Hugsanlegt að Samfylkingin þurfi að hugsa sinn gang

Guðjón S. Brjánsson fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar segist telja flokkinn hafa „hvikað frá grundvallarstefnu jafnaðarmanna“ og ekki verið nægilega einbeittan í grundvallarþáttunum.

Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingar.
Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingar.
Auglýsing

Guð­jón Brjáns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, segir hugs­an­legt að flokk­ur­inn þurfi að hugsa sinn gang, miðað við þær fylgis­tölur sem hafa verið að koma fram í skoð­ana­könn­unum að und­an­förnu, en Sam­fylk­ingin hefur verið að mæl­ast með á bil­inu 10-13 pró­senta fylgi að und­an­förnu.

„Ég held að við höfum hvikað frá grund­vall­ar­stefnu jafn­að­ar­manna og verið alltof reikul og ekki nógu fók­useruð og ein­beitt í grund­vall­ar­þátt­un­um,“ segir Guð­jón, í sam­tali við Kjarn­ann um liðið kjör­tíma­bil og kosn­inga­bar­átt­una framund­an, en hann sjálfur er ekki í fram­boði fyrir flokk­inn að nýju og því einn þeirra þing­manna sem hverfa úr fram­línu stjórn­mál­anna eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Blaða­maður spurði Guð­jón út í gengi Sam­fylk­ing­ar­innar og þá hvort þróun und­an­far­inna ára sýndi ef til vill að sú til­raun sem gerð var til að búa til breið­fylk­ingu til vinstri í íslenskum stjórn­málum sem gæti jafnað Sjálf­stæð­is­flokk­inn að stærð hafi mis­tek­ist.

„Það sem eftir stendur er það að hug­sjónir jafn­að­ar­manna eiga aldeilis upp á pall­borðið í dag. Það er gott til þess að vita og þægi­legt fyrir jafn­að­ar­mann að hugsa til þess að þær eru gulls ígildi. Hvort Sam­fylk­ingin þarf að hugsa sinn gang, það er hugs­an­legt. Ef við horfum til þess fylgis sem kann­anir sýna þá er rík ástæða til þess að end­ur­skoða það. Hvað sem veldur eru margir sem höggva í sama knérunn og Sam­fylk­ingin og jafn­að­ar­menn og það er bara stað­fest­ing á því hversu góðar og gildar hug­sjónir og stefnu­mál jafn­að­ar­manna eru,“ segir Guð­jón.

Þurfi að gera betur fyrir þá sem standi höllum fæti

Þeir grund­vall­ar­þættir sem Guð­jón telur að Sam­fylk­ingin hafi mátt gera betur í á liðnum árum eru mál­efni þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku sam­fé­lagi, „það eru aldr­að­ir, það eru öryrkjar, það er barna­fólk, það eru þeir sem eiga ekki hús­næð­i,“ segir Guð­jón og bætir við að það séu stórir þættir í heil­brigð­is­þjón­ust­unni sem „við hefðum átt að taka miklu fast­ari tök­um.“

Spurður hvort hann hafi trú á því að flokk­ur­inn muni byrja að gera það, taka þessi mál fast­ari tök­um, seg­ist hann vona að svo verði. „Ég vona það, ég er ekki sann­færð­ur, en ég vona það.“

Guð­jón hefur setið á þingi fyrir Sam­fylk­ing­una frá árinu 2016. Á kjör­tíma­bil­inu seg­ist hann per­sónu­lega hafa lagt mesta áherslu á félags- og heil­brigð­is­mál í sínum störf­um. „Það sem mér er eft­ir­minni­leg­ast er að fá sam­þykkta stefnu­mótun í mál­efnum Alzheimer-­sjúk­linga, að fá heild­stæða stefnu­mótun í mál­efnum þeirra sem glíma við heila­bilun á Íslandi. Það var ekki til og sú stefna hefur nú verið lögð,“ segir Guð­jón sem einnig telur að mik­il­vægt hafi verið að fá sam­þykkta stefnu um þátt­töku fólks af erlendum upp­runa í íslensku sam­fé­lagi.

„Svo er mál sem ég tel að okkar flokkur hefði átt að leggja enn meiri áherslu á, ný vel­ferð­ar­stefna fyrir aldr­aða, sem náð­ist nú ekki að taka fyrir og afgreiða í þing­inu, en það liggur fyrir að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á nýjar leiðir í mál­efnum aldr­aðra,“ segir Guð­jón.

Af öðrum málum kjör­tíma­bils­ins sem Guð­jón telur hafa verið mik­il­væg nefnir hann lögin um þung­un­ar­rof. Það telur Guð­jón vera „miklu meira jafn­rétt­is­mál en við höfum rætt um“ og „gríð­ar­lega mik­il­vægt mál í okkar stóru umræðu um jafn­rétti, að konur fái að ákveða sitt líf og sína fram­tíð. Þetta er eitt af mörgum stórum skrefum í þá átt að öll kynin búin við jafn­ræð­i.“

Guð­jón sat einmitt í sér­stakri jafn­réttis­nefnd sem sett var á lagg­irnar eftir að MeToo-­bylt­ingin spratt fram og segir að þar hafi verið lagður grund­völlur að því að breyta menn­ingu og við­horfum á þing­inu og stuðla að því að Alþingi verði fjöl­skyldu­vænni vinnu­stað­ur.

Mál­þóf úr böndum

Hann var einnig fyrsti vara­for­seti Alþingis á kjör­tíma­bil­inu og ber sam­starfi við Stein­grím J. Sig­fús­son vel sög­una, en segir það hafa komið í ljós á kjör­tíma­bil­inu að ná verði betri stjórn á umræðum í þing­inu.

„Þá dettur manni í hug auð­vitað mál­þófið og atriði sem snúa að því, sem fær sínar skrum­skældu birt­ing­ar­myndir eins og við þekkj­um, þær birt­ing­ar­myndir sem eiga ekk­ert skylt við lýð­ræð­ið,“ ­segir Guð­jón en bætir síðan við að það „auð­vitað dýr­mætur réttur minni­hlut­ans að geta rætt og tafið mál sem sína einu leið til þess að hasla sér völl í umræð­unn­i.“

„Já­já, það fór úr allri hömlu þegar Mið­flokk­ur­inn hélt þing­inu í gísl­ingu í marga sól­ar­hringa. Þá varð manni ljóst að það á ekk­ert skylt við lýð­ræði, að binda þingið sól­ar­hringum sam­an, bæði þing­menn og starfs­fólk þings­ins þar sem eng­inn tók þátt í umræð­unni nema mið­flokks­menn sjálf­ir. Þarna fékk lýð­ræðið á sig afkára­lega mynd,“ segir Guð­jón.

Hann segir ekki gott að átta sig á því hvað kosn­inga­bar­áttan framundan komi til með að teikn­ast upp, eða hvaða mál verða til umræðu.

„Þetta breyt­ist dálítið hratt og kannski hafa þessar vend­ingar í COVID ein­hver áhrif en ég held að úrslitin verði hugs­an­lega óvænt. Ég vona að við fáum breyt­ingar í sam­setn­ingu meiri­hluta þannig að hægt verði að koma á lagg­irnar félags­hyggju­stjórn því við hjá Sam­fylk­ing­unni höfum alls ekki náð fram nægi­lega mörgum málum og áhersl­urnar hafa því miður orðið þær sem við ótt­uð­umst með þessum meiri­hluta,“ segir Guð­jón og bætir við að umbætur í félags­legri þjón­ustu gagn­vart öldruðum og öryrkjum standi eft­ir, nú í lok kjör­tíma­bils.

„Stóra málið í síð­ustu kosn­ing­um, heil­brigð­is­mál­in, þar stöndum við í sömu sporum því miður og staða Land­spít­ala hefur aldrei lík­lega verið erf­ið­ari en núna og svona mætti lengi nefna,“ ­segir Guð­jón.

Mik­il­vægt að rækta tengsl við Fær­eyjar og Græn­land

Guð­jón hefur setið Íslands­deild Vest­nor­ræna ráðs­ins frá því árið 2017 og verið for­maður ráðs­ins á kjör­tíma­bil­inu. Hann segir að heims­far­ald­ur­inn hafi truflað það starf, það hafi allt verið í hálf­gerðum dvala, þó fjar­fundir hafi vissu­lega verið haldn­ir.

„Það er mik­il­vægt að við höldum saman í Vest­nor­ræna ráð­inu á þessum tímum þegar lofts­lags­málin og umhverf­is­málin eru stór verk­efni. Þar þurfa Íslend­ingar að vera áfram, eins og við höfum gjarnan ver­ið, í for­yst­u,“ segir Guð­jón. Hann telur mik­il­vægt að Íslend­ing­ar, Græn­lend­ingar og Fær­ey­ingar efli tengsl sín á milli enda séu stór verk­efni framundan varð­andi sjó­inn, loftið og hinar sam­eig­in­legu fisk­veiði­auð­lindir ríkj­anna.

„Síðan eru það örygg­is­málin á norð­ur­slóðum og greini­lega auk­inn áhugi stór­veld­anna á norð­ur­slóð­um, þarna þurfum við að koma fram sem sterk rödd, vest­nor­rænu rík­in,“ segir Guð­jón.

Þing­mað­ur­inn seg­ist ekki vita hvað taki við hjá hon­um, nú er hann lætur af þing­mennsku. En seg­ist vera fullur af krafti og orku.

„Ég ætla að reyna að nýta þá orku í eitt­hvað annað ef svo ber und­ir, en ég veit ekki hvort það verður mikil eft­ir­spurn eftir þeirri orku. Þá verður hún bara notuð til heima­brúks.“

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent