Stjórnarformaður FME ekki hætt og neitar að mæta fyrir þingnefnd

arnipall.jpg
Auglýsing

Halla Sig­rún Hjart­ar­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME), hefur ekki viljað mæta fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd til að svara fyrir fjöl­mörg álita­mál tengd við­skiptum hennar þrátt fyrir ítrek­aðar beiðnir þar um. Nefnd­ar­mönnum var gefin sú skýr­ing að Halla Sig­rún myndi láta af störfum sem stjórn­ar­for­maður FME eftir stjórn­ar­fund 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn, en í kjöl­far umfjöllun fjöl­miðla um við­skipti hennar til­kynnti Halla Sig­rún að hún myndi hætta í starf­inu í lok þessa árs.

Halla Sig­rún hætti ekki eftir fund­inn 3. des­em­ber og situr enn sem stjórn­ar­for­maður FME. Þetta kom fram í umræðum um fund­ar­stjórn for­seta í Alþingi í dag.

Halla Sigrún Hjaltadóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Halla Sig­rún Hjalta­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Auglýsing

Halla Sig­rún hagn­að­ist um lið­lega 830 millj­­ón­ir króna þegar gengið var frá sölu á Skelj­ungi og fær­eyska olíu­­­fé­lag­inu P/​F Magn í lok árs 2013.Við­skipti hennar og tveggja við­skipta­fé­laga henn­ar, Ein­ars Arnar Ólafs­sonar og Kára Þórs Guð­jóns­son­ar, með fyr­ir­tækið Fjarð­ar­lax hafa líka verið til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um.

Ef menn ætla að víkja úr starfi, þá þurfa þeir að víkja úr starfiÁrni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd, hóf umræð­una og sagði að nefndin hefði „ít­rekað reynt á und­an­förnum vikum að fá á fund nefnd­ar­innar stjórn­ar­for­mann Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til þess að fjalla um þá stöðu sem upp er komin eftir ítrek­aðan frétta­flutn­ing af málum sem hún hefur á fyrri tíð komið að og varða sölu á eignum í fyrri störfum henn­ar. Við höfum fengið þau svör við þeirri marg­ít­rek­uðu mála­leitan að hún hygg­ist ljúka störfum í kjöl­far stjórn­ar­fundar í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu 3. des­em­ber. Hún hefur ekki fundið hjá sér tíma til þess að mæta fyrir nefnd­ina á þeim tímum sem gef­inn hefur verið kostur á. Svo heyrum við það frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu að hún sitji sem fast­ast sem stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Ef menn ætla að víkja úr starfi þá þurfa þeir að víkja úr starfi. Þeir geta ekki setið í starfi og virt að vettugi eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis og rétt þing­nefnda til þess að kalla trún­að­ar­menn stjórn­valda á sinn fund“.

Þing­menn­irnir Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, Guð­mundur Stein­gríms­son, Helgi Hjörvar og Jón Þór Ólafs­son tóku undir með Árna Páli.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um mál Höllu Sig­rúnar í lok októ­ber og byrjun nóv­em­ber. Í þeirri umfjöllun kom meðal ann­ars fram að hún hefði 36faldað fjár­fest­ingu sínu í fær­eyska olíu­fé­lag­inu P/F Magn á einu ári.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None