Spá 24 prósent hækkun fasteignaverðs á þremur árum

9954417613-6ea1d9f947-k.jpg
Auglýsing

Hag­fræði­deild Lands­banka Íslands spáir því að fast­eigna­verð muni hækka um 24 pró­sent að nafn­virði á næstu þremur árum, eða út árið 2017. Þetta kemur fram í Þjóð­ar­hag, riti hag­fræði­deild­ar­inn­ar. Hag­fræði­deildin spáir því hækk­unin í ár verði 8,5 pró­sent miðað við stöð­una í byrjun árs­ins. Á næsta ári er því spáð að verðið hækki um 9,5 pró­sent, um 6,5 pró­sent árið 2016 og 6,2 pró­sent árið 2017. Yfir næstu þrjú árin nemur hækk­unin 24 pró­sent­um.

Sam­kvæmt þess­ari spá mun íbúð sem í dag er metin á 30 millj­ón­ir, vera metin á 37,2 millj­ónir í lok árs 2017. Að teknu til­liti til verð­lags­þró­un­ar, sam­kvæmt spánni, verður raun­verðs­hækk­unin um 13 pró­sent. Þá er því spáð að leigu­verði muni einnig hækka sam­hliða hækk­unin fast­eigna­verðs­ins.

Í rit­inu kemur fram að tölur Seðla­banka Íslands sýni að fyrstu kaup á fast­eigna­mark­aði séu erf­iður hjalli fyrir marga, en innan við 20 pró­sent af heild­ar­veltu er vegna fyrstu kaupa, sem er minna en í venju­legu árferði. Þá segir einnig að í fram­tíð­inni geti þessi staða þyngst enn frekar þar sem hröð hækkun fast­eigna­verðs muni gera fólki sem er að kaupa í fyrsta sinn, erfitt um að vik að safna upp í inn­borgun vegna lána­skil­yrða bank­anna. Hámarks­lán vegna fyrstu kaupa eru 85 pró­sent af kaup­verði hjá Lands­bank­an­um, 90 pró­sent hjá Íslands­banka (að­eins um minnstu eign­irn­ar, ann­ars 80 pró­sent), 80 pró­sent hjá Arion banka og 80 pró­sent hjá Íbúða­lána­sjóði.

Auglýsing

 

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None