Stærsti banki Rússlands varar við því að það stefni í bankakreppu

putin.jpg
Auglýsing

Evgeny Gavri­len­kov, aðal­hag­fræð­ingur fjár­fest­inga­banka­arms rúss­neska bank­ans Sber­bank CIB, hefur varað við því að þær aðgerðir sem rúss­nesk stjórn­völd hafa ráð­ist í til að bjarga rúss­neskum bönkum sem eiga í miklum vand­ræð­um, gætu leitt til risa­vax­innar banka­kreppu.Sber­Bank CIB er stærsti lán­veit­andi Rúss­lands.

Í frétt á vef Business Insider er haft eftir honum að ef  seðla­banki Rúss­lands heldur áfram að end­ur­fjár­magna banka í skiptum fyrir skulda­bréf sem eng­inn mark­aður er fyr­ir, en bank­arnir geti fram­leitt í nán­ast ótæm­andi magni, þá muni það leiða til banka­kreppu af stærstu gerð.

sberbank

Auglýsing

Munu ekki geta end­ur­greitt lánÞetta er staða sem er Íslend­ingum að nokkru kunn­ug. Í aðrag­anda banka­hruns­ins sem átti sér stað hér­lendis í októ­ber 2008 dældu íslensku bank­arnir skulda­bréfum gefnum út af sjálfum sér inn í Seðla­banka Íslands í skiptum fyrir lausa­fé. Þegar þeir voru búnir með kvót­ann þá fengu þeir smærri fjár­mála­fyr­ir­tæki til að vera milli­göngu­að­ilar gegn þókn­un. Þessi svoköll­uðu ást­ar­bréfa­við­skipti end­uðu með ósköpum og því að íslenska ríkið þurfti að taka yfir miklar skuldir Seðla­bank­ans.

Í kjöl­far þeirrar miklu efna­hagslægðar sem lagst hefur yfir Rúss­land unda­farið vegna hríð­lækk­andi olíu­verðs og falls rúblunar um yfir 40 pró­sent á þessu ári hefur rúss­neski Seðla­bank­inn ákveðið að styðja við bakið á bönkum lands­ins með þvi að veita þeim umfangs­mikla lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu gegn veð­um, meðal ann­ars  í skulda­bréfum þeirra.

Í síð­ustu viku hækk­aði seðla­bank­inn hins vegar stýri­vexti sína í 17 pró­sent og við það hækk­uðu vit­an­lega lánin sem rúss­nesku bank­arnir hafa tekið hjá hon­um. Gavri­len­kov telur að bank­arnir muni ekki geta greitt til baka þau lán sem þeir hafa tekið hjá seðla­bank­anum og að veðin sem sett hafi verið fyrir lán­unum séu ekki nægi­lega góð til að geta brúað fyr­ir­sjá­an­legt tap seðla­bank­ans.

Ummæli Gavri­len­kov eru óvenju­leg, enda er um að ræða hvassa gagn­rýni á efna­hags­stefnu rúss­neskra stjórn­valda. Það er ekki mikil hefð fyrir slíkri á und­an­förnum árum í Rúss­landi undir stjórn Vla­dimír Pút­ins.

Neyt­endur hamstra neyslu­vörurStaðan í Rúss­landi er að verða verri og verri með hverjum deg­inum sem líð­ur. Vegna þess að rúblan er í frjálsu falli þá hefur almenn­ingur reynt að binda fé sitt í ein­hverju sem tapar ekki virði, meðal ann­ars dýrri neyslu­vöru á borð við hús­gögn, bíla eða far­síma.

Rússneskur almenningur hefur verið að hamstra varning. Rúss­neskur almenn­ingur hefur verið að hamstra varn­ing.

Stórir fram­leið­endur neyslu­vara, á borð við Apple og Ikea, hafa brugð­ist við með því að hækka verð á vörum sínum sem eru seldar í Rúss­landi mikið og hætt við allar fyr­ir­hug­aðar útsöl­ur. Bíla­fram­leið­end­urnir General Motor­es, Jagu­ar, Land Rover og Audi hafa stöðvað send­ingar með nýjum bílum sem ætl­aðar voru á Rúss­lands­markað og Apple hefur lokað vef­verslun sinni fyrir Rússum eftir að 25 pró­sent hækkun á útsölu­verði á iPhone 6 dró ekk­ert úr eft­ir­spurn eftir hon­um.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None