Leikur Hollands og Íslands undankeppni EM karlalandsliða hefst á Amsterdam Arena, heimavelli Ajax, eftir örfáar mínútur. Það er mikil pressa á stjörnum prýddu liði heimamanna sem verður helst að vinna að leikinn, til þess að eiga möguleika á því að komast áfram í lokakeppnina í Frakklandi á næsta ári.
Ísland er í efsta sæti riðilsins með fimmtán stig eftir sex umferðir, en Tékkar koma næstir með þrettán stig. Holland, sem hefur verið með landslið í allra fremstu röð undanfarin ár, er síðan í þriðja sæti með tíu stig.
Kjarninn er á leiknum, ásamt um þrjú þúsund Íslendingum, og geta lesendur fylgst með gangi mála í gegnum Twitter aðgang Kjarnans.
Ef þú ert Íslendingur gef'mér klapp! Brot af stórum stuðningsmannahópi í Amsterdam á leið á völlinn. pic.twitter.com/JuJtBfcOpt
— Kjarninn (@Kjarninn) September 3, 2015
Áfram Ísland! pic.twitter.com/lPKJ3GzSCD
— Kjarninn (@Kjarninn) September 3, 2015
Hollensku áhorfendurnir í Amsterdam Arena eru kannski fleiri en það heyrist miklu meira í þeim íslensku! pic.twitter.com/UkWhcROogR
— Kjarninn (@Kjarninn) September 3, 2015
Og svona var Íslendingastúkan þegar vítið var tekið.. pic.twitter.com/DyPjRLPTin
— Kjarninn (@Kjarninn) September 3, 2015
Fróðleikur frá kollega okkar, Bjarna Fel þeirra Hollendinga: Þetta var fyrsta tap Hollands á heimavelli í undankeppni EM! 53. leikurinn!
— Kjarninn (@Kjarninn) September 3, 2015
Fróðleikur frá kollega okkar, Bjarna Fel þeirra Hollendinga: Þetta var fyrsta tap Hollands á heimavelli í undankeppni EM! 53. leikurinn!
— Kjarninn (@Kjarninn) September 3, 2015