Stjórnarformaður FME ekki hætt og neitar að mæta fyrir þingnefnd

arnipall.jpg
Auglýsing

Halla Sig­rún Hjart­ar­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME), hefur ekki viljað mæta fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd til að svara fyrir fjöl­mörg álita­mál tengd við­skiptum hennar þrátt fyrir ítrek­aðar beiðnir þar um. Nefnd­ar­mönnum var gefin sú skýr­ing að Halla Sig­rún myndi láta af störfum sem stjórn­ar­for­maður FME eftir stjórn­ar­fund 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn, en í kjöl­far umfjöllun fjöl­miðla um við­skipti hennar til­kynnti Halla Sig­rún að hún myndi hætta í starf­inu í lok þessa árs.

Halla Sig­rún hætti ekki eftir fund­inn 3. des­em­ber og situr enn sem stjórn­ar­for­maður FME. Þetta kom fram í umræðum um fund­ar­stjórn for­seta í Alþingi í dag.

Halla Sigrún Hjaltadóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Halla Sig­rún Hjalta­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Auglýsing

Halla Sig­rún hagn­að­ist um lið­lega 830 millj­­ón­ir króna þegar gengið var frá sölu á Skelj­ungi og fær­eyska olíu­­­fé­lag­inu P/​F Magn í lok árs 2013.Við­skipti hennar og tveggja við­skipta­fé­laga henn­ar, Ein­ars Arnar Ólafs­sonar og Kára Þórs Guð­jóns­son­ar, með fyr­ir­tækið Fjarð­ar­lax hafa líka verið til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um.

Ef menn ætla að víkja úr starfi, þá þurfa þeir að víkja úr starfiÁrni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd, hóf umræð­una og sagði að nefndin hefði „ít­rekað reynt á und­an­förnum vikum að fá á fund nefnd­ar­innar stjórn­ar­for­mann Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til þess að fjalla um þá stöðu sem upp er komin eftir ítrek­aðan frétta­flutn­ing af málum sem hún hefur á fyrri tíð komið að og varða sölu á eignum í fyrri störfum henn­ar. Við höfum fengið þau svör við þeirri marg­ít­rek­uðu mála­leitan að hún hygg­ist ljúka störfum í kjöl­far stjórn­ar­fundar í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu 3. des­em­ber. Hún hefur ekki fundið hjá sér tíma til þess að mæta fyrir nefnd­ina á þeim tímum sem gef­inn hefur verið kostur á. Svo heyrum við það frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu að hún sitji sem fast­ast sem stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Ef menn ætla að víkja úr starfi þá þurfa þeir að víkja úr starfi. Þeir geta ekki setið í starfi og virt að vettugi eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis og rétt þing­nefnda til þess að kalla trún­að­ar­menn stjórn­valda á sinn fund“.

Þing­menn­irnir Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, Guð­mundur Stein­gríms­son, Helgi Hjörvar og Jón Þór Ólafs­son tóku undir með Árna Páli.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um mál Höllu Sig­rúnar í lok októ­ber og byrjun nóv­em­ber. Í þeirri umfjöllun kom meðal ann­ars fram að hún hefði 36faldað fjár­fest­ingu sínu í fær­eyska olíu­fé­lag­inu P/F Magn á einu ári.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None