Stjórnvöld í Japan setja lög til að skikka fólk í frí

h_51314118-1.jpg
Auglýsing

Japönsk stjórn­völd áforma nú að skylda fólk til þess að taka að minnsta kosti fimm frí­daga á ári, til þess að reyna að draga úr and­legu og lík­am­legu álagi.

Stór hluti starfs­fólks í land­inu notar innan við helm­ing þess frís sem það vinnur sér inn á ári, sam­kvæmt könnun vinnu­mála­yf­ir­valda þar í landi. Könn­unin gaf til kynna að árið 2013 hafi starfs­fólk að með­al­tali aðeins tekið sér níu af þeim 18,5 dögum sem það átti rétt á. Önnur könnun sýndi fram á að einn af hverjum sex tók sér ekk­ert launað frí allt árið 2013.

Stjórn­völd vilja auka fríið um 70 pró­sent fram til árs­ins 2020 og til stendur að leggja fram frum­varp um það á þingi fljót­lega að fólk verði skyldugt til þess að taka sér minnst fimm frí­daga. Sam­tök atvinnu­rek­enda hafa barist fyrir því að frí­dag­arnir yrðu þrír, en verka­lýðs­fé­lög berj­ast fyrir því að þeir verði átta.

Auglýsing

Sam­kvæmt japönskum lögum eru fyr­ir­tæki skyldug til að veita starfs­mönnum að minnsta kosti tíu daga í launað leyfi á hverju ári, og fjöldi daga eykst um einn með hverju ári sem þeir vinna. Hámarks­fjöldi frí­daga eru 20 dag­ar. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að starfs­fólkið sæki sér þennan rétt sjálft, og ef það gerir það ekki eru fyr­ir­tækin ekki að brjóta gegn lög­unum.

Langir vinnu­dagar og ólaunuð yfir­vinna hafa verið taldar helstu ástæður að baki and­legum og lík­am­legum veik­indum meðal vinnu­afls í land­inu. Hug­takið karos­hi er notað yfir fólk sem deyr vegna of mik­illar vinnu. Hug­takið hefur verið til í japönskum orða­bókum í nokkur ár eftir mikla aukn­ingu dauðs­falla sem tengd­ust streitu og sjálfs­víg­um.

Ungt fólk á vinnu­mark­aði þarf oft að vinna allt að hund­rað klukku­tíma á mán­uði í yfir­vinnu. Tveir af hverjum þremur starfs­mönnum segj­ast ekki vilja taka fríið sitt vegna þess að það myndi bitna á sam­starfs­mönnum þeirra. Meira en helm­ingur fólks seg­ist einnig ein­fald­lega ekki hafa tíma til að taka sér frí vegna álags í vinn­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None