Standard og Poor's greiðir 1,4 milljarða dala sekt vegna kreppunnar

StandardPoors_Headquarters.000.jpg
Auglýsing

Mats­fyr­ir­tækið Stand­ard og Poor's (S&P) hefur sam­þykkt að greiða 1,38 millj­arða banda­ríkja­dala sátt­ar­greiðslu til­ ­stjórn­valda sem kærðu fyr­ir­tækið fyrir að hafa ­gefið út upp­blásið verð­mat á hús­næð­is­lána­verð­bréfum (morta­ge-backed securities) og öðrum eignum í hús­næð­is­bólunni, og með því stuðlað að fjár­málakrepp­unni. Frétta­mið­ill­inn USA Today greinir frá mál­inu.

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu greiðir S&P hátt í 688 millj­ónir banda­ríkja­dala til banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, og sömu upp­hæð til nítján fylkja og Was­hington D.C. Aldrei fyrr hefur mats­fyr­ir­tæki greitt jafn háa upp­hæð í formi sekt­ar­greiðslu.

Mat Stand­ard & Poor's litað af hags­muna­á­rekstrumÁ árunum 2004 til 2007, full­yrti S&P rang­lega að mat fyr­ir­tæk­is­ins á hús­næð­is­lána­verð­bréfum og afleiðum væri hlut­laust og sjálf­stætt. Í raun var mat fyr­ir­tæk­is­ins litað af hags­muna­á­rekstrum, sér í lagi vilja S&P til að auka tekjur sínar með því að gefa út heil­brigð­is­vott­orð á skuld­irnar sem bank­arnir voru að selja, að því er fram kemur í mál­flutn­ingi banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Eric Hold­er, dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, segir að yfir­stjórn S&P hafi ítrekað hunsað áhyggjur helstu sér­fræð­inga fyr­ir­tæk­is­ins um að það hefði gefið út topp­ein­kunnir á fjár­mála­af­urðir sem stæðu ekki undir þeim. Á meðan þessi stjórnun hafi hjálpað S&P að halda við­skipa­vinum sínum ánægð­um, það er fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um, hafi athæfið stór­skaðað hag­kerfi Banda­ríkj­anna og stuðlað að verstu fjár­málakreppu í land­inu síðan í krepp­unni miklu.

Auglýsing

Sátt­ar­greiðslu­sam­komu­lag­ið, sem til­kynnt var um í dag, leit dags­ins ljós eftir margra mán­aða samn­inga­fundi. Nú þegar eru uppi gagn­rýn­is­raddir um að í sam­komu­lag­inu sé ekki að finna klausu þar sem S&P við­ur­kennir að hafa brotið lög.

Lítið og lélegtVið­skipta­lög­fræð­ing­ur­inn Andrew Stolt­mann gagn­rýnir þetta mjög, í umfjöllun USA Today, og segir S&P sleppa allt of auð­veld­lega frá borði. Sektin hafi ekki verið nægi­lega há til að draga úr hættu á sams­konar hegðun í fram­tíð­inni.

Í þess­ari viku verða liðin tvö ár frá því að banda­ríska dóms­mála­ráðu­neytið kærði S&P fyrir svik, og sak­aði fyr­ir­tækið um að hafa látið undir höfuð leggj­ast að vara fjár­festa við yfir­vof­andi hruni hús­næð­is­mark­að­ar­ins, til að skaða ekki afkomu sína.

Dóms­mála­ráðu­neytið krafð­ist þess upp­haf­lega að S&P yrði dæmt til að greiða fimm millj­arða Banda­ríkja­dala í sekt fyrir athæfi sitt, en sátt­ar­greiðslu­fjár­hæð­in nú upp á tæpa 1,4 millj­arða dala er lægri en sem nemur tekjum S&P á árinu 2013. Þá námu tekjur Stand­ard og Poor's tæpum 2,3 millj­örðum Banda­ríkja­dala.

Fleiri máls­höfð­anir í und­ir­bún­ingi?Sér­fræð­ingar segja að mála­ferli banda­rískra yfir­valda gegn S&P gefi for­smekk­inn að frek­ari máls­höfð­unum gegn hinum stóru mats­fyr­ir­tækj­un­um, Fitch og Moody's. Mats­fyr­ir­tækin þrjú hafa nefni­lega öll verið sökuð um að kynda undir fjár­málakrepp­una með því að gefa út heil­brigð­is­vott­orð á eitruð hús­næð­is­lán sem bank­arnir seldu svo líf­eyr­is­sjóðum og öðrum fjár­fest­um. Sömu mats­fyr­ir­tækin gáfu ítrekað út heil­brigð­is­vott­orð á íslensku bankana, og því má velta fyrir sér­ rétt­ar­stöðu íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna og ann­arra hlut­hafa í bönk­unum í þessu sam­bandi.

Þegar málið hófst vís­aði S&P öllum ásök­unum um ámæl­is­verð vinnu­brögð á bug, og sagði þær inni­stæðu­lausar og „ein­fald­lega ósann­ar.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None