Óttast er að hundruð manna hafi látist þegar bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu í nótt, en um 700 flóttamenn voru á bátnum þegar honum hvolfdi. Umfangsmiklar björgunaraðgerðir eru í nú í gangi skammt undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Josep Musca, forsætisráðherra Möltu, segir að um „stórslys“ sé að ræða og björgungarstarfið sé í kappi við tímann.
Slysið varð þegar björgunarskip kom að bátnum þar sem flóttfólkið var, en bátnum hvolfdi þegar það reyndi í örvæntingu að komast nærri björgunarskipinu.
Samkvæmt tilkynningu frá ítölsku landhelgisgæslunni, sem breska ríkisútvarpið BBC vitnar til í umfjöllun sinni, eru fiskibátar, skemmtiferðarskip og björgunarskip öll á staðnum til að aðstoða, en 28 hefur verið bjargað þegar þetta er skrifað.
Algengt er að flótafólk reyni að komast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu, frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Þetta hefur færst í vöxt að undanförnu, samhliða vaxandi átökum víða í þessum álfum. Í fyrra komu 170 þúsund flóttamenn þessa leið yfir Miðjarðarhafið og upp á land á Ítalíu.