Sala á vínylplötum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, og var árið 2014 besta söluár vínylplatna á heimsvísu síðan árið 1993. Salan hefur verið sérstaklega mikil á undanförnum fjórum árum, en þá urðu vínylplötur vinsælar á nýjan leik og hafa listamenn gefið út metnaðarfullar útgáfur af efni sínu á þessu tímalausa formi.
Samkvæmt upplýsingum sem vefmiðillinn Vox vitnar til í umfjöllun sinni, seldust um 9,2 milljónir vínylplatna í fyrra, en um sex milljónir árið 2013. Salan jókst því um ríflega 50 prósent milli ára.
Hér má sjá tölur yfir seld eintök af vínylplötum á síðust árum. Árið í fyrra var algjört metár, sé horft til síðustu 20 ára, eð frá árinu 1993. Vöxturinn í sölu hefur verið sérstaklega hraður frá árinu 2009.