Ekki liggur annað fyrir í málinu en að Rússar ætli sér að halda banninu til streitu, en greint var frá því í dag að starfshópur hefði verið skipaður sem í sitja fulltrúar stjórnvalda og þeirra sem hagsmuna hafa að gæta á Rússlandsmarkaði.
„Svona það sem blasir við þeim sem stendur fyrir utan þetta, er að það virðist ekki hafa verið alveg úthugsað af hálfu Íslendinga hvaða afleiðingar það gæti haft að Ísland gæti lent á lista ríkja sem falla undir innflutningsbann Rússa,“ sagði Stefanía í samtali við RÚV.
Russia Imposes Import Ban on Icelandic Food | Iceland Review http://t.co/48r6KPrEnh #icelandreview via @iceland_review
— John Kennedy (@kennitala) August 15, 2015
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur farið þess á leit við Evrópusambandið að tollar á makríl verði endurskoðaðir en hann hefur talað fyrir því að stuðningur Íslands við þvingunaraðgerðir verði áfram í hávegum hafður og telur ekki ástæðu til þess að breyta um afstöðu, þrátt fyrir mikla viðskiptalega hagsmuni Íslands.
Viðskiptahagsmunir Íslands í Rússlandi hafa vaxið mikið undanfarin ár. Árið 2004 voru fluttar út vörur til Rússlands fyrir um 2,3 milljarða króna en á árinu 2014 var útflutningurinn kominn í 29,2 milljarða króna. Stærsti hluti útflutnings til Rússlands er uppsjávarfiskur, aðallega makríll og síld. Um þriðjungur af heildarútflutningi á uppsjávarfiski á árinu 2014 fór til Rússlands.