Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs

Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.

Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Auglýsing

Starfsmönnum stóru viðskiptabankanna þriggja hefur haldið áfram að fækka nokkuð það sem af er ári, en samkvæmt árshlutareikningum þeirra fyrir fyrri helming ársins sem komið hafa út núna í lok mánaðar hafa allir bankarnir fækkað starfsmönnum á umliðnum sex mánuðum.

Arion banki hefur fækkað starfsmönnum um 38, en í hálfsársuppgjöri Arion banka kom fram að starfsmenn í fullu starfi hjá bankanum hefðu verið 610 þann 30. júní en 648 um áramót. Yfir hundrað manns til viðbótar voru í starfi hjá öðrum fyrirtækjum innan samstæðu bankans í lok júní.

Landsbankinn segir frá því í uppgjöri sínu að ársverk hjá samstæðu bankans hafi verið 844 talsins þann 30. júní, en þau voru 878 í lok síðasta árs. Stöðugildum fækkaði því um 34 á tímabilinu.

Heildarfjöldi stöðugilda hjá Íslandsbanka dróst einnig saman, en þar voru 733 starfsmenn þann 30. júní en 745 um áramót. Þeim hefur því fækkað um 12.

Auglýsing

Af þessum tölum má ráða að starfsmönnum bankanna þriggja hafi fækkað um rúmlega 80 á fyrri helmingi ársins, en þó starfa enn samanlagt 2.187 manns hjá bönkunum þremur. Það nemur rúmlega 1 prósenti af öllum þeim sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði.

Rekstur bankanna gekk vel á fyrri helmingi árs, en samanlagður hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka nam um 37 milljörðum króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent