Spyr hvort lífeyrisþegar framtíðarinnar muni þurfa að borga núverandi halla ríkissjóðs

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag fór þingmaður Viðreisnar yfir sjö staðreyndir um íslenskt efnahagslíf. Forsætisráðherra sagði þingmanninn tala „eins og allt sé í kaldakoli,“ og að staðreynd málsins væri sú að samdráttur væri minni en spáð hafði verið.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

„Ég held að ég geti sagt það alveg óhikað að ég mun að sjálfsögðu vinna að því markmiði að við séum ekki að skerða framtíðarstöðu lífeyrisþega. En þurfum við að huga að fleiru en eingöngu fjármögnun ríkissjóðs,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í svari við óundirbúinni fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmanni Viðreisnar.

Þorgerður Katrín spurði undir lok fyrirspurnar sinnar hvort að forsætisráðherra myndi beita sér fyrir því að koma í veg fyrir að að lífeyrisþegar framtíðarinnar muni koma til með að borga fyrir þann halla sem nú er á ríkissjóði. Spurninguna bar hún upp eftir að hafa útlistað sjö staðreyndir um íslenskt efnahagslíf eins og það er í dag.

Auglýsing

Sjö staðreyndir Þorgerðar

Þorgerður sagði í fyrsta lagi að ríkisstjórninni hefði ekki tekist að fá innlend lán á lágum vöxtum til að fjármagna halla ríkissjóðs. Í öðru lagi að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hefja erlendar lántökur með gengisáhættu. Þriðja staðreynd Þorgerðar sneri að verðbólgu en hún sagði hana meiri hér á landi en í öðrum vestrænum ríkjum. Í fjórða lagi að atvinnuleysi hefði aldrei verið jafn mikið í sögu þjóðarinnar og nefndi Þorgerður að langtímaatvinnuleysi hefði aukist á milli mánaða.

Í fimmta lagi að ríkisstjórnin hefði flutt frumvarp sem veitir Seðlabankanum heimild til að setja á gjaldeyrishöft sem Þorgerður sagði að gæti þrengt að samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, verði það nýtt. Þá sagði Þorgerður að samhliða vaxandi verðbólgu hefði Seðlabankinn talað fyrir lækkun á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða sem dragi á líkum á því að þeir geti staðið við heit sín um að iðgjaldagreiðslur haldi verðgildi sínu. Og loks í sjöunda lagi sagði Þorgerður að vegna útgjaldaaukningar ríkissjóðs gæti stýrivaxtahækkun verið í kortunum og vísaði hún þar í orð Seðlabankastjóra, Ásgeirs Jónssonar.

Útflutningsatvinnuvegir muni rétta úr kútnum

Katrín sagði í svari sínu að íslenskt hagkerfi standi frammi fyrir skelli í útflutningi. Á sama tíma hafi verið kynnt undir innlendri eftirspurn vegna trúar á að útflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar muni rétta úr kútnum með auknum útflutningstekjum. Þá sagði hún Seðlabankann vinna að því með ríkissjóði að takmarka gengisáhættu vegna fjármögnunar ríkissjóðs, enda búi hann yfir ríkulega gjaldeyrisvaraforða.

Þá sagði Katrín gagnrýndi Katrín þá mynd sem Þorgerður drægi upp af íslensku efnahagslífi. „Ég vil minna háttvirtan þingmann hér á, sem kemur hér upp og talar eins og allt sé í kaldakoli að staðreyndin er sú að samdrátturinn er minni en spáð var. Afkoma ríkissjóðs er betri og það er vegna aðgerða stjórnvalda,“ sagði Katrín.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent