Mikil breyting hefur orðið á afstöðu fólks til náttúrupassans svokallaða frá því í vor, en í dag segjast 31,2 prósent fylgjandi passanum samanborið við 47,2 prósent í apríl. Ný könnun MMR leiðir þetta í ljós. Þeir sem styðja ríkisstjórnina eru frekar fylgjandi passanum en aðrir, og eldra fólk er frekar tilbúið til þess að vera fylgjandi passanum en það yngra.
Könnunin var framkvæmd dagana 9. mars til 16. desember 2014 og var heildarfjöldi svarenda 1097 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MMR vegna könnunarinnar.
Auglýsing
Samkvæmt niðurstöðum hennar er helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu á móti passanum, 50 prósent, en 28,3 prósent fylgjandi.