Forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, hefur staðfest að brakið sem skolaði á land á frönsku eyjunni Reunion í Indlandshafi í síðustu viku er úr malasísku farþegaþotunni MH370.
Þotan hvarf með dularfullum hætti á leið frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars 2014 með 239 manns um borð. Vélin er sú eina af gerðinni Boeing 777 sem hefur horfið á hafi.
Razak segir á Facebook síðu sinni að hvarf vélarinnar hafi verið án fordæma. Leitin af henni hafi verið sú umfangsmesta í sögunni, og nú lok séu komin fram gögn sem sýni að vélin hafi endað í Suður-Indlandshafi.
Auglýsing
On 8 March 2014, flight MH370 from Kuala Lumpur to Beijing disappeared. The days, weeks and months that followed have...Posted by Najib Razak on Wednesday, August 5, 2015