Stærsti banki Rússlands varar við því að það stefni í bankakreppu

putin.jpg
Auglýsing

Evgeny Gavri­len­kov, aðal­hag­fræð­ingur fjár­fest­inga­banka­arms rúss­neska bank­ans Sber­bank CIB, hefur varað við því að þær aðgerðir sem rúss­nesk stjórn­völd hafa ráð­ist í til að bjarga rúss­neskum bönkum sem eiga í miklum vand­ræð­um, gætu leitt til risa­vax­innar banka­kreppu.Sber­Bank CIB er stærsti lán­veit­andi Rúss­lands.

Í frétt á vef Business Insider er haft eftir honum að ef  seðla­banki Rúss­lands heldur áfram að end­ur­fjár­magna banka í skiptum fyrir skulda­bréf sem eng­inn mark­aður er fyr­ir, en bank­arnir geti fram­leitt í nán­ast ótæm­andi magni, þá muni það leiða til banka­kreppu af stærstu gerð.

sberbank

Auglýsing

Munu ekki geta end­ur­greitt lánÞetta er staða sem er Íslend­ingum að nokkru kunn­ug. Í aðrag­anda banka­hruns­ins sem átti sér stað hér­lendis í októ­ber 2008 dældu íslensku bank­arnir skulda­bréfum gefnum út af sjálfum sér inn í Seðla­banka Íslands í skiptum fyrir lausa­fé. Þegar þeir voru búnir með kvót­ann þá fengu þeir smærri fjár­mála­fyr­ir­tæki til að vera milli­göngu­að­ilar gegn þókn­un. Þessi svoköll­uðu ást­ar­bréfa­við­skipti end­uðu með ósköpum og því að íslenska ríkið þurfti að taka yfir miklar skuldir Seðla­bank­ans.

Í kjöl­far þeirrar miklu efna­hagslægðar sem lagst hefur yfir Rúss­land unda­farið vegna hríð­lækk­andi olíu­verðs og falls rúblunar um yfir 40 pró­sent á þessu ári hefur rúss­neski Seðla­bank­inn ákveðið að styðja við bakið á bönkum lands­ins með þvi að veita þeim umfangs­mikla lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu gegn veð­um, meðal ann­ars  í skulda­bréfum þeirra.

Í síð­ustu viku hækk­aði seðla­bank­inn hins vegar stýri­vexti sína í 17 pró­sent og við það hækk­uðu vit­an­lega lánin sem rúss­nesku bank­arnir hafa tekið hjá hon­um. Gavri­len­kov telur að bank­arnir muni ekki geta greitt til baka þau lán sem þeir hafa tekið hjá seðla­bank­anum og að veðin sem sett hafi verið fyrir lán­unum séu ekki nægi­lega góð til að geta brúað fyr­ir­sjá­an­legt tap seðla­bank­ans.

Ummæli Gavri­len­kov eru óvenju­leg, enda er um að ræða hvassa gagn­rýni á efna­hags­stefnu rúss­neskra stjórn­valda. Það er ekki mikil hefð fyrir slíkri á und­an­förnum árum í Rúss­landi undir stjórn Vla­dimír Pút­ins.

Neyt­endur hamstra neyslu­vörurStaðan í Rúss­landi er að verða verri og verri með hverjum deg­inum sem líð­ur. Vegna þess að rúblan er í frjálsu falli þá hefur almenn­ingur reynt að binda fé sitt í ein­hverju sem tapar ekki virði, meðal ann­ars dýrri neyslu­vöru á borð við hús­gögn, bíla eða far­síma.

Rússneskur almenningur hefur verið að hamstra varning. Rúss­neskur almenn­ingur hefur verið að hamstra varn­ing.

Stórir fram­leið­endur neyslu­vara, á borð við Apple og Ikea, hafa brugð­ist við með því að hækka verð á vörum sínum sem eru seldar í Rúss­landi mikið og hætt við allar fyr­ir­hug­aðar útsöl­ur. Bíla­fram­leið­end­urnir General Motor­es, Jagu­ar, Land Rover og Audi hafa stöðvað send­ingar með nýjum bílum sem ætl­aðar voru á Rúss­lands­markað og Apple hefur lokað vef­verslun sinni fyrir Rússum eftir að 25 pró­sent hækkun á útsölu­verði á iPhone 6 dró ekk­ert úr eft­ir­spurn eftir hon­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar
Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None