Stefán Eiríksson ætlar ekki að tjá sig frekar um afskipti Hönnu Birnu

stefan_eirikssonVef.jpg
Auglýsing

Stefán Eiríks­son, fyrrum lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, ætlar ekki að tjá sig um nið­ur­stöðu umboðs­manns Alþingis á sam­skiptum Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra, við hann á meðan að á rann­sókn leka­máls­ins stóð. Þetta sagði Stefán við Kjarn­ann þegar leitað var við­bragða hans við niðu­stöð­unni. Sam­kvæmt frum­kvæð­is­at­hugun umboðs­manns Alþingis hafði Hanna Birna ítrekuð og mikil afskipti af rann­sókn máls­ins.

Stefán til­kynnti að hann myndi hætta sem lög­reglu­stjóri eftir margra ára starf og ger­ast svið­stjóri á vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borgar undir lok júlí 2014. Hann hefur ekki viljað tjá sig opin­ber­lega um þau sam­skipti sem Hanna Birna átti við hann á meðan að á rann­sókn máls­ins stóð en hann svar­aði hins vegar spurn­ingum umboðs­manns Alþingis um þau. Í þeim svörum kom fram að á meðal þess sem Hanna Birna sagði við Stefán var að „þegar þessu máli yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rann­saka rann­sókn lög­reglu og rík­is­sak­sókn­ara.“

Hægt er að lesa um frek­ari afskipti Hönnu Birnu af Stef­áni hér.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu sem Hanna Birna sendi frá sér þegar jún sagði af sér ráð­herra­emb­ætti þann 21. nóv­em­ber 2014 sagði hún hafi frá upp­hafi Leka­máls­ins reynt að vanda til verka og alltaf brugð­ist við með þeim hætti sem hún hafi talið satt og rétt. Hún hafi ítrekað tjáð sig um að hún hafi ekki blandað sér með óeðli­legum hætti í rann­sókn leka­máls­ins og það hafi Stefán Eiríks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri, rík­is­sak­sókn­ari, rann­sak­endur og loks hér­aðs­dómur stað­fest með nið­ur­stöðum sín­um.

Í nið­ur­stöðu umboðs­manns sem birt var í dag kemur fram að afstaða Hönnu Birnu til sam­skipta hennar við Stefán hafi breyst. Hún hefur nú beðist afsök­unar á þeim sam­skiptum og fram­göngu sinni í þeim.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None