Stjórnvöld í Japan setja lög til að skikka fólk í frí

h_51314118-1.jpg
Auglýsing

Japönsk stjórn­völd áforma nú að skylda fólk til þess að taka að minnsta kosti fimm frí­daga á ári, til þess að reyna að draga úr and­legu og lík­am­legu álagi.

Stór hluti starfs­fólks í land­inu notar innan við helm­ing þess frís sem það vinnur sér inn á ári, sam­kvæmt könnun vinnu­mála­yf­ir­valda þar í landi. Könn­unin gaf til kynna að árið 2013 hafi starfs­fólk að með­al­tali aðeins tekið sér níu af þeim 18,5 dögum sem það átti rétt á. Önnur könnun sýndi fram á að einn af hverjum sex tók sér ekk­ert launað frí allt árið 2013.

Stjórn­völd vilja auka fríið um 70 pró­sent fram til árs­ins 2020 og til stendur að leggja fram frum­varp um það á þingi fljót­lega að fólk verði skyldugt til þess að taka sér minnst fimm frí­daga. Sam­tök atvinnu­rek­enda hafa barist fyrir því að frí­dag­arnir yrðu þrír, en verka­lýðs­fé­lög berj­ast fyrir því að þeir verði átta.

Auglýsing

Sam­kvæmt japönskum lögum eru fyr­ir­tæki skyldug til að veita starfs­mönnum að minnsta kosti tíu daga í launað leyfi á hverju ári, og fjöldi daga eykst um einn með hverju ári sem þeir vinna. Hámarks­fjöldi frí­daga eru 20 dag­ar. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að starfs­fólkið sæki sér þennan rétt sjálft, og ef það gerir það ekki eru fyr­ir­tækin ekki að brjóta gegn lög­unum.

Langir vinnu­dagar og ólaunuð yfir­vinna hafa verið taldar helstu ástæður að baki and­legum og lík­am­legum veik­indum meðal vinnu­afls í land­inu. Hug­takið karos­hi er notað yfir fólk sem deyr vegna of mik­illar vinnu. Hug­takið hefur verið til í japönskum orða­bókum í nokkur ár eftir mikla aukn­ingu dauðs­falla sem tengd­ust streitu og sjálfs­víg­um.

Ungt fólk á vinnu­mark­aði þarf oft að vinna allt að hund­rað klukku­tíma á mán­uði í yfir­vinnu. Tveir af hverjum þremur starfs­mönnum segj­ast ekki vilja taka fríið sitt vegna þess að það myndi bitna á sam­starfs­mönnum þeirra. Meira en helm­ingur fólks seg­ist einnig ein­fald­lega ekki hafa tíma til að taka sér frí vegna álags í vinn­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None