Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, skorar á íslenska þingmenn að láta í sér heyra varðandi mál Julian Assange sem dúsar enn í fangelsi í London. Ekki er búið að um það ákvörðun í áfrýjunarrétti í London hvort Bandaríkjamönnum verður leyft að áfrýja dómi um að hann verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Á meðan situr hann í mesta öryggisfangelsi Bretlands.
Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Kristins á Facebook-síðu hans í gær.
Hann bendir á í færslunni að Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi Breska verkamannaflokksins, hafi síðastliðinn þriðjudag ásamt tveimur öðrum breskum þingmönnum farið að Belmarsh fangelsinu til að afhenta mótmælabréf frá þverpólitískum hópi 20 þingmanna þar sem þess var krafist að þeir fái fund með fanganum Julian Assange. „Það hefur verið hindrað,“ skrifar Kristinn.
Þá bendir ritstjórinn enn fremur á að sama dag hafi 11 þingmenn Ástralíu úr öllum flokkum sent videoákall til Joe Bidens Bandaríkjaforseta um að fella málið gegn Assange niður.
Stuðningur þingmanna Í fyrradag fór Jeremy Corbyn ásamt tveimur öðrum breskum þingmönnum að Belmarsh fangelsinu til að...
Posted by Kristinn Hrafnsson on Friday, July 2, 2021
„Deutsche Welle segir fréttir af því í dag að þingmenn allra þýskra flokka (að undanskyldum öfgaflokknum AfD) hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem vitnað er í fréttir Stundarinnar og sagt að hún sýni að ásakanir á hendur Julian séu tilbúningur. Skorað er á Biden að stöðva þessar ofsóknir og á Merkel að beita sér fyrir því,“ skrifar Kristinn.
Corbyn tísti í dag, á afmælisdegi Assange, og sagði að Bretland og Bandaríkin væru ákveðin í að kveða niður óhentug sannindi – það sýndi fangelsun Assange.
Today Julian Assange will spend his 50th birthday in a maximum security prison. The jailing of a journalist by the UK (and the ongoing efforts by the US to extradite him) show these governments are determined to suppress inconvenient truths. #FreeAssange
— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) July 3, 2021