Hugsanlegt að Samfylkingin þurfi að hugsa sinn gang

Guðjón S. Brjánsson fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar segist telja flokkinn hafa „hvikað frá grundvallarstefnu jafnaðarmanna“ og ekki verið nægilega einbeittan í grundvallarþáttunum.

Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingar.
Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingar.
Auglýsing

Guð­jón Brjáns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, segir hugs­an­legt að flokk­ur­inn þurfi að hugsa sinn gang, miðað við þær fylgis­tölur sem hafa verið að koma fram í skoð­ana­könn­unum að und­an­förnu, en Sam­fylk­ingin hefur verið að mæl­ast með á bil­inu 10-13 pró­senta fylgi að und­an­förnu.

„Ég held að við höfum hvikað frá grund­vall­ar­stefnu jafn­að­ar­manna og verið alltof reikul og ekki nógu fók­useruð og ein­beitt í grund­vall­ar­þátt­un­um,“ segir Guð­jón, í sam­tali við Kjarn­ann um liðið kjör­tíma­bil og kosn­inga­bar­átt­una framund­an, en hann sjálfur er ekki í fram­boði fyrir flokk­inn að nýju og því einn þeirra þing­manna sem hverfa úr fram­línu stjórn­mál­anna eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Blaða­maður spurði Guð­jón út í gengi Sam­fylk­ing­ar­innar og þá hvort þróun und­an­far­inna ára sýndi ef til vill að sú til­raun sem gerð var til að búa til breið­fylk­ingu til vinstri í íslenskum stjórn­málum sem gæti jafnað Sjálf­stæð­is­flokk­inn að stærð hafi mis­tek­ist.

„Það sem eftir stendur er það að hug­sjónir jafn­að­ar­manna eiga aldeilis upp á pall­borðið í dag. Það er gott til þess að vita og þægi­legt fyrir jafn­að­ar­mann að hugsa til þess að þær eru gulls ígildi. Hvort Sam­fylk­ingin þarf að hugsa sinn gang, það er hugs­an­legt. Ef við horfum til þess fylgis sem kann­anir sýna þá er rík ástæða til þess að end­ur­skoða það. Hvað sem veldur eru margir sem höggva í sama knérunn og Sam­fylk­ingin og jafn­að­ar­menn og það er bara stað­fest­ing á því hversu góðar og gildar hug­sjónir og stefnu­mál jafn­að­ar­manna eru,“ segir Guð­jón.

Þurfi að gera betur fyrir þá sem standi höllum fæti

Þeir grund­vall­ar­þættir sem Guð­jón telur að Sam­fylk­ingin hafi mátt gera betur í á liðnum árum eru mál­efni þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku sam­fé­lagi, „það eru aldr­að­ir, það eru öryrkjar, það er barna­fólk, það eru þeir sem eiga ekki hús­næð­i,“ segir Guð­jón og bætir við að það séu stórir þættir í heil­brigð­is­þjón­ust­unni sem „við hefðum átt að taka miklu fast­ari tök­um.“

Spurður hvort hann hafi trú á því að flokk­ur­inn muni byrja að gera það, taka þessi mál fast­ari tök­um, seg­ist hann vona að svo verði. „Ég vona það, ég er ekki sann­færð­ur, en ég vona það.“

Guð­jón hefur setið á þingi fyrir Sam­fylk­ing­una frá árinu 2016. Á kjör­tíma­bil­inu seg­ist hann per­sónu­lega hafa lagt mesta áherslu á félags- og heil­brigð­is­mál í sínum störf­um. „Það sem mér er eft­ir­minni­leg­ast er að fá sam­þykkta stefnu­mótun í mál­efnum Alzheimer-­sjúk­linga, að fá heild­stæða stefnu­mótun í mál­efnum þeirra sem glíma við heila­bilun á Íslandi. Það var ekki til og sú stefna hefur nú verið lögð,“ segir Guð­jón sem einnig telur að mik­il­vægt hafi verið að fá sam­þykkta stefnu um þátt­töku fólks af erlendum upp­runa í íslensku sam­fé­lagi.

„Svo er mál sem ég tel að okkar flokkur hefði átt að leggja enn meiri áherslu á, ný vel­ferð­ar­stefna fyrir aldr­aða, sem náð­ist nú ekki að taka fyrir og afgreiða í þing­inu, en það liggur fyrir að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á nýjar leiðir í mál­efnum aldr­aðra,“ segir Guð­jón.

Af öðrum málum kjör­tíma­bils­ins sem Guð­jón telur hafa verið mik­il­væg nefnir hann lögin um þung­un­ar­rof. Það telur Guð­jón vera „miklu meira jafn­rétt­is­mál en við höfum rætt um“ og „gríð­ar­lega mik­il­vægt mál í okkar stóru umræðu um jafn­rétti, að konur fái að ákveða sitt líf og sína fram­tíð. Þetta er eitt af mörgum stórum skrefum í þá átt að öll kynin búin við jafn­ræð­i.“

Guð­jón sat einmitt í sér­stakri jafn­réttis­nefnd sem sett var á lagg­irnar eftir að MeToo-­bylt­ingin spratt fram og segir að þar hafi verið lagður grund­völlur að því að breyta menn­ingu og við­horfum á þing­inu og stuðla að því að Alþingi verði fjöl­skyldu­vænni vinnu­stað­ur.

Mál­þóf úr böndum

Hann var einnig fyrsti vara­for­seti Alþingis á kjör­tíma­bil­inu og ber sam­starfi við Stein­grím J. Sig­fús­son vel sög­una, en segir það hafa komið í ljós á kjör­tíma­bil­inu að ná verði betri stjórn á umræðum í þing­inu.

„Þá dettur manni í hug auð­vitað mál­þófið og atriði sem snúa að því, sem fær sínar skrum­skældu birt­ing­ar­myndir eins og við þekkj­um, þær birt­ing­ar­myndir sem eiga ekk­ert skylt við lýð­ræð­ið,“ ­segir Guð­jón en bætir síðan við að það „auð­vitað dýr­mætur réttur minni­hlut­ans að geta rætt og tafið mál sem sína einu leið til þess að hasla sér völl í umræð­unn­i.“

„Já­já, það fór úr allri hömlu þegar Mið­flokk­ur­inn hélt þing­inu í gísl­ingu í marga sól­ar­hringa. Þá varð manni ljóst að það á ekk­ert skylt við lýð­ræði, að binda þingið sól­ar­hringum sam­an, bæði þing­menn og starfs­fólk þings­ins þar sem eng­inn tók þátt í umræð­unni nema mið­flokks­menn sjálf­ir. Þarna fékk lýð­ræðið á sig afkára­lega mynd,“ segir Guð­jón.

Hann segir ekki gott að átta sig á því hvað kosn­inga­bar­áttan framundan komi til með að teikn­ast upp, eða hvaða mál verða til umræðu.

„Þetta breyt­ist dálítið hratt og kannski hafa þessar vend­ingar í COVID ein­hver áhrif en ég held að úrslitin verði hugs­an­lega óvænt. Ég vona að við fáum breyt­ingar í sam­setn­ingu meiri­hluta þannig að hægt verði að koma á lagg­irnar félags­hyggju­stjórn því við hjá Sam­fylk­ing­unni höfum alls ekki náð fram nægi­lega mörgum málum og áhersl­urnar hafa því miður orðið þær sem við ótt­uð­umst með þessum meiri­hluta,“ segir Guð­jón og bætir við að umbætur í félags­legri þjón­ustu gagn­vart öldruðum og öryrkjum standi eft­ir, nú í lok kjör­tíma­bils.

„Stóra málið í síð­ustu kosn­ing­um, heil­brigð­is­mál­in, þar stöndum við í sömu sporum því miður og staða Land­spít­ala hefur aldrei lík­lega verið erf­ið­ari en núna og svona mætti lengi nefna,“ ­segir Guð­jón.

Mik­il­vægt að rækta tengsl við Fær­eyjar og Græn­land

Guð­jón hefur setið Íslands­deild Vest­nor­ræna ráðs­ins frá því árið 2017 og verið for­maður ráðs­ins á kjör­tíma­bil­inu. Hann segir að heims­far­ald­ur­inn hafi truflað það starf, það hafi allt verið í hálf­gerðum dvala, þó fjar­fundir hafi vissu­lega verið haldn­ir.

„Það er mik­il­vægt að við höldum saman í Vest­nor­ræna ráð­inu á þessum tímum þegar lofts­lags­málin og umhverf­is­málin eru stór verk­efni. Þar þurfa Íslend­ingar að vera áfram, eins og við höfum gjarnan ver­ið, í for­yst­u,“ segir Guð­jón. Hann telur mik­il­vægt að Íslend­ing­ar, Græn­lend­ingar og Fær­ey­ingar efli tengsl sín á milli enda séu stór verk­efni framundan varð­andi sjó­inn, loftið og hinar sam­eig­in­legu fisk­veiði­auð­lindir ríkj­anna.

„Síðan eru það örygg­is­málin á norð­ur­slóðum og greini­lega auk­inn áhugi stór­veld­anna á norð­ur­slóð­um, þarna þurfum við að koma fram sem sterk rödd, vest­nor­rænu rík­in,“ segir Guð­jón.

Þing­mað­ur­inn seg­ist ekki vita hvað taki við hjá hon­um, nú er hann lætur af þing­mennsku. En seg­ist vera fullur af krafti og orku.

„Ég ætla að reyna að nýta þá orku í eitt­hvað annað ef svo ber und­ir, en ég veit ekki hvort það verður mikil eft­ir­spurn eftir þeirri orku. Þá verður hún bara notuð til heima­brúks.“

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent