Einar Þorsteinsson hættir á RÚV

Einn aðalstjórnandi Kastljóss mun láta af störfum hjá RÚV í dag. „Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ skrifar hann til starfsmanna RÚV.

Einar Þorsteinsson Mynd: Skjáskot/RÚV
Auglýsing

Einar Þor­steins­son frétta­maður á RÚV og einn stjórn­enda Kast­ljóss hefur ákveðið að láta af störfum hjá RÚV en hann greindi frá ákvörðun sinni í skila­boðum til starfs­manna RÚV fyrr í dag.

„Ég hef ákveðið að þiggja starf sem mér bauðst fyrir skömmu. Þetta er erfið ákvörðun því frétta­stofan er mitt annað heim­ili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljót­lega. En ég hætti sem sagt í dag. Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskap­lega og ég vona að ykkur gangi vel í bar­átt­unn­i,“ segir hann í skila­boð­un­um.

Auglýsing

Bald­vin Þór nýr rit­stjóri Kast­ljóss

Nokkrar vend­ingar hafa átt sér stað í starfs­manna­málum á RÚV að und­an­förnu en Kjarn­inn greindi frá því á Þor­láks­messu að Bald­vin Þór Bergs­­son myndi láta af störfum sem dag­­skrár­­stjóri Rásar tvö og núm­iðla RÚV um ára­­mót og taka við starfi rit­­stjóra nýs Kast­­ljóss. Sam­hliða myndi hann áfram leiða verk­efnið „nýr ruv.is“ og móta til­­lögur að fram­­tíð­­ar­­fyr­ir­komu­lagi vefrit­­stjórnar rík­­is­mið­ils­ins.

Í byrjun nóv­em­ber greindi Rakel Þor­bergs­dóttir frá því að hún hefði ákveðið að láta af störfum sem frétta­­stjóri RÚV. Rakel hafði gegnt starf­inu frá því í apríl 2014 og í heild starfað í 22 ár á frétta­­stofum RÚV.

Í til­kynn­ingu RÚV um málið sagði að starf frétta­­stjóra yrði aug­lýst laust til umsóknar fljót­­lega á nýju ári. Heiðar Örn Sig­­ur­finns­­son vara­f­rétta­­stjóri myndi gegna starfi frétta­­stjóra frá því að Rakel léti af störfum um ára­­mótin og þar til nýr frétta­­stjóri hefði verið ráð­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent