Sóttvarnareglur framlengdar um þrjár vikur

Núgildandi sóttvarnareglur, sem gilda til 12. janúar, verða framlengdar um þrjár vikur. Ríkisstjórnin ræddi nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fundi sínum fyrir hádegi og féllst á tillögur hans um framlengingu aðgerða.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór að ráðum sóttvarnalæknis í minnisblaði sem barst honum í gær og framlengdi gildandi sóttvarnareglur um þrjár vikur.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór að ráðum sóttvarnalæknis í minnisblaði sem barst honum í gær og framlengdi gildandi sóttvarnareglur um þrjár vikur.
Auglýsing

„Ég held að við þurfum að taka á honum stóra okkar enn um sinn,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra að loknum rík­is­stjórn­ar­fundi í hádeg­inu. Minn­is­blað sótt­varna­læknis sem hann skil­aði til heil­brigð­is­ráð­herra síð­degis í gær var til umræðu á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morgun sem sam­þykkti að fara eftir til­lögum sótt­varna­læknis í einu og öllu, það er að fram­lengja gild­andi tak­mark­anir um þrjár vik­ur.

Aðgerð­irnar fela í sér áfram­hald­andi 20 manna sam­komu­tak­mark­an­ir, með und­an­tekn­ingu varð­andi 50 gesti á sitj­andi við­burðum og 200 gesti með nei­kvætt hrað­próf. Tveggja metra nálægð­ar­tak­mörk verða áfram í gildi og grímu­skylda þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra regl­una. Sótt­varna­reglur hvað varðar skóla­starf mið­ast áfram við 50 nem­end­ur. Þá mega veit­inga­staðir með vín­veit­inga­leyfi, skemmti­staðir og krár hafa opið til klukkan 21 en allir gestir þurfa að hafa yfir­gefið stað­inn klukkan 22. Skíða­svæði, sund­laugar og lík­ams­rækt­ar­stöðvar verða opnar fyrir 50% af leyfi­legum hámarks­fjölda gesta.

Auglýsing

Núgild­andi sótt­varna­regl­ur, sem hafa verið í gildi frá því á Þor­láks­messu, renna út á morgun en verða fram­lengdar til 2. febr­ú­ar. Aðgerðir voru hertar vegna fjölda smita, ekki síst vegna ómíkron-af­brigð­is­ins, sem greind­ist hér á landi í des­em­ber en hvert smit­metið var slegið á fætur öðru í aðdrag­anda jóla og náði hámarki 30. des­em­ber þegar 1.553 smit greindust inn­an­lands og á landa­mær­um.

Um 20 þús­und manns hófu árið í ein­angrun eða sótt­kví og á föstu­dag tóku gildi breyttar reglur um sótt­kví þar sem þrí­bólu­settir eru und­an­þegnir hefð­bund­inni sótt­kví. Regl­unum var breytt af fag­legum ástæðum að sögn sótt­varna­læknis og heil­brigð­is­ráð­herra sagði breyt­ing­arnar gerðar til að halda sam­fé­lag­inu gang­andi eins og fram­ast er kostur.

„Við erum ekki öll heil­brigð“

1.191 smit greind­ist inn­an­lands í gær og 41 á landa­mær­un­um, sam­kvæmt bráða­birgða­tölum frá almanna­vörn­um. Kona á níræð­is­aldri lést á Land­spít­ala með COVID-19 í gær. 41 hefur látið lífið frá því að far­ald­ur­inn braut út fyrir tæpum tveimur árum, þar af fjórir á fyrstu dögum þessa árs. Í dag eru 39 á Land­spít­ala með COVID-19. Sjö eru á gjör­gæslu og fjórir þeirra í önd­un­ar­vél. Með­al­aldur þeirra sem eru á spít­ala er 64 ár.

Már Krist­jáns­son, for­stöðu­maður lyf­lækn­inga og bráða­þjón­ustu Land­spít­ala, bendir á að hér á landi er ekki eins­leitur hópur af heil­brigði fólki. Í dag liggja til að mynda tveir á COVID-­deild Land­spít­ala sem eru alla jafna í skil­un, þá er einnig líf­færa­þegi, sjúk­lingur með sprung­inn botn­langa og barns­haf­andi kon­ur. Þetta kom fram í máli Más áopnum fundi vel­ferð­ar­nefndar Alþingis í morgun þar sem fram­kvæmd sótt­varna­að­gerða var til umræðu.

Már sagði mik­il­vægt að allir geri sér grein fyrir því að ekki er um eins­leitan hóp af heil­brigðu fólki að ræða í íslensku sam­fé­lagi heldur sam­bland af fólki með lang­vinn veik­indi sem gerir það að verkum að mjög mörg okkar standa höllum fæti. Að mati Más það skiptir höf­uð­máli að útbreiðsla bólu­setn­inga í sam­fé­lag­inu sé með þeim hætti sem stefnt er að þar sem hún dregur úr hættu á alvar­legum veik­indum hjá fólki sem stendur höllum fæti. „Fólk þarf að hafa það í huga, við erum ekki öll heil­brigð,“ sagði Már.

Var­huga­vert að stytta ein­angrun frekar að mati sótt­varna­læknis

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sat einnig fyrir svörum á fund­inum þar sem hann var meðal ann­ars spurður út í mögu­leika þess að stytta ein­angrun smit­aðra frekar, en hún hefur nú þegar verið stytt úr tíu dögum í sjö. Þórólfur sagði það var­huga­vert þar sem það auki hættu á frek­ari útbreiðslu veirunn­ar.

„Mín fram­tíð­ar­sýn er sú að við þurfum að búa við ein­hverjar tak­mark­anir núna til þess að halda far­aldr­inum í skefj­u­m,“ sagði Þórólf­ur. Hann sagði marga hafa talað niður þær aðgerðir sem gripið hefur verið til und­an­farið og að þær hafi ekki skilað neinu. „Það er bara ekki rétt. Vegna þess að ef að við hefðum ekki verið með þessar aðgerðir þá hefði far­ald­ur­inn verið í veld­is­vexti, hann er í línu­legum vexti vegna þess að við erum með sama fjölda smita á dag,“ sagði Þórólf­ur, sem telur mögu­legt að hjarð­ó­næmi mynd­ist á næstu vikum eða mán­uð­um.

Að hans mati má lítið út af bregða svo afleið­ing­arnar far­ald­urs­ins verði alvar­leg­ar. Þá segir hann raun­hæft að stefna að 500 smitum og einum til tveimur inn­lögnum á spít­ala á dag. „Ef við missum þol­in­mæð­ina og fáum gjör­sam­lega nóg af þessu öllu saman og viljum bara hætta þessu þá fáum við þetta í bakið aft­ur, því mið­ur,“ sagði sótt­varna­lækn­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent