Skatturinn fékk 50 milljónir til að bæta upp tap vegna gjaldfrjálsra ársreikninga

Ársreikningar hafa verið aðgengilegir almenningi án greiðslu frá byrjun síðasta árs. Áður seldi Skatturinn reikningana til miðlara eða þeirra sem vildu ljósrit af þeim. Fjárlaganefnd ákvað að bæta stofnuninni upp tap á sértekjum vegna þessa.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Auglýsing

Á milli umræðna um fjár­laga­frum­varp árs­ins 2022 á Alþingi ákvað meiri­hluta fjár­laga­nefndar að gera til­lögu um að hækka fram­lag til Skatts­ins um 50 millj­ónir króna til að bæta stofn­un­inni það tap sem hún varð fyrir þegar árs­reikn­inga­skrá var gerð gjald­frjáls.

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber að áætl­aður tekju­missir stofn­un­ar­innar vegna þessa sé um 54,5 millj­ónir króna á ári. Í meiri­hluta­á­liti fjár­laga­nefndar segir að þá eigi hins vegar eftir að taka til­lit til þess sparn­aðar sem mynd­ast vegna þess að ekki þarf lengur að ljós­rita árs­reikn­inga. „Tekjur Skatts­ins árið 2019 skipt­ust í 49 m.kr. vegna sölu árs­reikn­inga til miðl­ara og 5 m.kr. vegna ljós­rit­aðra árs­reikn­inga. Tekj­urnar voru því að mestu vegna sölu á árs­reikn­ingum til miðl­ara og mið­að­ist við verð fyrir hvern árs­reikn­ing. Ekki var um beina skönnun að ræða heldur fengu miðl­arar aðgengi að skránni og voru rukk­aðir fyrir hvern árs­reikn­ing sem þeir nálg­uð­ust. Tekj­urnar af þessu voru nýttar til að við­halda og sinna nauð­syn­legu eft­ir­liti með árs­reikn­inga­skránni sjálfri sem í raun er hluti af þjón­ust­unn­i.“

Auglýsing
Í febr­­úar 2020 voru kynnt drög að frum­varpi í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda sem í fólst meðal ann­­ars að árs­­­reikn­ingar og sam­­­stæð­u­­­reikn­ingar allra félaga sem skila árs­­­reikn­ingi sínum til árs­­­reikn­inga­­­skrár yrðu aðgeng­i­­­legir almenn­ingi og fjöl­miðlum að kostn­að­­­ar­­­lausu á opin­beru vef­­­svæði. Frum­varpið var svo sam­­þykkt 29. júní 2020. Mark­mið breyt­ing­anna var að auka traust á og tryggja gagn­­sæi í upp­­lýs­inga­­gjöf fyr­ir­tækja sem almennt má telja að séu þjóð­hags­­lega mik­il­væg og varða hags­muni almenn­ings. Einnig tengd­ist frum­varpið aðgerðum á sviði kenn­i­­tölu­flakks.

Frá byrjun árs 2021 hafa árs­­reikn­ingar félaga svo verið aðgeng­i­­legir án end­­ur­gjalds á heima­­síðu Skatts­ins. Hægt er að nálg­­­ast alla árs­­­reikn­inga í fyr­ir­tækja­­­skrá Skatts­ins ­með því að smella á körfu við hlið­ina á árs­­­reikn­ingi val­ins félags­. Sú breyt­ing hefur leitt til þess að Credit­info, stærsta einka­­fyr­ir­tækið á þeim mark­aði sem seldi upp­­lýs­ingar úr árs­­reikn­inga­­skrá, hætti að rukka fyrir skönnuð frum­­rit af árs­­reikn­ingum í febr­­úar 2021. 

Töldu gjald­frjálsan aðgang kippa fót­unum undan rekstr­inum

Frum­varp rík­­is­­stjórn­­­ar­innar frá því í fyrra var ekki það fyrsta sem lagt hefur verið fram í þeim til­­­gangi að veita gjald­frjálst aðgengi að árs­­reikn­ing­­um. Björn Leví Gunn­­ar­s­­son, þing­­maður Pírata, flutti frum­varp um afnám gjald­­­­töku fyrir aðgang að árs­­­­reikn­ingum í sept­­­­em­ber árið 2017 og svo aftur í des­em­ber sama ár. Það frum­varp fór í fyrstu umræðu í efna­hags- og við­­­­skipta­­­­nefnd sem kall­aði eftir umsögnum um mál­ið, en rataði svo aldrei það­­­­an. 

Credit­info mót­­mælti þá frum­varp­inu í umsögn og sagði að upp­­lýs­ingar úr árs­­reikn­ingum væru fyrst og fremst nýttar af atvinn­u­líf­inu. Því væri eðli­­­­legt að fólk og fyr­ir­tæki greiði fyrir þær í stað þess að „al­­­­mannafé verði nýtt til að standa straum af kostn­aði við rekstur skránna.“

Emb­ætti rík­­­­is­skatt­­­­stjóra, sem nú er hluti af Skatt­in­um, skrif­aði einnig umsögn um frum­varpið og sagði það kippa fótum undan rekstri þess. Enn fremur líkti emb­ættið afnámi gjald­tök­unnar við það að gera aðgang að söfnum lands­ins ókeyp­­­­is.

Rík­­­­­is­skatt­­­­­stjóri sagði í umsögn sinni að ef fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar næðu fram að ganga þá væri æski­­­­­legt að veitt yrði heim­ild til að setja reglu­­­­­gerð um afmörkun þeirra upp­­­­­lýs­inga sem veita ætti gjald­frjálst aðgengi að og fram­­­­­kvæmd hins raf­­­­­ræna aðgeng­­­­­is. „Hvort heldur átt er við ein­stakar upp­­­­­flett­ingar almenn­ings eða aðgang fyr­ir­tækja að gagna­grunnum eða afritun ein­stakra skráa vegna úrvinnslu upp­­­­­lýs­inga.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent