Stórslys í Miðjarðarhafinu - óttast að hundruð hafi látist

migrants.jpg
Auglýsing

Ótt­ast er að hund­ruð manna hafi lát­ist þegar bát hvolfdi í Mið­jarð­ar­haf­inu í nótt, en um 700 flótta­menn voru á bátnum þegar honum hvolfdi. Umfangs­miklar björg­un­ar­að­gerðir eru í nú í gangi skammt undan ströndum ítölsku eyj­unnar Lampedusa. Josep Musca, for­sæt­is­ráð­herra Möltu, segir að um „stór­slys“ sé að ræða og björg­ung­ar­starfið sé í kappi við tím­ann.

Slysið varð þegar björg­un­ar­skip kom að bátnum þar sem flótt­fólkið var, en bátnum hvolfdi þegar það reyndi í örvænt­ingu að kom­ast nærri björg­un­ar­skip­inu.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá ítölsku land­helg­is­gæsl­unni, sem breska rík­is­út­varpið BBC vitnar til í umfjöllun sinni, eru fiski­bát­ar, skemmti­ferð­ar­skip og björg­un­ar­skip öll á staðnum til að aðstoða, en 28 hefur verið bjargað þegar þetta er skrif­að.

Auglýsing

Algengt er að flóta­fólk reyni að kom­ast yfir Mið­jarð­ar­hafið til Ítal­íu, frá Afr­íku og Mið-Aust­ur­lönd­um. Þetta hefur færst í vöxt að und­an­förnu, sam­hliða vax­andi átökum víða í þessum álf­um. Í fyrra komu 170 þús­und flótta­menn þessa leið yfir Mið­jarð­ar­hafið og upp á land á Ítal­íu.

 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None