Stjórnvöld „skili auðu í að bæta afkomu heimila í aðdraganda kjarasamninga“

Í umsögn ASÍ við fjárlagafrumvarpið segir að þar sé ekki að finna nauðsynlegar umbætur í velferðar eða húsnæðismálum og að þær leiðir sem ætlaðar eru til tekjuöflunar ríkissjóðs auki byrðar launafólks. ASÍ horfir til komugjalds og hækkun auðlindagjalda.

Fáni Alþýðusambands Íslands í kröfugöngu á verkalýðsdaginn. Sambandið hefur ýmislegt út á fjárlagafrumvarp næsta árs að setja.
Fáni Alþýðusambands Íslands í kröfugöngu á verkalýðsdaginn. Sambandið hefur ýmislegt út á fjárlagafrumvarp næsta árs að setja.
Auglýsing

Stefna rík­is­stjórn­ar­innar í rík­is­fjár­málum sem birt­ist í fjár­laga­frum­varp­inu er ekki til þess fallin að stuðla að sátt á vinnu­mark­aði að mati Alþýðu­sam­bands Íslands. Í umsögn sam­bands­ins við fjár­laga­frum­varp næsta árs segir að í frum­varp­inu megi finna sömu stefnu­mörkun og þá sem birt­ist í fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2023-2027 en sam­bandið gagn­rýndi umrædda stefnu­mörkun í eldri umsögn við fjár­mála­á­ætl­un.

„Í umsögn­inni benti ASÍ á að brýnt væri að opin­ber fjár­mál myndu ekki ýta undir þenslu sam­hliða auk­inni verð­bólgu og vax­andi efna­hags­um­svif­um. Þar var­aði sam­bandið við því að farin yrði leið nið­ur­skurðar og auk­inna álaga á heim­ili. Sú leið myndi ekki leggja grunn að stöð­ug­leika á vinnu­mark­að­i,“ segir í umsögn ASÍ við fjár­laga­frum­varpið um eldri umsögn­ina.

Sam­tökin benda á að tekju­öflun rík­is­ins felist einkum í hækkun krónu­tölu­gjalda og nef­skatta til við­bótar við aukna skatt­lagn­ingu á öku­tæki og notkun bif­reiða. Enn fremur reyni stjórn­völd að tempra útgjöld með því að fresta fjár­fest­ing­um, auka aðhald og lækka fram­lög til mik­il­vægra mála­flokka.

Auglýsing

„Um­deildar skatta­lækk­an­ir“ hluti vand­ans

„Með fjár­laga­frum­varpi verður ekki annað séð en að stjórn­völd skili auðu í að bæta afkomu heim­ila í aðdrag­anda kjara­samn­inga. Þar er ekki að finna nauð­syn­legar umbætur í vel­ferð­ar- eða hús­næð­is­málum og þær leiðir sem valdar eru til tekju­öfl­unar verða til þess að auka byrðar á launa­fólk. Slík stefna mun ekki stuðla að sátt á vinnu­mark­að­i,“ segir í umsögn sam­bands­ins.

Sam­bandið bendir á að þörfin á auk­inni gjald­heimtu skýrist að hluta á „um­deildum skatta­lækk­unum í heims­far­aldri m.a. lækkun á banka­skatti og hækkun á frí­tekju­marki fjár­magnstekna.“

Þarna vísar ASÍ meðal ann­ars í breyt­ingar á lögum um tekju­skatt sem sam­þykktar voru í des­em­ber árið 2020 og höfðu í för með sér lækkun á fjár­magnstekju­skatti. Frí­tekju­mark fjár­magnstekju­skatts var þá tvö­fald­að, fór úr 150 þús­und krónum í 300 þús­und krón­ur. Innan frí­tekju­marks­ins má einnig færa arð­greiðslur og sölu­hagnað skráðra hluta­bréfa í kjöl­far laga­breyt­ing­ar­innar en áður féllu ein­ungis vaxta­tekjur af inn­lánum innan frí­tekju­marks­ins.

Að því er fram kemur í umsögn ASÍ hefur þessi breyt­ing helst nýst tíu pró­sentum tekju­hæstu fjár­magns­eig­enda og kostn­að­ur­inn, þ.e. tekju­missir rík­is­sjóðs, vegna útfærsl­unnar numið 1,6 til tveimur millj­örðum króna.

Tak­mörkun tekju­til­flutn­ings geti skilað millj­örðum

ASÍ hefur gert til­lögur að úrbótum á íslensku skatt­kerfi sem „auka myndu skil­virkni skatt­kerf­is­ins og efla tekju­stofna“ í skýrslu sem nefn­ist Skattar og ójöfn­uður. Sam­bandið vísar í þessa skýrslu í umsögn sinni og bendir á leiðir sem eflt gætu tekju­öflun rík­is­ins en jafn­framt tekju­jöfn­un.

„Efla má tekju­jöfnun með ólíkum leið­um, t.d. skyn­sam­lega útfærðum stór­eigna­skatti eða breyt­ingum á skatt­lagn­ingu fjár­magnstekna,“ segir í umsögn­inni. Einnig er bent á veik­leika í skatt­kerf­inu sem stafar af hvötum til tekju­flutn­ings sem felst í því að launa­tekjur eru rang­lega skráðar sem fjár­magnstekj­ur. Að mati sam­bands­ins mætti auka árlegar skatt­tekjur um á bil­inu þrjá til átta millj­arða króna með því að setja reglur sem tak­marka tekju­til­flutn­ing, auk þess sem slíkar reglur gætu styrkt tekju­öflun sveit­ar­fé­laga.

„Hóf­leg“ komu­gjöld og skýr rammi um auð­linda­gjöld

Þá segir sam­bandið að hægt sé að bæta tekju­öflun rík­is­ins með auknum auð­linda­gjöldum og komu­gjaldi sem leggj­ast myndi á komur ferða­manna til lands­ins. „Að lokum var lagt til í skýrsl­unni að mót­aður yrði skýr rammi utan um skatt­lagn­ingu nýt­ingar auð­linda (t.d. fisk­veiði, fisk­eldi, fram­leiðsla raf­orku) Þar var bent á að auð­lind­arenta í fisk­veiði væri metin á 30-70 millj­arða á ári á tíma­bil­inu 2008-2019. Árið 2020 var renta metin á 51 millj­arð en í frum­varpi er áætlað að veiði­gjöld verði 9,8 millj­arðar árið 2023, þar af er 1,5 millj­arður vegna verð­mæta­gjalds í fisk­eld­i.“

Að mati ASÍ er skatt­lagn­ing sem ætlað er að mæta ytri áhrifum mik­il­væg og dæmi um slíka skatt­lagn­ingu gæti verið komu­gjöld. Inn­heimt komu­gjöld gætu þannig greitt fyrir kostnað hins opin­ber sem hlýst af komu ferða­manna, til að mynda vegna slits á veg­um, kostnað vegna heil­brigð­is­þjón­ustu og lög­gæslu. Talað hafi verið um komu­gjald upp á þrjú þús­und krónur en slíkt gjald hefði aflað rík­inu 5,3 millj­arða króna fyrir þann fjölda ferða­manna sem hingað hefur komið það sem af er ári.

Styrkja þurfi vaxta­bóta­kerfið og bæta stöðu leigj­enda

Að mati ASÍ ætti vaxta­bóta­kerfið að dempa áhrif auk­inna vaxta­gjalda heim­il­anna, „en gerir það ekki.“ Það sé vegna þess að fjár­hæðir vaxta­bóta­kerf­is­ins hafi ekki haldið í við þróun launa og eigna­verðs. Til að mynda hafi vaxta­bætur numið um þremur pró­sentum af vaxta­gjöldum heim­ila árið 2020 sam­an­borið við 20 pró­sent á árunum 2008 til 2010.

Að sama skapi þurfi að bregð­ast við stöð­unni á leigu­mark­aði með efl­ingu hús­næð­is­bóta­kerf­is­ins, aukn­ingu fram­laga til óhagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga, með því að efla vernd og hús­næð­is­ör­yggi leigj­enda og koma á svo­kall­aðri leigu­bremsu.

Bætur drag­ist aftur úr lág­marks­launum

Þá segir sam­bandið í umsögn sinni að boðuð hækkun á bótum almanna­trygg­inga muni ekki brúa þá gliðnun sem átt hafi sér stað milli líf­eyr­is­greiðslna og þró­unar lág­marks­launa en gert er ráð fyrir að bæt­urnar hækki um sex pró­sent. Bæt­urnar voru hækk­aðar um 3,8 pró­sent í síð­astu fjár­lögum og hækk­aðar um þrjú pró­sent til við­bótar með verð­lags­upp­færslu í sum­ar.

„Al­þýðu­sam­bandið hefur áður bent á að sam­kvæmt lögum um almanna­trygg­ingar ber að hækka bæt­urnar í takt við launa­þróun en þó þannig að þær haldi í við verð­lag. Þetta hefur hins vegar ekki verið reynd­in.“

Sam­bandið gagn­rýnir einnig að bætur atvinnu­leys­is­trygg­inga hafi ekki verið hækk­aðar til jafns við þróun bóta almanna­trygg­inga. „ASÍ kallar eftir því að þess­ari þróun verði snúið við og bendir á að grunn­bætur atvinnu­leys­is­trygg­inga eru í dag um 85% af lægsta taxta á vinnu­mark­aði en voru til jafns við lægsta taxta árið 2019,“ segir í umsögn Alþýðu­sam­bands Íslands við frum­varp til fjár­laga fyrir árið 2023 sem skrifuð er af Róberti Farest­veit hag­fræð­ingi og sviðs­stjóra stefnu­mót­unar og grein­ingar ASÍ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent