Stjórnarformaður FME ekki hætt og neitar að mæta fyrir þingnefnd

arnipall.jpg
Auglýsing

Halla Sig­rún Hjart­ar­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME), hefur ekki viljað mæta fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd til að svara fyrir fjöl­mörg álita­mál tengd við­skiptum hennar þrátt fyrir ítrek­aðar beiðnir þar um. Nefnd­ar­mönnum var gefin sú skýr­ing að Halla Sig­rún myndi láta af störfum sem stjórn­ar­for­maður FME eftir stjórn­ar­fund 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn, en í kjöl­far umfjöllun fjöl­miðla um við­skipti hennar til­kynnti Halla Sig­rún að hún myndi hætta í starf­inu í lok þessa árs.

Halla Sig­rún hætti ekki eftir fund­inn 3. des­em­ber og situr enn sem stjórn­ar­for­maður FME. Þetta kom fram í umræðum um fund­ar­stjórn for­seta í Alþingi í dag.

Halla Sigrún Hjaltadóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Halla Sig­rún Hjalta­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Auglýsing

Halla Sig­rún hagn­að­ist um lið­lega 830 millj­­ón­ir króna þegar gengið var frá sölu á Skelj­ungi og fær­eyska olíu­­­fé­lag­inu P/​F Magn í lok árs 2013.Við­skipti hennar og tveggja við­skipta­fé­laga henn­ar, Ein­ars Arnar Ólafs­sonar og Kára Þórs Guð­jóns­son­ar, með fyr­ir­tækið Fjarð­ar­lax hafa líka verið til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um.

Ef menn ætla að víkja úr starfi, þá þurfa þeir að víkja úr starfiÁrni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd, hóf umræð­una og sagði að nefndin hefði „ít­rekað reynt á und­an­förnum vikum að fá á fund nefnd­ar­innar stjórn­ar­for­mann Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til þess að fjalla um þá stöðu sem upp er komin eftir ítrek­aðan frétta­flutn­ing af málum sem hún hefur á fyrri tíð komið að og varða sölu á eignum í fyrri störfum henn­ar. Við höfum fengið þau svör við þeirri marg­ít­rek­uðu mála­leitan að hún hygg­ist ljúka störfum í kjöl­far stjórn­ar­fundar í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu 3. des­em­ber. Hún hefur ekki fundið hjá sér tíma til þess að mæta fyrir nefnd­ina á þeim tímum sem gef­inn hefur verið kostur á. Svo heyrum við það frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu að hún sitji sem fast­ast sem stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Ef menn ætla að víkja úr starfi þá þurfa þeir að víkja úr starfi. Þeir geta ekki setið í starfi og virt að vettugi eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis og rétt þing­nefnda til þess að kalla trún­að­ar­menn stjórn­valda á sinn fund“.

Þing­menn­irnir Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, Guð­mundur Stein­gríms­son, Helgi Hjörvar og Jón Þór Ólafs­son tóku undir með Árna Páli.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um mál Höllu Sig­rúnar í lok októ­ber og byrjun nóv­em­ber. Í þeirri umfjöllun kom meðal ann­ars fram að hún hefði 36faldað fjár­fest­ingu sínu í fær­eyska olíu­fé­lag­inu P/F Magn á einu ári.

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None