Skotum hefur verið hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Heimildir Ekstra Bladet herma að allt að þrír lögreglumenn hafi orðið fyrir skoti, en danska ríkisútvarpið segir lögreglu hafa staðfest að skotárás hafi átt sér stað, og aðgerðir séu enn í gangi.
Í menningarhúsinu fer í dag fram ráðstefna sem fjallar meðal annars um tjáningarfrelsi.
Á meðal gesta á ráðstefnunni voru teiknarinn Lars Vilks, sem teiknaði hinar umdeildu skopmyndir af spámanninum Múhameð sem birtust í blaðinu Jyllands Posten. Ekki hefur enn verið staðfest hvort árásin tengist því að hann sé meðal gesta.
Uppfært kl. 16:45
Vilks komst ómeiddur frá árásinni en þrír lögreglumenn urðu fyrir skotum og einn ráðstefnugestur til viðbótar. Gesturinn er sagður hafa slasast alvarlega.
Staðsetning menningarhússins á Austurbrú.
Bein útsending
Danska ríkissjónvarpið rauf dagskrá sína og sendir beint út fréttir af atburðarásinni í Kaupmannahöfn. Hér má fylgjast með beinni útsendingu á DR2.