Sprengingar og skothvellir heyrðust fyrir skömmu úr prentverksmiðjunni í Dammartin-en-Goele í Frakklandi, þar sem bræðurnir Said og Cherif Kouachi hafa haldið einum manni í gíslingu í allan dag.
Bræðurnir eru grunaðir um að myrða tólf manns á og við ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París á miðvikudag.
Skömmu seinna heyrðust sex sprengingar við verslunina í París þar sem Amedy Coulibaly og Hayat Boumeddiene hafa haldið minnst sex manns í gíslingu í dag. Þau eru grunuð um að hafa myrt lögreglukonu í París í gær. Öll þessi mál eru talin hluti af samhæfðum hryðjuverkum.
Sky News er með beina útsendingu af atburðunum og hér má fylgjast með útsendingunni.
Þessi frétt verður uppfærð eftir því sem málinu vindur fram.
http://youtu.be/VYlQJbsVs48