Spyr hvort lífeyrisþegar framtíðarinnar muni þurfa að borga núverandi halla ríkissjóðs

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag fór þingmaður Viðreisnar yfir sjö staðreyndir um íslenskt efnahagslíf. Forsætisráðherra sagði þingmanninn tala „eins og allt sé í kaldakoli,“ og að staðreynd málsins væri sú að samdráttur væri minni en spáð hafði verið.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

„Ég held að ég geti sagt það alveg óhikað að ég mun að sjálf­sögðu vinna að því mark­miði að við séum ekki að skerða fram­tíð­ar­stöðu líf­eyr­is­þega. En þurfum við að huga að fleiru en ein­göngu fjár­mögnun rík­is­sjóðs,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, í svari við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn frá Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dóttur þing­manni Við­reisn­ar.

Þor­gerður Katrín spurði undir lok fyr­ir­spurnar sinnar hvort að for­sæt­is­ráð­herra myndi beita sér fyrir því að koma í veg fyrir að að líf­eyr­is­þegar fram­tíð­ar­innar muni koma til með að borga fyrir þann halla sem nú er á rík­is­sjóði. Spurn­ing­una bar hún upp eftir að hafa útli­stað sjö stað­reyndir um íslenskt efna­hags­líf eins og það er í dag.

Auglýsing

Sjö stað­reyndir Þor­gerðar

Þor­gerður sagði í fyrsta lagi að rík­is­stjórn­inni hefði ekki tek­ist að fá inn­lend lán á lágum vöxtum til að fjár­magna halla rík­is­sjóðs. Í öðru lagi að rík­is­stjórnin hefði ákveðið að hefja erlendar lán­tökur með geng­is­á­hættu. Þriðja stað­reynd Þor­gerðar sneri að verð­bólgu en hún sagði hana meiri hér á landi en í öðrum vest­rænum ríkj­um. Í fjórða lagi að atvinnu­leysi hefði aldrei verið jafn mikið í sögu þjóð­ar­innar og nefndi Þor­gerður að lang­tíma­at­vinnu­leysi hefði auk­ist á milli mán­aða.

Í fimmta lagi að rík­is­stjórnin hefði flutt frum­varp sem veitir Seðla­bank­anum heim­ild til að setja á gjald­eyr­is­höft sem Þor­gerður sagði að gæti þrengt að sam­keppn­is­stöðu íslenskra fyr­ir­tækja, verði það nýtt. Þá sagði Þor­gerður að sam­hliða vax­andi verð­bólgu hefði Seðla­bank­inn talað fyrir lækkun á ávöxt­un­ar­kröfu líf­eyr­is­sjóða sem dragi á líkum á því að þeir geti staðið við heit sín um að iðgjalda­greiðslur haldi verð­gildi sínu. Og loks í sjö­unda lagi sagði Þor­gerður að vegna útgjalda­aukn­ingar rík­is­sjóðs gæti stýri­vaxta­hækkun verið í kort­unum og vís­aði hún þar í orð Seðla­banka­stjóra, Ásgeirs Jóns­son­ar.

Útflutn­ings­at­vinnu­vegir muni rétta úr kútnum

Katrín sagði í svari sínu að íslenskt hag­kerfi standi frammi fyrir skelli í útflutn­ingi. Á sama tíma hafi verið kynnt undir inn­lendri eft­ir­spurn vegna trúar á að útflutn­ings­at­vinnu­vegir þjóð­ar­innar muni rétta úr kútnum með auknum útflutn­ings­tekj­um. Þá sagði hún Seðla­bank­ann vinna að því með rík­is­sjóði að tak­marka geng­is­á­hættu vegna fjár­mögn­unar rík­is­sjóðs, enda búi hann yfir ríku­lega gjald­eyr­is­vara­forða.

Þá sagði Katrín gagn­rýndi Katrín þá mynd sem Þor­gerður drægi upp af íslensku efna­hags­lífi. „Ég vil minna hátt­virtan þing­mann hér á, sem kemur hér upp og talar eins og allt sé í kalda­koli að stað­reyndin er sú að sam­drátt­ur­inn er minni en spáð var. Afkoma rík­is­sjóðs er betri og það er vegna aðgerða stjórn­valda,“ sagði Katrín.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent