Stóreignaskattur sé „að meginreglu stjórnskipulega gildur“

Tveir fræðimenn í lögfræði stíga inn í umræðu um stóreignaskattinn sem Samfylkingin boðar á hreina eign yfir 200 milljónir og segja að meginreglan sé sú að slíkir skattar séu stjórnskipulega gildir, þó það skipti máli hvernig þeir séu útfærðir.

Lögfræðingar við HR og HÍ hafa rýnt í umræðu um lögmæti stóreignaskatta.
Lögfræðingar við HR og HÍ hafa rýnt í umræðu um lögmæti stóreignaskatta.
Auglýsing

Eitt umtal­að­asta stefnu­málið sem fram hefur komið í kosn­inga­bar­átt­unni til þessa er stór­eigna­skatt­ur, sem Sam­fylk­ingin seg­ist vilja leggja á hreina eign yfir 200 millj­ónum króna.

Skatt­ur­inn sem flokk­ur­inn sér fyrir sér á að nema 1,5 pró­senti, eða 15 þús­und krónum á ári á hverja milljón hreinnar eignar fólks sem á yfir 200 millj­ón­ir. Fram­bjóð­endur Sam­fylk­ing­ar­innar hafa sagt að þetta gæti skilað um níu millj­örðum króna í rík­is­sjóð, sem nota mætti til að fjár­magna lof­orð flokks­ins um útvíkkun barna­bóta.

Deilt hefur verið um lög­mæti þess­arar skatt­lagn­ingar und­an­farna daga á opin­berum vett­vangi. Síð­asta föstu­dag birt­ist á for­síðu Morg­un­blaðs­ins frétt um að Teitur Björn Ein­ars­son fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi teldi skatt­inn ekki stand­ast stjórn­ar­skrá, „hvað sem hug­mynda­fræð­ingum Sam­fylk­ing­ar­innar kann að finnast“.

Þess­ari gagn­rýni var svarað um hæl af Jóhanni Páli Jóhanns­syni fram­bjóð­anda Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík, sem sagði í grein á Vísi að það væri „kostu­legt að fylgj­ast með tauga­veiklun Sjálf­stæð­is­manna“ vegna máls­ins. Teitur Björn svar­aði honum svo á ný, einnig í grein á Vísi og sagði lítið fara fyrir svörum um það hvernig stór­eigna­skattur bryti „ekki gegn jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­innar og eign­ar­rétt­ar­á­kvæð­i.“

Tveir fræði­menn í lög­fræði, Sindri M. Steph­en­sen lektor við HR og Víðir Smári Pet­er­sen dós­ent við HÍ, rýna í málið í aðsendri grein á Vísi í dag og kom­ast að því, án þess að taka nokkra afstöðu til þess hvort skatt­lagn­ingin væri skyn­sam­leg eða ekki, að hún gæti stað­ist jafn­ræð­is­reglu og eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár. Stór­eigna­skatt­ar, skrifa þeir, eru að meg­in­reglu stjórn­skipu­lega gild­ir.

Teitur Björn og aðrir sem hafa sett fram efa­semdir eða full­yrð­ingar um hvort stór­eigna­skattur stand­ist lög hafa vísað til þess að auð­legð­ar­skatt­ur­inn sem settur var á í stjórn­ar­tíð Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna fyrir röskum ára­tug síðan hafi verið settur á við óvenju­legar aðstæð­ur, er rík­is­sjóður var í mik­illi krísu. Auk þess hafi hann verið tíma­bund­inn og Hæsti­réttur vísað til þess er kom­ist var að þeirri nið­ur­stöðu að skatt­lagn­ingin væri lög­mæt.

Fleiri rök en bara Hrunið og tíma­bind­ing

Þeir Sindri og Víðir Smári vekja hins vegar athygli á því að Hæsti­réttur hafi jafn­framt fært önnur rök til stuðn­ings lög­mætis skatt­lagn­ing­ar­inn­ar. Þeir segja að draga megi þrjár almennar álykt­anir af dómum Hæsta­réttar í stór­eigna- og auð­legð­ar­skatts­mál­um.

Í fyrsta lagi, að dóm­stólar játi lög­gjaf­anum veru­legt svig­rúm til að ákveða hvernig skatt­lagn­ingu skuli háttað í ein­stökum atrið­um. Í annan stað, að almennt sé heim­ilt að inn­heimta stór­eigna­skatt og hann megi vera stig­hækk­andi eftir því sem verð­mæti eigna er meira. Í þriðja lagi, að það komi ekki í veg fyrir eigna­skatta þótt tekjur gjald­enda standi ekki undir greiðslu skatts­ins.

Auglýsing

„Þetta þýð­ir, með öðrum orð­um, að stór­eigna­skattur er að meg­in­reglu stjórn­skipu­lega gild­ur. Skoð­ast það í ljósi þess að sam­kvæmt stjórn­ar­skrá er það lög­gjafans að ákveða skipan skatt­lagn­ingar hér á landi og því eðli­legt að dóm­stólar játi hand­hafa skatt­lagn­ing­ar­valds víð­tækt svig­rúm í þessum efn­um, sem skoð­ast jafn­framt í ljósi þrí­grein­ingar rík­is­valds­ins. Eftir sem áður skiptir útfærsla slíkra skatta miklu máli í stjórn­skipu­legu til­liti, þannig að gætt sé m.a. jafn­ræðis og með­al­hófs,“ segir í grein þeirra Sindra og Víðis Smára á Vísi í dag.

Þar segja þeir einnig að aðal­at­riðið við mat á því hvort stór­eigna­skattar séu lög­mætir sé að horfa til þess „hve íþyngj­andi þeir eru til lengri tíma“ og segja lága stór­eigna­skatta ólík­lega til að fela í sér eigna­upp­töku.

„Þannig má nefna að 1,5% skattur í 10 ár felur sam­an­lagt í sér u.þ.b. 15% skatt­lagn­ingu. Til sam­an­burðar var sam­an­lagt skatt­hlut­fall stór­eigna­skatts­ins árin 1949 og 1956 allt að 50% á sjö ára tíma­bili en sú skatt­lagn­ing sam­rýmd­ist kröfum stjórn­ar­skrár,“ skrifa Sindri og Víðir Smári, sem segja einnig að það mætti hugsa sér ýmsar útfærslur sem stuðli að með­al­hófi við álagn­ingu stór­eigna­skatts, til dæmis hækkun skatts­ins í skrefu eða heim­ild til þess að dreifa skatt­greiðsl­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent