Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki kostar ríkissjóð 5,4 milljarða króna á ári

Þann 1. maí tók stytting vinnuvikunnar hjá ríkisstarfsmönnum í vaktavinnu gildi. Vinnuvika úr 40 í 36 klukkutíma fyrir fulla vinnu. Ljóst er að ráða þarf fjölda fólks til að mæta þessu. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum.

Kostnaðurinn er mestur vegna aukinnar fjárþarfar á Landspítalanum.
Kostnaðurinn er mestur vegna aukinnar fjárþarfar á Landspítalanum.
Auglýsing

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá rík­is­starfs­mönn­um, sem felur í sér breyt­ingu á vinnu­fyr­ir­komu­lagi og launa­mynd­un­ar­kerfi í vakta­vinnu og tók gildi 1. maí síð­ast­lið­inn, kostar 5,4 millj­arða króna á árs­grund­velli. Í ár er áætlað að kostn­að­ur­inn frá 1. maí og út árið 2021 verði 3,6 millj­arðar króna. 

Alls fara 900 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði til lög­reglu­emb­ætta og Fang­els­is­mála­stofn­unar á árs­grund­velli til að brúa þann við­bót­ar­kostnað sem ekki var búið að reikna með vegna stytt­ingu vinnu­vik­unnar hjá þeim stofn­un­um.

Um tveir millj­arðar króna fara til Land­spít­al­ans af sömu ástæðu og 1,2 millj­arðar króna til hjúkr­un­ar­heim­ila. „Af þeim 1,3 ma.kr. sem eftir standa rennur mest til ann­arra stofn­ana heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, en einnig er gert ráð fyrir minni hækkun hjá nokkrum öðrum ráðu­neyt­um, t.d. hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti vegna toll­varða og félags­mála­ráðu­neyti vegna Barna­vernd­ar­stofu.“

Auglýsing
Þetta kemur fram í meiri­hluta­á­liti fjár­laga­nefndar um frum­varp til fjár­auka­laga sem birt var í gær.

Ráða þarf miklu fleira fólk

Áætlað er að vakta­vinnu­fólk sé um þriðj­ungur rík­is­starfs­manna í um fjórð­ungi stöðu­gilda, það er um 7.300 starfs­menn í 5.500 stöðu­gild­um. Helstu breyt­ing­arnar eru að vinnu­vika vakta­vinnu­fólks, í fullu starfi, stytt­ist úr 40 klukku­stundum í 36. Með stytt­ingu vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks mynd­ast mönn­un­ar­gat sem kallar á fleiri stöðu­gildi ef halda á uppi sömu þjón­ustu og verið hef­ur. 

­Mikil gagn­rýni spratt upp á síð­ustu vik­um, eftir að stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá vakta­vinnu­fólki tók gildi hjá rík­is­starfs­mönnum 1. maí síð­ast­lið­inn. Stjórn Lands­sam­bands lög­reglu­manna sendi til að mynda frá sér ályktun þar sem sam­bandið lýsti yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem lög­reglan stæði frammi fyrir eftir inn­leið­ing­una. Að mati sam­bands­ins væru of fáir lög­reglu­menn við störf og hlut­fall lærðra lög­reglu­manna orðið „hættu­lega“ lágt. Ráða þyrfti fleira fólk. 

Sama var  uppi á ten­ingnum hjá Land­spít­al­an­um, þar var áætlað að ráð þyrfti um 200 manns til við­bótar við þá sem þegar störf­uðu þar til að mæta þeim breyt­ingum sem fylgdu stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. 

Síðan hefur verið brugð­ist við með vil­yrðum um meira fjár­magn til þeirra stofn­ana sem á þurfa að halda. Í áliti meiri­hluta fjár­laga­nefndar segir að verk­efnið sé „að fullu fjár­magnað með því að nýta almenna vara­sjóð­inn í fjár­lögum árs­ins þar sem umfang hans nemur í heild rúmum 20 ma.kr. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið mun milli­færa fjár­veit­ingar til ein­stakra stofn­ana vegna þessa verk­efn­is.“ 

Meiri­hlut­ann mynda þing­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent