Skora á Þorstein um að víkja sem formaður kærunefndar útlendingamála

Félagasamtök og einstaklingar senda í dag frá sér yfirlýsingu, þar sem skorað er á nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála um að láta af störfum. Fyrri störf hans fyrir Útlendingastofnun eru sögð leiða til þess að hann geti ekki notið trausts.

Þorsteinn Gunnarsson var skipaður í embætti formanns kærunefndar útlendingamála undir lok ágústmánaðar.
Þorsteinn Gunnarsson var skipaður í embætti formanns kærunefndar útlendingamála undir lok ágústmánaðar.
Auglýsing

Þónokkur félaga­sam­tök og ein­stak­lingar hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem skorað er á Þor­stein Gunn­ars­son, nýskip­aðan for­mann kæru­nefndar útlend­inga­mála, um að víkja úr emb­ætt­inu. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra skip­aði Þor­stein í emb­ættið undir lok síð­asta mán­aðar og skorað er á hana um að birta öll gögn varð­andi skip­un­ar­ferl­ið.

Í yfir­lýs­ing­unni, sem send er út í nafni Sam­tak­anna ‘78, No Borders, Sol­aris, Röskvu, Félags­ins Íslands­-Pa­lest­ína og Félags hern­að­ar­and­stæð­inga auk fleiri félaga og ein­stak­linga, segir að sú ákvörðun að skipa stað­gengil for­stjóra Útlend­inga­stofn­unar sem for­mann kæru­nefnd­ar­inn­ar, sem hafi umsjón­ar- og eft­ir­lits­hlut­verk gagn­vart þeirri sömu stofn­un, sé til þess fallið að „draga veru­lega úr trú­verð­ug­leika og hlut­leysi nefnd­ar­inn­ar“ gagn­vart Útlend­inga­stofn­un.

„Sam­kvæmt lögum er hlut­verk kæru­nefndar útlend­inga­mála að vera sjálf­stæð stjórn­sýslu­nefnd sem á að úrskurða um mál sem kærð eru til henn­ar, en eðli máls­ins sam­kvæmt eru það fyrst og fremst úrskurðir frá ÚTL. Helsta hlut­verk Þor­steins í nýju starfi sem for­maður kæru­nefndar er því að rann­saka og úrskurða um mál stofn­unar sem hann hefur sjálfur stýrt um ára­bil, sem sam­ræm­ist varla hlut­verki hennar sem “sjálf­stæð” stjórn­sýslu­nefnd,“ segir meðal ann­ars í yfir­lýs­ing­unni.

Segja Þor­stein hafa rekið heift­úð­uga harð­línu­stefnu

Í yfir­lýs­ing­unni er afgreiðsla ýmissa mála hjá Útlend­inga­stofnun á und­an­förnum miss­erum og aðkoma Þor­steins að þeim gagn­rýnd harð­lega. Segir meðal ann­ars að hinsegin fólk hafi und­an­farin miss­eri þurft að berj­ast mikið fyrir því að fá hinseg­in­leika sinn við­ur­kenndan af Útlend­inga­stofn­un. Einnig er stefna Útlend­inga­stofn­unar í mál­efnum barna og þolenda mansals sögð hafa verið „heift­úð­ug“ og „harð­línu­stefna“.

Auglýsing

Þá er vísað til þess að nýlega var þjón­ustu­svipt­ing Útlend­inga­stofn­unar á nærri tutt­ugu flótta­mönnum úrskurðuð ólög­leg af hálfu kæru­nefndar útlend­inga­mála, en Þor­steinn og fleiri tals­menn Útlend­inga­stofn­unar höfðu stigið fram í fjöl­miðlum og sagt gjörð­ina stand­ast lög.

Húsnæði Útlendingastofnunar í Kópavogi. Mynd: Bára Huld Beck

„Með fram­ferði sínu gerði ÚTL menn­ina hús­næð­is­lausa og án fram­færslu í rúman mán­uð, suma lengur en það, auk þess sem þeim var neitað um heil­brigð­is­þjón­ustu. Kæru­nefnd Útlend­inga­mála úrskurð­aði að ákvörðun ÚTL hafi verið ólög­mæt, en hvorki Þor­steinn né yfir­maður hans, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, geng­ust við ábyrgð á þessum ólög­legu aðgerðum né báð­ust afsök­un­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unni í dag.

Umboðs­maður Alþingis hvattur til að ráð­ast í frum­kvæð­is­at­hugun

Auk þess að skora á Þor­stein um að segja af sér og dóms­mála­ráð­herra um að birta öll gögn um skip­un­ar­ferlið, skora þau sem standa að yfir­lýs­ing­unni skora á Umboðs­mann Alþingis um að ráð­ast í frum­kvæð­is­at­hugun á umræddri skipun með sér­staka áherslu á trausts­sjón­ar­mið.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að þegar litið sé til álita Umboðs­manns Alþingis og hæf­is­reglna stjórn­sýslu­laga megi sjá að trausts­sjón­ar­mið spili stóran þátt í mati á hæfi nefnd­ar­manna.

„Þau sjón­ar­mið ættu í raun að gera Þor­stein van­hæfan þar sem það eitt og sér að hafa komið beint úr því starfi sem hann hefur sinnt öll þessi ár er alvar­legur ann­marki hvað varðar trausts­sjón­ar­mið,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þar segir að skipun Þor­steins í emb­ættið sé til þess fallin að „grafa undan grunn­stoðum lýð­ræð­is­legs rétt­ar­ríkis og rétt­ar­vit­und þegna þess“ auk þess sem búast megi við því að sá jað­ar­setti hópur sem flótta­fólk er muni halda áfram að finna fyrir „harðri stefnu Þor­steins“ sem verði „nær alls­ráð­andi í mála­flokkn­um“.

Þau sem standa að yfir­lýs­ing­unni eru eft­ir­tal­in:

Anna Lára Stein­dal, Elinóra Guð­munds­dótt­ir, Félag hern­að­ar­and­stæð­inga, Félagið Ísland Palest­ína, Hall­grímur Helga­son rit­höf­und­ur, Ísold Ugga­dóttir kvik­mynda­gerð­ar­kona, No Borders Iceland, Norð­dahl lög­manns­stofa, Refu­gees in Iceland, Réttur barna á flótta, Röskva - sam­tök félags­hyggju­fólks við Háskóla Íslands, Sam­tökin ‘78, Sol­aris - hjálp­ar­sam­tök fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi, Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ing­ar, Stelpur Rokka, Trans Ísland og Q - félag hinsegin stúd­enta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent