Bílastæðið í kjallaranum stundum „langdýrasta herbergið í húsinu“

Gríðarlegt pláss fer undir þá bíla sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári og kostnaður við geymslu þeirra er borinn af heimilum og fyrirtækjum, sagði Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur í viðtali við Kjarnann á dögunum.

Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu ræddi um kostnað heimila og fyrirtækja af geymslu einkabíla í samtali við Kjarnann fyrir skemmstu.
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu ræddi um kostnað heimila og fyrirtækja af geymslu einkabíla í samtali við Kjarnann fyrir skemmstu.
Auglýsing

„Þegar þessi umræða byrjar úti í sam­­fé­lag­inu á hverju hausti, um að það sé miklu meiri umferð heldur en síð­­asta haust, þá er það bara alveg rétt. En það er af því að okkur hefur ekki tek­ist að bjóða íbú­unum upp á aðra alvöru val­­kost­i,“ sagði Hrafn­kell Á. Proppé skipu­lags­fræð­ingur við Kjarn­ann í ítar­legu við­tali, sem birt­ist í heild sinni í síð­ustu viku.

Í við­tal­inu fór hann yfir nauð­syn þess að breyta ferða­venjum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og byrja að bjóða þeim sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu upp á aðra alvöru val­kosti en einka­bíl­inn til að kom­ast á milli staða. Hann benti á það, sem stundum gleym­ist í umræð­unni um þróun sam­gangna og skipu­lags í Stór-Reykja­vík, að öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu standa sam­einuð að þeirri fram­tíð­ar­sýn að byggja upp þétt­ara borg­ar­svæði með hágæða almenn­ings­sam­göng­um.

„Það er ekki hægt að halda áfram hina leið­ina,“ sagði Hrafn­kell og nefndi að hann hefði nýlega haldið erindi á ráð­­stefnu um lofts­lags­­mál, þar sem hann setti land­þörf sam­­gangna í sam­hengi við lofts­lags­­mál­in. „Und­an­farið hefur árleg fjölgun á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu að jafn­­aði verið um 4.000 íbú­­ar. Miðað við hvernig við erum að þjón­usta ferða­þörf þessa fólks í dag þá bæt­­ast við 3.000 bílar á hverju ári. Ef þú myndir raða þessum bílum öllum upp á rauðu ljósi við Kringlu­­mýr­­ar­braut­ina þá myndi röðin enda við Kúa­­gerði, á milli Straum­s­víkur og Voga. Þetta færi í gegnum Reykja­vík, Kópa­vog, Garða­bæ, Hafn­­ar­­fjörð og end­aði í Vogum á Vatns­­­leysu­­strönd, leið sem væri 22 kíló­­metr­­ar,“ sagði Hrafn­kell.

Þrjú­hund­ruð­þús­und fer­metrar fyrir bíla­stæði

Til við­bótar við plássið sem bíl­arnir taka á göt­unum þyrfti einnig að skaffa þeim bíla­stæði. Hann segir að ætla megi að hver bíll sem er í umferð þurfi um fjögur bíla­stæði hér og þar um borg­ar­svæðið og að hvert bíla­stæði taki um 25 fer­metra af plássi – sem geri 30 hekt­ara, eða 300.000 fer­metra, fyrir þá 3.000 bíla sem bæt­ist við í umferð­inni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á ári hverju.

Auglýsing

Þetta geymslu­pláss undir bíla er vand­fundið inni í miðri borg, sagði Hrafn­kell og benti svo á nei­kvæð umhverf­is­á­hrif þess að moka jarð­vegi upp fyrir bíla­kjall­ara undir alla þessa bíla og hauga hann upp ein­hvers­staðar utan borg­ar­markanna.

„Um leið og þú haugar hann upp byrjar bruni á kolefni, og á sama tíma eru stjórn­­völd að setja aura í að moka ofan í ein­hverja skurði. Við erum ekki að hugsa um þetta sam­hengi, þessi þróun getur ekki gengið áfram – það eru engin geim­vís­indi. Borg­­ar­­sam­­fé­lög geta ekki tek­ist á við vöxt­inn nema með því að mæta ferða­þörf­inni með sjálf­­bær­­ari og skil­­virk­­ari hætti. Þar sem þú getur flutt fleira fólk með minni til­­­kostn­aði fyrir sam­­fé­lagið í heild sinni. Þá er ég bara að tala um allan til­­­kostn­að, líka þann sem spar­­ast við að taka minna pláss. Því við höfum ein­fald­­lega ekki ótak­­markað plás­s,“ sagði Hrafn­kell.

Stæði í bíla­kjall­ara á 6-10 millj­ónir króna

Hann kom einnig inn á það í við­tal­inu hversu mik­ill kostn­aður heim­ila og fyr­ir­tækja væri við það að fórna landi undir bíla­stæði – og benti á að sá kostn­aður marg­fald­að­ist ef bíla­stæðin væru í nið­ur­gröfnum bíla­kjöll­ur­um.

„Íbúðin sem þú ætlar að kaupa þér verður miklu dýr­­ari. Bíla­­stæði kostar kannski 6-10 millj­­ónir og ef þú ætlar að kaupa þér íbúð á 50 millj­­ónir þá er hel­víti dýrt að þurfa að borga upp undir 10 millj­­ónir í bíla­­stæði. Þetta er orðið lang­­dýrasta her­bergið í hús­in­u,“ sagði Hrafn­kell.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrsta áfanga Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent