Stofna samráðshóp um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga

Tækniþróun síðustu ára hafa skapað aðstæður sem geta leitt af sér nýjar ógnir við lýðræði sem aftur getur leitt af sér að reynt verði að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður kosninga í lýðræðisríkjum, að því er fram kemur hjá Persónuvernd.

7DM_0170_raw_1832.JPG Kosningar
Auglýsing

Fjölmiðlanefnd, Fjarskiptastofa og netöryggissveitin (CERT-IS), landskjörstjórn og Persónuvernd hafa stofnað samráðshóp um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga. Þetta er gert vegna fyrirhugaðra kosninga til Alþingis þann 25. september næstkomandi.

Frá þessu er greint á vef Persónuverndar.

Fram kemur hjá Persónuvernd að tækniþróun síðustu ára hafi skapað aðstæður sem geta leitt af sér nýjar ógnir við lýðræði sem aftur geti leitt af sér að reynt verði að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður kosninga í lýðræðisríkjum. „Samtal þeirra aðila sem hér eru undir er talið henta best til að geta komið í veg fyrir að slíkar ógnir raungerist,“ segir á vef Persónuverndar.

Auglýsing

Meginmarkmið samráðshópsins er að tryggja að stjórnvöld, samkvæmt þeim lagaramma sem hvert um sig starfar eftir, fái viðeigandi upplýsingar um atriði sem geri þeim kleift að bregðast við, eins fljótt og auðið er, ef metið er að uppi séu aðstæður sem viðeigandi stjórnvöld þurfi að bregðast við. Hugsanlegar ógnir við framkvæmd kosninga sem hér geta verið undir varða meðal annars persónuvernd, upplýsingaóreiðu, netöryggi eða þjóðaröryggi.

Hlutverk samráðshópsins er að auðvelda upplýsingaskipti milli viðeigandi stjórnvalda í aðdraganda kosninga. Hópnum er ekki ætlað að taka ákvarðanir. Upplýsingaskipti er lúta að nafngreindum einstaklingum eða fyrirtækjum eru óheimil, nema slíkt sé heimilt lögum samkvæmt, að því er fram kemur hjá Persónuvernd.

Samráðshópurinn skipaður í kjölfar Cambridge Analytica-málsins

Á vef Persónuverndar er forsaga stofnunar samráðshópsins rakin en í janúar 2019 sendi Persónuvernd bréf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis, þar sem óskað var eftir stofnun samráðsvettvangs um vernd einstaklinga í tengslum við kosningar. Bréf Persónuverndar var sent í kjölfar Cambridge Analytica-málsins þar sem í ljós kom að fyrirtæki og stjórnmálasamtök höfðu reynt að hafa áhrif á stjórnmálaafstöðu einstaklinga undir annarlegum formerkjum, meðal annars með því að nota persónusnið á ógagnsæjan og nærgöngulan hátt.

Í kjölfar bréfsins fór dómsmálaráðuneytið þess á leit við Netöryggisráð að fjallað yrði um erindið á vettvangi ráðsins og unnið að þeim ráðstöfunum sem líklegastar væru til árangurs í því augnamiði að tryggja örugga framkvæmd kosninga að þessu leyti.

Af hálfu Netöryggisráðs var ákveðið að stofnaður skyldi undirhópur sem samanstæði af fulltrúum helstu stjórnvalda sem hefðu aðkomu að kosningum. Þá var einnig ákveðið að bjóða stjórnvöldum, sem standa utan Netöryggisráðs, aðkomu að hópnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent