Stóreignaskattur sé „að meginreglu stjórnskipulega gildur“

Tveir fræðimenn í lögfræði stíga inn í umræðu um stóreignaskattinn sem Samfylkingin boðar á hreina eign yfir 200 milljónir og segja að meginreglan sé sú að slíkir skattar séu stjórnskipulega gildir, þó það skipti máli hvernig þeir séu útfærðir.

Lögfræðingar við HR og HÍ hafa rýnt í umræðu um lögmæti stóreignaskatta.
Lögfræðingar við HR og HÍ hafa rýnt í umræðu um lögmæti stóreignaskatta.
Auglýsing

Eitt umtal­að­asta stefnu­málið sem fram hefur komið í kosn­inga­bar­átt­unni til þessa er stór­eigna­skatt­ur, sem Sam­fylk­ingin seg­ist vilja leggja á hreina eign yfir 200 millj­ónum króna.

Skatt­ur­inn sem flokk­ur­inn sér fyrir sér á að nema 1,5 pró­senti, eða 15 þús­und krónum á ári á hverja milljón hreinnar eignar fólks sem á yfir 200 millj­ón­ir. Fram­bjóð­endur Sam­fylk­ing­ar­innar hafa sagt að þetta gæti skilað um níu millj­örðum króna í rík­is­sjóð, sem nota mætti til að fjár­magna lof­orð flokks­ins um útvíkkun barna­bóta.

Deilt hefur verið um lög­mæti þess­arar skatt­lagn­ingar und­an­farna daga á opin­berum vett­vangi. Síð­asta föstu­dag birt­ist á for­síðu Morg­un­blaðs­ins frétt um að Teitur Björn Ein­ars­son fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi teldi skatt­inn ekki stand­ast stjórn­ar­skrá, „hvað sem hug­mynda­fræð­ingum Sam­fylk­ing­ar­innar kann að finnast“.

Þess­ari gagn­rýni var svarað um hæl af Jóhanni Páli Jóhanns­syni fram­bjóð­anda Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík, sem sagði í grein á Vísi að það væri „kostu­legt að fylgj­ast með tauga­veiklun Sjálf­stæð­is­manna“ vegna máls­ins. Teitur Björn svar­aði honum svo á ný, einnig í grein á Vísi og sagði lítið fara fyrir svörum um það hvernig stór­eigna­skattur bryti „ekki gegn jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­innar og eign­ar­rétt­ar­á­kvæð­i.“

Tveir fræði­menn í lög­fræði, Sindri M. Steph­en­sen lektor við HR og Víðir Smári Pet­er­sen dós­ent við HÍ, rýna í málið í aðsendri grein á Vísi í dag og kom­ast að því, án þess að taka nokkra afstöðu til þess hvort skatt­lagn­ingin væri skyn­sam­leg eða ekki, að hún gæti stað­ist jafn­ræð­is­reglu og eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár. Stór­eigna­skatt­ar, skrifa þeir, eru að meg­in­reglu stjórn­skipu­lega gild­ir.

Teitur Björn og aðrir sem hafa sett fram efa­semdir eða full­yrð­ingar um hvort stór­eigna­skattur stand­ist lög hafa vísað til þess að auð­legð­ar­skatt­ur­inn sem settur var á í stjórn­ar­tíð Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna fyrir röskum ára­tug síðan hafi verið settur á við óvenju­legar aðstæð­ur, er rík­is­sjóður var í mik­illi krísu. Auk þess hafi hann verið tíma­bund­inn og Hæsti­réttur vísað til þess er kom­ist var að þeirri nið­ur­stöðu að skatt­lagn­ingin væri lög­mæt.

Fleiri rök en bara Hrunið og tíma­bind­ing

Þeir Sindri og Víðir Smári vekja hins vegar athygli á því að Hæsti­réttur hafi jafn­framt fært önnur rök til stuðn­ings lög­mætis skatt­lagn­ing­ar­inn­ar. Þeir segja að draga megi þrjár almennar álykt­anir af dómum Hæsta­réttar í stór­eigna- og auð­legð­ar­skatts­mál­um.

Í fyrsta lagi, að dóm­stólar játi lög­gjaf­anum veru­legt svig­rúm til að ákveða hvernig skatt­lagn­ingu skuli háttað í ein­stökum atrið­um. Í annan stað, að almennt sé heim­ilt að inn­heimta stór­eigna­skatt og hann megi vera stig­hækk­andi eftir því sem verð­mæti eigna er meira. Í þriðja lagi, að það komi ekki í veg fyrir eigna­skatta þótt tekjur gjald­enda standi ekki undir greiðslu skatts­ins.

Auglýsing

„Þetta þýð­ir, með öðrum orð­um, að stór­eigna­skattur er að meg­in­reglu stjórn­skipu­lega gild­ur. Skoð­ast það í ljósi þess að sam­kvæmt stjórn­ar­skrá er það lög­gjafans að ákveða skipan skatt­lagn­ingar hér á landi og því eðli­legt að dóm­stólar játi hand­hafa skatt­lagn­ing­ar­valds víð­tækt svig­rúm í þessum efn­um, sem skoð­ast jafn­framt í ljósi þrí­grein­ingar rík­is­valds­ins. Eftir sem áður skiptir útfærsla slíkra skatta miklu máli í stjórn­skipu­legu til­liti, þannig að gætt sé m.a. jafn­ræðis og með­al­hófs,“ segir í grein þeirra Sindra og Víðis Smára á Vísi í dag.

Þar segja þeir einnig að aðal­at­riðið við mat á því hvort stór­eigna­skattar séu lög­mætir sé að horfa til þess „hve íþyngj­andi þeir eru til lengri tíma“ og segja lága stór­eigna­skatta ólík­lega til að fela í sér eigna­upp­töku.

„Þannig má nefna að 1,5% skattur í 10 ár felur sam­an­lagt í sér u.þ.b. 15% skatt­lagn­ingu. Til sam­an­burðar var sam­an­lagt skatt­hlut­fall stór­eigna­skatts­ins árin 1949 og 1956 allt að 50% á sjö ára tíma­bili en sú skatt­lagn­ing sam­rýmd­ist kröfum stjórn­ar­skrár,“ skrifa Sindri og Víðir Smári, sem segja einnig að það mætti hugsa sér ýmsar útfærslur sem stuðli að með­al­hófi við álagn­ingu stór­eigna­skatts, til dæmis hækkun skatts­ins í skrefu eða heim­ild til þess að dreifa skatt­greiðsl­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent