

Í henni segir enn fremur að ráðu­neytið hafi und­an­farið skoðað hvort þörf sé á að treysta og skýra betur vald­heim­ildir skatt­yf­ir­valda og ann­arra stjórn­valda til að sporna gegn skatt­und­anskoti og skattsvik­um. „Til­efnið er m.a. að skatt­rann­sókn­ar­stjóra voru boðnar upp­lýs­ingar til kaups fyrr á árinu um aflands­fé­lög skráð í eigu Íslend­inga í þekktum skatta­skjól­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni.

„Meti skatt­rann­sókn­ar­stjóri það svo að gögnin geti nýst emb­ætt­inu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögu­legt sé að skil­yrða greiðslu til selj­anda gagn­anna þannig að þær nemi að hámarki til­teknu hlut­falli af inn­heimtu þeirra skatt­krafna sem af gögn­unum leiðir er ráðu­neytið reiðu­búið að tryggja þær fjár­heim­ildir sem nauð­syn­legar eru til að ráð­ast í öflun umræddra gagna, með eðli­legum fyr­ir­vörum um sar­máð áður en til skuld­bind­inga er geng­ið,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Þá hefur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra tekið ákvörðun um að skipa starfs­hóp sem mun skoða hvort ástæða sé til að taka upp svokölluð „Am­nesty“ ákvæði í íslensk skatta­lög, svipað og gert hefur verið í nágranna­lönd­unum okk­ar. Hóp­ur­inn mun jafn­framt leggja mat á það hvort laga­heim­ildir skatt­yf­ir­valda til öfl­unar upp­lýs­inga í bar­átt­unni gegn skattsvikum séu full­nægj­andi. Hóp­ur­inn skilar nið­ur­stöðum til ráð­herra eigi síðar en 15.­febr­úar 2015. Í hópnum eru Ása Ögmunds­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur, Guð­rún Jenný Jóns­dóttir lög­fræð­ingur til­nefnd af Skatt­rann­sókn­ar­stjóra, Lísa K. Yoder lög­fræð­ingur til­nefnd af Skatt­rann­sókn­ar­stjóra, og Guðni Ólafs­son við­skipta­fræð­ing­ur.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None