Skoski þjóðarflokkurinn fengi 56 af 59 þingsætum í bresku kosningunum

9954063573_8c787b221a_z.jpg
Auglýsing

Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn (SNP) fær 56 af þeim 59 þing­sætum sem Skotland fær í breska þing­inu í þing­kosn­ingum í Bret­landi í maí, sam­kvæmt nýrri könnun Ashcroft lávarður hefur látið gera.

Verka­manna­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndir demókratar myndu svo gott sem þurrkast út í Skotlandi og fylg­is­aukn­ing við Verka­manna­flokk­inn ann­ars staðar í land­inu núll­ast út verði þetta nið­ur­stað­an.

Sam­kvæmt könn­un­inni myndu Íhalds­flokk­ur­inn og Verka­manna­flokk­ur­inn fá jafn­mörg sæti í þing­inu alls, 272 sæti hvor. Verka­manna­flokk­ur­inn fékk 258 sæti í kosn­ing­unum árið 2010, og íhalds­menn fengu 306 sæti.

Auglýsing

Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, verður í lykilstöðu eftir kosningar gangi kannanir eftir. Nicola Stur­ge­on, leið­togi Skoska þjóð­ar­flokks­ins, verður í lyk­il­stöðu eftir kosn­ingar gangi kann­anir eft­ir.

Íhalds­flokk­ur­inn er mjög óvin­sæll í Skotlandi og hefur til að mynda aðeins einn þing­mann nú. Því reynir Verka­manna­flokk­ur­inn nú að koma þeim skila­boðum á fram­færi í Skotlandi að með því að kjósa Skoska þjóð­ar­flokk­inn hjálpi fólk í raun Íhalds­flokknum að halda völdum og haldi David Cameron í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Til að koma í veg fyrir það verði að kjósa Verka­manna­flokk­inn, sem sé eini flokk­ur­inn sem sé nógu stór til að mynda rík­is­stjórn utan Íhalds­flokks­ins.

Hins vegar er allt útlit fyrir að Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn gæti einmitt hjálpað Verka­manna­flokknum að mynda rík­is­stjórn ef stóru flokk­arnir tveir verða svipað stór­ir. Flokk­ur­inn verður í lyk­il­stöðu ef engum einum flokki tekst að fá meiri­hluta, og leið­togi SNP, Nicola Stur­ge­on, hefur sagt að hún muni ekki styðja Íhalds­flokk­inn.

Ashcroft gerði könn­un­ina í átta kjör­dæmum af þeim 59 sem eru í Skotlandi. Kosn­inga­stjóri SNP, Angus Robert­son, segir að kann­anir af þessu tagi séu mjög hvetj­andi, en ekk­ert þing­sæti sé enn öruggt. „Það mik­il­væg­asta í þessum nið­ur­stöðum er að þær stað­festa að fylg­is­aukn­ingin við SNP er alveg jafn mikil á svæðum í Skotlandi sem kusu nei í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni og á þeim sem sögðu já,“ segir Robert­son.

Guar­dian tekur saman allar kann­anir og setur saman í gagna­grunn, og með því að bæta nýj­ustu könnun Ashcroft lávarðar í gagna­grunn­inn eru nið­ur­stöð­urnar ekki alveg eins góðar fyrir Skoska þjóð­ar­flokk­inn, en það munar þó ekki miklu. Sam­kvæmt Guar­dian myndi flokk­ur­inn fá 52 af 59 sæt­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None