Sigurður Ingi: „Staðreynd að bankarnir hlustuðu eftir því sem viðskiptaráðherrann sagði“

Innviðaráðherra og formaður Samfylkingarinnar tókust á í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun en ráðherrann var m.a. spurður hvort „yfirlýsingartillögur“ varaformanns Framsóknarflokksins frá því í febrúar hefðu verið innistæðulausar.

Sigurður Ingi og Logi Einarsson.
Sigurður Ingi og Logi Einarsson.
Auglýsing

Mik­ill hiti var í þing­mönnum í fyrstu óund­ir­búnu fyr­ir­spurn­inni á Alþingi í morgun þegar Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði Sig­urð Inga Jóhanns­son for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra hvort stuðn­ingur væri innan rík­is­stjórn­ar­innar við til­lögur Lilju Alfreðs­dóttur vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra sem hún tal­aði um í fjöl­miðlum í febr­úar síð­ast­liðn­um.

Logi rifj­aði upp orð Lilju en hann sagði að hún hefði verið „býsna yfir­lýs­ingaglöð“ í fjöl­miðlum varð­andi hugs­an­legar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar til að mæta stöðu fólks sem á í erf­ið­leikum vegna erf­iðra efna­hags­að­stæðna.

Kjarn­inn greindi meðal ann­ars frá því að Lilja teldi að vaxta­munur væri orð­inn of mik­ill á Íslandi, að bankar lands­ins ættu að lækka vexti á lánum heim­ila og fyr­ir­tækja í ljósi þess sem hún kall­aði ofur­hagnað þeirra.

Auglýsing

„Ég tel óá­­­byrgt að rík­­­is­­­sjóður borgi all­an reikn­ing­inn fyr­ir far­ald­­­ur­inn og tel að bank­­­arn­ir eigi að styðja við þau heim­ili og fyr­ir­tæki, sér í lagi í ferða­­þjón­ustu, sem koma einna verst út úr far­aldr­in­­­um. Þá vísa ég í þá sam­­­fé­lags­­­legu ábyrgð sem fjár­­­­­mála­­­stofn­an­ir í land­inu þurfa að sýna þegar vaxta­­stigið er farið að hækk­­a.“ Gerðu bank­­arnir það ekki sjálfir gæti þurft að „end­­­ur­vekja banka­skatt, eins og við gerðum á sín­um tíma, til að dreifa þess­um byrð­u­m,“ sagði Lilja í sam­tali við Morg­un­blaðið þann 10. febr­ú­ar.

Hún sagði enn fremur á Sprengisandi þann 13. febr­úar að hún vildi mög­u­­lega láta leggja á hval­reka­skatt. „Ef það er ofsa­gróði eða ofur­hagn­aður hjá ein­hverjum aðil­um, þá eigum við að gera það. Ég er líka á þeirri skoðun að þetta ætti að eiga sér stað varð­andi sjá­v­­­ar­út­­­veg­inn. Þar sem við sáum ofur­hagnað í ein­hverjum greinum þá á að skatt­­leggja það,“ sagði Lilja meðal ann­ars.

Til­lögur vara­for­manns „virt­ust engan hljóm­grunn hafa hjá sam­starfs­flokk­un­um“

Logi sagði í fyr­ir­spurn sinni að hún hefði sagt að rík­is­stjórnin hefði greint stöð­una mjög vel og verið með­vituð um að ákveðnir hópar myndu lenda í vand­ræðum vegna hækk­andi vaxta og verð­bólgu og full­yrti að ráð­ist yrði í efna­hags­að­gerð­ir. „Hún lagði meðal ann­ars til að ofur­hagn­aður ein­stakra greina, til dæmis í sjáv­ar­út­vegi, yrði skatt­lagð­ur, að bankar mundu nýta hagnað sinn til að nið­ur­greiða vexti á íbúða­lánum ellegar yrði lagður á hærri banka­skattur og að beita ætti vaxta­bóta­kerf­inu af meiri þunga.

Þetta var nýr og hressandi tónn sem við í Sam­fylk­ing­unni vorum nokkuð ánægð með enda teljum við nauð­syn­legt að ráð­ast í sér­tækar aðgerðir til að mæta þeim heim­ilum sem fá núna skell með hækkun vaxta og verð­bólgu. Það er ekki ólík­legt að þetta muni ýkj­ast núna með ófrið­ar­tímum í Úkra­ínu. Við höfum raunar lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu ásamt öðrum flokkum stjórn­ar­and­stöð­unnar um þetta,“ sagði Logi.

Hann benti á að Lilja hefði full­yrt á Sprengisandi að þessar hug­myndir nytu stuðn­ings for­manns hennar og þing­flokks og að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi ráð­ast í að afla þessum til­lögum stuðn­ings innan hinna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

„En eftir smá eft­ir­grennslan kom í ljós að þessar til­lögur vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins virt­ust engan hljóm­grunn hafa hjá sam­starfs­flokk­un­um, hvorki Sjálf­stæð­is­flokknum né Vinstri græn­um,“ sagði hann og spurði hvort þetta hefðu verið inn­stæðu­lausar yfir­lýs­ingar hjá vara­for­manni og ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins eða styddi hann og þing­flokk­ur­inn þær eins og hún full­yrti.

„Hefur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lagt þessar hug­myndir fram við rík­is­stjórn­ar­borðið eða hefur þeim þegar verið hafnað þar?“ spurði hann.

Bank­arnir tekið til­lit til þess sem Lilja sagði

Sig­urður Ingi svar­aði og þakk­aði Loga fyrir að taka upp stefnu og sjón­ar­mið þeirra Fram­sókn­ar­manna.

„Við sem erum í stjórn­mál­um, hvort sem við erum þing­menn eða ráð­herr­ar, eigum að sjálf­sögðu að tjá okkur um það hvað okkur finnst og hvert við eigum að stefna. Það sem hæst­virtur ráð­herra sagði var að á þeim tímum þar sem bank­arnir högn­uð­ust veru­lega – ég held að hún hafi talað um að það væri mik­ill gróði, sem menn geta auð­vitað bara velt fyrir sér í stóra sam­hengi hlut­anna. En það er engin spurn­ing að það voru miklir fjár­mun­ir. Þá hvatti hún bank­ana. Hún hvatti bank­ana til að skila hluta af þessum fjár­munum til við­skipta­vin­anna. Og hvað gerð­is­t?“ spurði hann. Þing­menn gripu fram í fyrir ráð­herr­anum og sögðu að þeir hefðu einmitt hækkað vexti.

Sig­urður Ingi hélt áfram og sagði að ef bank­arnir myndu ekki skila hluta af þessum fjár­munum til við­skipta­vina væri þingið með tæki.

„Það væri hægt að leggja á banka­skatt að nýju og hækka skatta, arð­greiðslur eða eitt­hvað slíkt. En bank­arnir hækk­uðu ekki. Þeir hækk­uðu ekki vext­ina í sam­ræmi við stýri­vaxta­hækkun Seðla­bank­ans. Þeir tóku með öðrum orðum til­lit til þess sem við­skipta­ráð­herra sagði og fóru algjör­lega eftir því sem við­skipta­ráð­herra sagði. Þannig að það hefur ekki komið til þess að við höfum farið að beita þeim aðgerðum að refsa bönk­un­um. Við þurfum hins vegar að halda áfram að fylgj­ast með, hátt­virtur þing­mað­ur, og ég veit að við deilum þeirri skoð­un. Við þurfum að fylgj­ast með þeim hópum sem verða aug­ljós­lega fyrir meiri áhrifum af verð­bólg­unni, af stig­hækk­andi verð­lagi og þeim aðstæðum sem geta komið upp, hvort sem það er á hús­næð­is­mark­aði eða ann­ars stað­ar.“ Hann sagð­ist vera sam­mála Loga varð­andi það.

Auð­vitað hækk­uðu bank­arnir vexti

Logi kom aftur í pontu og sagði að ráð­herr­ann færi í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut.

„Auð­vitað hækk­uðu bank­arnir vexti, Lands­bank­inn um 0,5 pró­sent af þessum 0,75 pró­sentu­stigum sem hækkað var um. En það sem var áhuga­vert hjá ráð­herr­anum var að hann tal­aði um að þingið hefði tæki. Hann tal­aði ekki um að rík­is­stjórnin hefði tæki, vegna þess að vissu­lega kann að vera meiri­hluti hér á þingi þó að það sé ekki meiri­hluti í rík­is­stjórn­inni fyrir þessum til­lög­um.“

Hann spurði í fram­hald­inu hvort þau sjón­ar­mið hans nytu stuðn­ings um að beita ýtr­ustu úrræðum til að koma á móts við við­kvæm­ustu hópana.

„Nýtur það stuðn­ings innan hinna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna? Ef ekki, mun hann þá koma með málið sjálfur til þings­ins þannig að þingið geti tekið ákvörðun um hvað eigi að gera, og í hvaða aðstæðum er rík­is­stjórnin þá? Hæst­virtur ráð­herra verður bara á þess­ari mín­útu sem eftir er að svara spurn­ing­unni: Styðja sam­starfs­flokk­arnir til­lögu ráð­herra og mun hann koma með þetta til þings­ins ef hún nýtur ekki stuðn­ings innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar?“ spurði þing­mað­ur­inn.

For­seti bað þing­menn að gefa ráð­herr­anum hljóð

Ráð­herr­ann svar­aði í annað sinn og sagði að það gengi ekki upp hjá Sam­fylk­ing­unni og þing­mönnum að koma „hér æpandi út alla daga og tala um að vaxta­stigið sé eitt­hvað óvenju­hátt í þessu landi þegar stað­reyndin er sú ...“

Ráð­herr­ann varð að gera hlé á máli sínu þar sem þing­menn byrj­uðu að hrópa í þingsaln­um. Ekki mátti vel greina orða­skil og bað ráð­herr­ann for­seta Alþing­is, Birgi Ármanns­son, um aðstoð svo hann gæti lokið máli sínu. Birgir bað þing­menn að gefa ráð­herr­anum hljóð til að svara.

„Og þetta er þannig að vextir eru ekki mjög háir á Íslandi þó þeir hafi hækk­að. Og það sem hátt­virtur þing­maður sagði hérna; Já, Seðla­bank­inn hækk­aði stýri­vexti um 0,75 en bank­arnir hækk­uðu bara um 0,4 eða 0,5. Með öðrum orðum var vaxta­mun­ur­inn minni en hann var áður,“ sagði Sig­urður Ingi.

Framíköll þing­manna héldu áfram en ráð­herr­ann hélt áfram máli sínu. „Og þar af leið­andi hefur það orðið stað­reynd að bank­arnir hlust­uðu eftir því sem við­skipta­ráð­herr­ann sagði og fóru eftir því.“

Segir sann­leik­ann særa

Vart mátti heyra hvað ráð­herr­ann sagði og sló for­seti þings­ins af alefli í bjöll­una og sagð­ist verða að biðja þing­menn að gefa ræðu­manni hljóð til þess að ljúka máli sínu. „Það gengur ekki að hér séu fimm þing­menn ...“ Framíköllin héldu áfram og sló hann aftur í bjöll­una. „For­seti verður að biðja þing­menn að sýna ræðu­mönnum þá virð­ingu og þing­sköp­unum að hafa hljóð meðan ræðu­maður lýkur máli sínu en ekki fjórir fimm að tala úr sæti sínu í ein­u,“ sagði Birg­ir.

Sig­urður Ingi sagði í fram­hald­inu að hann lang­aði að segja við Loga og við þá sem „gal­að“ hefðu hæst að það væri þannig að þegar menn heyra sann­leik­ann þá yrðu menn sár­ir. „Stað­reyndin er þessi: Bank­arnir hlust­uðu! Stað­reyndin er þessi: Vaxta­stigið í land­inu er lægra heldur en oft áður. Stað­reyndin er líka þessi: Verð­bólgan vex og við þurfum að vera á vakt­inni. Og við verðum til­búin til þess í rík­is­stjórn­inni og ég veit að margir hér í þing­inu verða til­búnir að vera með okkur í því,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent