Bílastæðið í kjallaranum stundum „langdýrasta herbergið í húsinu“

Gríðarlegt pláss fer undir þá bíla sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári og kostnaður við geymslu þeirra er borinn af heimilum og fyrirtækjum, sagði Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur í viðtali við Kjarnann á dögunum.

Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu ræddi um kostnað heimila og fyrirtækja af geymslu einkabíla í samtali við Kjarnann fyrir skemmstu.
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu ræddi um kostnað heimila og fyrirtækja af geymslu einkabíla í samtali við Kjarnann fyrir skemmstu.
Auglýsing

„Þegar þessi umræða byrjar úti í sam­­fé­lag­inu á hverju hausti, um að það sé miklu meiri umferð heldur en síð­­asta haust, þá er það bara alveg rétt. En það er af því að okkur hefur ekki tek­ist að bjóða íbú­unum upp á aðra alvöru val­­kost­i,“ sagði Hrafn­kell Á. Proppé skipu­lags­fræð­ingur við Kjarn­ann í ítar­legu við­tali, sem birt­ist í heild sinni í síð­ustu viku.

Í við­tal­inu fór hann yfir nauð­syn þess að breyta ferða­venjum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og byrja að bjóða þeim sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu upp á aðra alvöru val­kosti en einka­bíl­inn til að kom­ast á milli staða. Hann benti á það, sem stundum gleym­ist í umræð­unni um þróun sam­gangna og skipu­lags í Stór-Reykja­vík, að öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu standa sam­einuð að þeirri fram­tíð­ar­sýn að byggja upp þétt­ara borg­ar­svæði með hágæða almenn­ings­sam­göng­um.

„Það er ekki hægt að halda áfram hina leið­ina,“ sagði Hrafn­kell og nefndi að hann hefði nýlega haldið erindi á ráð­­stefnu um lofts­lags­­mál, þar sem hann setti land­þörf sam­­gangna í sam­hengi við lofts­lags­­mál­in. „Und­an­farið hefur árleg fjölgun á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu að jafn­­aði verið um 4.000 íbú­­ar. Miðað við hvernig við erum að þjón­usta ferða­þörf þessa fólks í dag þá bæt­­ast við 3.000 bílar á hverju ári. Ef þú myndir raða þessum bílum öllum upp á rauðu ljósi við Kringlu­­mýr­­ar­braut­ina þá myndi röðin enda við Kúa­­gerði, á milli Straum­s­víkur og Voga. Þetta færi í gegnum Reykja­vík, Kópa­vog, Garða­bæ, Hafn­­ar­­fjörð og end­aði í Vogum á Vatns­­­leysu­­strönd, leið sem væri 22 kíló­­metr­­ar,“ sagði Hrafn­kell.

Þrjú­hund­ruð­þús­und fer­metrar fyrir bíla­stæði

Til við­bótar við plássið sem bíl­arnir taka á göt­unum þyrfti einnig að skaffa þeim bíla­stæði. Hann segir að ætla megi að hver bíll sem er í umferð þurfi um fjögur bíla­stæði hér og þar um borg­ar­svæðið og að hvert bíla­stæði taki um 25 fer­metra af plássi – sem geri 30 hekt­ara, eða 300.000 fer­metra, fyrir þá 3.000 bíla sem bæt­ist við í umferð­inni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á ári hverju.

Auglýsing

Þetta geymslu­pláss undir bíla er vand­fundið inni í miðri borg, sagði Hrafn­kell og benti svo á nei­kvæð umhverf­is­á­hrif þess að moka jarð­vegi upp fyrir bíla­kjall­ara undir alla þessa bíla og hauga hann upp ein­hvers­staðar utan borg­ar­markanna.

„Um leið og þú haugar hann upp byrjar bruni á kolefni, og á sama tíma eru stjórn­­völd að setja aura í að moka ofan í ein­hverja skurði. Við erum ekki að hugsa um þetta sam­hengi, þessi þróun getur ekki gengið áfram – það eru engin geim­vís­indi. Borg­­ar­­sam­­fé­lög geta ekki tek­ist á við vöxt­inn nema með því að mæta ferða­þörf­inni með sjálf­­bær­­ari og skil­­virk­­ari hætti. Þar sem þú getur flutt fleira fólk með minni til­­­kostn­aði fyrir sam­­fé­lagið í heild sinni. Þá er ég bara að tala um allan til­­­kostn­að, líka þann sem spar­­ast við að taka minna pláss. Því við höfum ein­fald­­lega ekki ótak­­markað plás­s,“ sagði Hrafn­kell.

Stæði í bíla­kjall­ara á 6-10 millj­ónir króna

Hann kom einnig inn á það í við­tal­inu hversu mik­ill kostn­aður heim­ila og fyr­ir­tækja væri við það að fórna landi undir bíla­stæði – og benti á að sá kostn­aður marg­fald­að­ist ef bíla­stæðin væru í nið­ur­gröfnum bíla­kjöll­ur­um.

„Íbúðin sem þú ætlar að kaupa þér verður miklu dýr­­ari. Bíla­­stæði kostar kannski 6-10 millj­­ónir og ef þú ætlar að kaupa þér íbúð á 50 millj­­ónir þá er hel­víti dýrt að þurfa að borga upp undir 10 millj­­ónir í bíla­­stæði. Þetta er orðið lang­­dýrasta her­bergið í hús­in­u,“ sagði Hrafn­kell.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent