Skora á Þorstein um að víkja sem formaður kærunefndar útlendingamála

Félagasamtök og einstaklingar senda í dag frá sér yfirlýsingu, þar sem skorað er á nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála um að láta af störfum. Fyrri störf hans fyrir Útlendingastofnun eru sögð leiða til þess að hann geti ekki notið trausts.

Þorsteinn Gunnarsson var skipaður í embætti formanns kærunefndar útlendingamála undir lok ágústmánaðar.
Þorsteinn Gunnarsson var skipaður í embætti formanns kærunefndar útlendingamála undir lok ágústmánaðar.
Auglýsing

Þónokkur félaga­sam­tök og ein­stak­lingar hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem skorað er á Þor­stein Gunn­ars­son, nýskip­aðan for­mann kæru­nefndar útlend­inga­mála, um að víkja úr emb­ætt­inu. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra skip­aði Þor­stein í emb­ættið undir lok síð­asta mán­aðar og skorað er á hana um að birta öll gögn varð­andi skip­un­ar­ferl­ið.

Í yfir­lýs­ing­unni, sem send er út í nafni Sam­tak­anna ‘78, No Borders, Sol­aris, Röskvu, Félags­ins Íslands­-Pa­lest­ína og Félags hern­að­ar­and­stæð­inga auk fleiri félaga og ein­stak­linga, segir að sú ákvörðun að skipa stað­gengil for­stjóra Útlend­inga­stofn­unar sem for­mann kæru­nefnd­ar­inn­ar, sem hafi umsjón­ar- og eft­ir­lits­hlut­verk gagn­vart þeirri sömu stofn­un, sé til þess fallið að „draga veru­lega úr trú­verð­ug­leika og hlut­leysi nefnd­ar­inn­ar“ gagn­vart Útlend­inga­stofn­un.

„Sam­kvæmt lögum er hlut­verk kæru­nefndar útlend­inga­mála að vera sjálf­stæð stjórn­sýslu­nefnd sem á að úrskurða um mál sem kærð eru til henn­ar, en eðli máls­ins sam­kvæmt eru það fyrst og fremst úrskurðir frá ÚTL. Helsta hlut­verk Þor­steins í nýju starfi sem for­maður kæru­nefndar er því að rann­saka og úrskurða um mál stofn­unar sem hann hefur sjálfur stýrt um ára­bil, sem sam­ræm­ist varla hlut­verki hennar sem “sjálf­stæð” stjórn­sýslu­nefnd,“ segir meðal ann­ars í yfir­lýs­ing­unni.

Segja Þor­stein hafa rekið heift­úð­uga harð­línu­stefnu

Í yfir­lýs­ing­unni er afgreiðsla ýmissa mála hjá Útlend­inga­stofnun á und­an­förnum miss­erum og aðkoma Þor­steins að þeim gagn­rýnd harð­lega. Segir meðal ann­ars að hinsegin fólk hafi und­an­farin miss­eri þurft að berj­ast mikið fyrir því að fá hinseg­in­leika sinn við­ur­kenndan af Útlend­inga­stofn­un. Einnig er stefna Útlend­inga­stofn­unar í mál­efnum barna og þolenda mansals sögð hafa verið „heift­úð­ug“ og „harð­línu­stefna“.

Auglýsing

Þá er vísað til þess að nýlega var þjón­ustu­svipt­ing Útlend­inga­stofn­unar á nærri tutt­ugu flótta­mönnum úrskurðuð ólög­leg af hálfu kæru­nefndar útlend­inga­mála, en Þor­steinn og fleiri tals­menn Útlend­inga­stofn­unar höfðu stigið fram í fjöl­miðlum og sagt gjörð­ina stand­ast lög.

Húsnæði Útlendingastofnunar í Kópavogi. Mynd: Bára Huld Beck

„Með fram­ferði sínu gerði ÚTL menn­ina hús­næð­is­lausa og án fram­færslu í rúman mán­uð, suma lengur en það, auk þess sem þeim var neitað um heil­brigð­is­þjón­ustu. Kæru­nefnd Útlend­inga­mála úrskurð­aði að ákvörðun ÚTL hafi verið ólög­mæt, en hvorki Þor­steinn né yfir­maður hans, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, geng­ust við ábyrgð á þessum ólög­legu aðgerðum né báð­ust afsök­un­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unni í dag.

Umboðs­maður Alþingis hvattur til að ráð­ast í frum­kvæð­is­at­hugun

Auk þess að skora á Þor­stein um að segja af sér og dóms­mála­ráð­herra um að birta öll gögn um skip­un­ar­ferlið, skora þau sem standa að yfir­lýs­ing­unni skora á Umboðs­mann Alþingis um að ráð­ast í frum­kvæð­is­at­hugun á umræddri skipun með sér­staka áherslu á trausts­sjón­ar­mið.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að þegar litið sé til álita Umboðs­manns Alþingis og hæf­is­reglna stjórn­sýslu­laga megi sjá að trausts­sjón­ar­mið spili stóran þátt í mati á hæfi nefnd­ar­manna.

„Þau sjón­ar­mið ættu í raun að gera Þor­stein van­hæfan þar sem það eitt og sér að hafa komið beint úr því starfi sem hann hefur sinnt öll þessi ár er alvar­legur ann­marki hvað varðar trausts­sjón­ar­mið,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þar segir að skipun Þor­steins í emb­ættið sé til þess fallin að „grafa undan grunn­stoðum lýð­ræð­is­legs rétt­ar­ríkis og rétt­ar­vit­und þegna þess“ auk þess sem búast megi við því að sá jað­ar­setti hópur sem flótta­fólk er muni halda áfram að finna fyrir „harðri stefnu Þor­steins“ sem verði „nær alls­ráð­andi í mála­flokkn­um“.

Þau sem standa að yfir­lýs­ing­unni eru eft­ir­tal­in:

Anna Lára Stein­dal, Elinóra Guð­munds­dótt­ir, Félag hern­að­ar­and­stæð­inga, Félagið Ísland Palest­ína, Hall­grímur Helga­son rit­höf­und­ur, Ísold Ugga­dóttir kvik­mynda­gerð­ar­kona, No Borders Iceland, Norð­dahl lög­manns­stofa, Refu­gees in Iceland, Réttur barna á flótta, Röskva - sam­tök félags­hyggju­fólks við Háskóla Íslands, Sam­tökin ‘78, Sol­aris - hjálp­ar­sam­tök fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi, Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ing­ar, Stelpur Rokka, Trans Ísland og Q - félag hinsegin stúd­enta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent