Skýra þurfi hvers vegna rannsóknir á leghálssýnum hafi verið fluttar til Danmerkur

Þingmaður Viðreisnar segir heilbrigðisráðherra þurfa að geta sagt það berum orðum ef kostnaður hafi ráðið för þegar ákvörðun var tekin um að flytja rannsóknir á leghálssýnum til Danmerkur. Velferðarnefnd hefur beðið eftir minnisblaði um málið í sjö vikur.

Þorbjörg Sigríður og Helga Vala
Auglýsing

Rök­styðja þarf hvernig heild­ar­mat heil­brigð­is­ráðu­neytis um kostn­að, öryggi og aðgengi að leg­háls­skimunum fór fram í aðdrag­anda þess að ákvörðun var tekin um að færa rann­sóknir á leg­háls­sýnum til Dan­merk­ur. Þetta sagði Þor­björg Sig­ríður Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, á Alþingi í dag. Í ræðu sinni undir liðnum störf þings­ins ræddi hún fram­kvæmd leg­háls­skim­ana og vís­aði í frétt Vísis frá því fyrr í dag þar sem sagt var frá því að ákvörðun um að leita til erlendra aðila um rann­sókn á sýn­unum hafi það þá þegar legið fyrir að Land­spít­al­inn hefði getað sinnt rann­sókn­un­um.

„Hér í þessum sal hefur hefur af hálfu hæst­virts heil­brigð­is­ráð­herra verið talað um að hér hafi verið um örygg­is­mál að ræða. En fréttir dags­ins greina hins vegar frá því að þetta hafi kostn­að­ar­mál þegar ákvörð­unin um að flytja rann­sókn­irnar út fyrir land­steina var tek­in,“ sagði Þor­björg í ræðu sinni. Í ræðu hennar kom einnig fram að sam­tök yfir­lækna hefðu áður sagt að yfir­völd hefðu hunsað álit fjöl­margra fag­að­ila þess efnis að rann­sóknir leg­háls­sýna ættu að fara fram hér á landi.

Auglýsing

Þor­björg sagði að hún hefði nýlega lagt fram skýrslu­beiðni, þar sem farið er fram á að óháður aðili vinni skýrslu um málið með það að leið­ar­ljósi að fá fram upp­lýs­ingar um aðdrag­anda ákvörð­un­ar­inn­ar. „Mark­miðið var að með því mætti stuðla að því að konur geti treyst kerf­inu og að almenn­ingur beri traust til þessa kerfis um skimun fyrir krabba­meini í leg­hálsi. En fréttir dags­ins í dag um að kostn­aður hafi trompað aðrar rök­semdir sér­fræð­ing­anna, þær gera því miður hið gagn­stæða,“ sagði Þor­björg.

Vel­ferð­ar­nefnd bíður eftir skýrslu ráð­herra

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, fjall­aði einnig um málið í ræðu sinni undir sama dag­skrár­lið. Hún sagði að nefnd­ar­fólk í vel­ferð­ar­nefnd hefði þann 27. jan­úar óskað eftir minn­is­blaði frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu vegna ákvörð­unar heil­brigð­is­ráð­herra um að færa rann­sókn­irnar úr landi. Þar var einnig óskað eftir upp­lýs­ingum um inni­hald samn­ings­ins við þau sem taka að sér rann­sókn­irnar á sýn­un­um.

Helga Vala sagði að starfs­fólk Land­spít­ala hafi hvorki verið spurt, né það óskað eftir því, áður en að Land­spít­al­anum hafi verið falið að ann­ast brjósta­skiman­ir. Hins vegar hafi það legið fyrir að spít­al­inn gæti ann­ast rann­sóknir á leg­háls­sýnum áður en ákvörðun var tekin um að færa þær rann­sóknir úr landi. Allir sér­fræð­ingar sem hafa tjáð sig um mál­ið, utan tveggja, vilja að rann­sókn­irnar séu gerðar á Land­spít­ala að sögn Helgu Völu. „Hvers vegna íslensk stjórn­völd ákváðu að snið­ganga íslenskt rann­sókn­ar­fólk og þann tækja­kost sem við höfum yfir að ráða og færa þessi verk­efni út fyrir land­stein­ana er með öllu óskilj­an­leg­t,“ sagði Helga Vala.

Hún sagði sagði vel­ferð­ar­nefnd ítrekað hafa ósk sína um minn­is­blað ráðu­neyt­is­ins og óskaði hún eftir aðstoð for­seta Alþingis við það að afla svara frá ráðu­neyt­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent