Þingmenn Framsóknarflokksins vilja tryggja að laxeldi verði ekki í eigu örfárra aðila

Sjö þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að takmarka samþjöppun eignarhalds á laxeldisleyfum og skoða hvort takmarka eigi eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum.

Flutningsmenn tillögunnar eru hlynntir laxeldi á Íslandi en telja þýðingarmikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila
Flutningsmenn tillögunnar eru hlynntir laxeldi á Íslandi en telja þýðingarmikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila
Auglýsing

Í þings­á­lykt­urn­ar­til­lögu um eign­ar­hald í lax­eldi, sem sjö þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins standa fyr­ir, er farið fram á að mat­væla­ráð­herra verði falið að skipa starfs­hóp sem hafi það að mark­miði að koma með til­lögur um hvernig tak­marka megi sam­þjöppun eign­ar­halds á lax­eld­is­leyfum og skoða hvort tak­marka eigi eign­ar­hald erlendra aðila á lax­eld­is­leyf­um. Lagt er til að starfs­hóp­ur­inn skili nið­ur­stöðum sínum til ráð­herra sem leggo þær fyrir Alþingi næsta haust, eigi síðar en 30. sept­em­ber.

Sjö af þrettán þing­mönnum Fram­sókn­ar­flokks­ins eru flutn­ings­menn til­lög­unn­ar, þau Halla Signý Krist­jáns­dótt­ir, Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, Ágúst Bjarni Garð­ars­son, Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, Ingi­björg Isak­sen og Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð til­lög­unnar segir að eign­ar­hald lax­eld­is­fyr­ir­tækja hér á landi hafi þró­ast með þeim hætti að mikil sam­þjöppun hefur orðið sem geti leitt til þess að fáein fyr­ir­tæki verði alls­ráð­andi. „Í þessum rekstri sem öðrum er stærð­ar­hag­kvæmni mik­ils­verð en við ákveðna stærð verða til óæski­leg áhrif, m.a. á atvinnu­ör­yggi þeirra sem starfa í grein­inn­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Hugs­an­legt að einn aðili eignis öll gild rekstr­ar­leyfi

Lög um fisk­eldi setja ekki skorður við fram­sali á rekstr­ar­leyfum í lax­eldi, en fram­sal, leiga og veð­setn­ing á rekstr­ar­leyfum er þó háð sam­þykki Mat­væla­stofn­un­ar. Í grein­ar­gerð til­lög­unnar segir að hugs­an­legt sé að einn aðili eign­ist öll gild rekstr­ar­leyfi og stýri þannig allri fram­leiðslu á eld­is­fiski og seiða­eldi í sjó og á landi. „Við það skap­ast sú hætta að einn aðili stjórni stórum land­svæðum með þeim afleið­ingum að sam­fé­lög, sveit­ar­stjórnir og stjórn­völd eigi meira undir honum en góðu hófi gegn­ir,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Flutn­ings­menn til­lög­unnar segja mik­il­vægt að horfa til nágranna­ríkj­anna í þessum efnum og benda til að mynda á að í fisk­eld­is­lögum í Fær­eyjum eru ákvæði sem banna það að lög­að­ili eign­ist meira en helm­ing útgef­inna lax­eld­is­leyfa. Þar er einnig að finna ákvæði um að eng­inn lög­að­ili, sem er ekki búsettur í Fær­eyj­um, geti átt meira en 20 pró­sent af atkvæð­is­bærum hlutum í fyr­ir­tækjum sem hafa lax­eld­is­leyfi. Þá hafi verið rætt um það í Nor­egi að leiða sam­bæri­leg ákvæði í lög.

Brýnt að athuga hvort tak­marka eigi eign­ar­hald erlendra aðila

Lax­eld­is­fyr­ir­tæki á Íslandi eru í meiri­hluta­eigu útlend­inga og útlit er fyrir veru­lega sam­þjöppun á því eign­ar­haldi, að því er segir í grein­ar­gerð­inni. Tak­mark­anir á eign­ar­haldi erlendra aðila í fisk­eldi er ekki að finna í íslenskum lögum og telja flutn­ings­menn til­lög­unnar brýnt að athuga hvort tak­marka beri slíkt eign­ar­hald erlendra aðila.

Í því sam­hengi benda þau á að í lögum um fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri er ákvæði um að fisk­veiðar í íslenskri efna­hags­lög­sögu séu ein­göngu heim­ilar fyr­ir­tækjum sem eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25 pró­sent, sé miðað við hlutafé eða stofn­fé. Telja flutn­ings­menn­irnir mik­il­vægt að kannað verði hvort setja þurfi sam­bæri­legar reglur að því er snertir lax­eldi.

Þing­mönn­unum sjö þykir áríð­andi að tryggt verði með laga­setn­ingu að lax­eldi á Íslandi verði ekki í eigu örfárra aðila, að fjöl­breytni ríki í grein­inni og að eign­ar­hald verði stað­bund­ið. Þing­menn­irnir eru hlynntir lax­eldi á Íslandi en telja þýð­ing­ar­mikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila. „Lax­eldi á Íslandi verður að vaxa og dafna í sátt við umhverfi og sam­fé­lag,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent