Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum

Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.

Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Auglýsing

Miðflokkurinn ætlar að beita uppstillingu til þess að setja saman framboðslista í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í haust. Í tilkynningu frá flokknum segir að þetta hafi orðið niðurstaðan hjá öllum kjördæmafélögum flokksins, en samkvæmt lögum flokksins má einnig nota þá aðferð að kjósa efstu fimm menn á lista á almennum félagsfundi í kjördæmunum.

Uppstillingarnefndir í kjördæmunum munu taka til starfa á næstu dögum og samhliða mun flokkurinn auglýsa eftir framboðum.

Fimm manns ráða í hverju kjördæmi

Samkvæmt lögum flokksins sitja fimm manns í uppstillingarnefndum, sem skipaðar eru þriggja manna kjörstjórn kjördæmafélagsins auk tveggja fulltrúa sem tilnefndir eru af stjórn Miðflokksins.

„Allir fulltrúarnir skulu búsettir í viðkomandi kjördæmi. Við uppstillingu á lista skal gæta jafnréttis. Uppstillingarnefnd skal skila tillögu um framboðslista til stjórnar kjördæmafélags og skal stjórnin bera tillöguna upp á almennum félagsfundi í viðkomandi kjördæmafélagi til samþykktar. Stjórn flokksráðs staðfestir endanlega framboðslista,“ segir í lögum flokksins um framkvæmdina.

Lítið hefur til þessa heyrst af framboðsmálum Miðflokksins, en þó hafði Fréttablaðið eftir sínum heimildum strax í janúar að töluverð spenna væri að myndast í Suðurkjördæmi, þar sem bæði Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason, sem gekk í þingflokk Miðflokksins eftir Klausturmálið, eru þingmenn flokksins.

Auglýsing

Ekkert verður þó af því að almennir félagsmenn flokksins fái að kjósa þeirra á milli, eins og Fréttablaðið taldi að búast mætti við.

Fylgi flokksins í lægð í nýjustu könnunum

Miðflokkurinn er í dag með níu þingmenn, eftir að tveir bættust í hópinn úr þingliði Flokki fólksins í kjölfar Klausturmálsins. Ólíklegt er að sá þingmannafjöldi haldi sér eftir komandi alþingiskosningar, miðað við nýlegar skoðanakannanir.

Í nýjustu könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 21. til 28. apríl, mældist Miðflokkurinn með einungis 5,8 prósenta fylgi. MMR hefur ekki mælt flokkinn svo lágan það sem af er kjörtímabilinu.

Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup sem framkvæmdur var dagana 30. mars til 2. maí var fylgið 8,2 prósent og samkvæmt útreikningum sem RÚV birti myndi fylgið duga til þess að fá fjóra kjördæmakjörna þingmenn, einn í hverju kjördæmi utan Reykjavíkur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent