Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki kostar ríkissjóð 5,4 milljarða króna á ári

Þann 1. maí tók stytting vinnuvikunnar hjá ríkisstarfsmönnum í vaktavinnu gildi. Vinnuvika úr 40 í 36 klukkutíma fyrir fulla vinnu. Ljóst er að ráða þarf fjölda fólks til að mæta þessu. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum.

Kostnaðurinn er mestur vegna aukinnar fjárþarfar á Landspítalanum.
Kostnaðurinn er mestur vegna aukinnar fjárþarfar á Landspítalanum.
Auglýsing

Stytting vinnuvikunnar hjá ríkisstarfsmönnum, sem felur í sér breytingu á vinnufyrirkomulagi og launamyndunarkerfi í vaktavinnu og tók gildi 1. maí síðastliðinn, kostar 5,4 milljarða króna á ársgrundvelli. Í ár er áætlað að kostnaðurinn frá 1. maí og út árið 2021 verði 3,6 milljarðar króna. 

Alls fara 900 milljónir króna úr ríkissjóði til lögregluembætta og Fangelsismálastofnunar á ársgrundvelli til að brúa þann viðbótarkostnað sem ekki var búið að reikna með vegna styttingu vinnuvikunnar hjá þeim stofnunum.

Um tveir milljarðar króna fara til Landspítalans af sömu ástæðu og 1,2 milljarðar króna til hjúkrunarheimila. „Af þeim 1,3 ma.kr. sem eftir standa rennur mest til annarra stofnana heilbrigðisráðuneytisins, en einnig er gert ráð fyrir minni hækkun hjá nokkrum öðrum ráðuneytum, t.d. hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti vegna tollvarða og félagsmálaráðuneyti vegna Barnaverndarstofu.“

Auglýsing
Þetta kemur fram í meirihlutaáliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga sem birt var í gær.

Ráða þarf miklu fleira fólk

Áætlað er að vaktavinnufólk sé um þriðjungur ríkisstarfsmanna í um fjórðungi stöðugilda, það er um 7.300 starfsmenn í 5.500 stöðugildum. Helstu breytingarnar eru að vinnuvika vaktavinnufólks, í fullu starfi, styttist úr 40 klukkustundum í 36. Með styttingu vinnutíma vaktavinnufólks myndast mönnunargat sem kallar á fleiri stöðugildi ef halda á uppi sömu þjónustu og verið hefur. 

Mikil gagnrýni spratt upp á síðustu vikum, eftir að stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki tók gildi hjá ríkisstarfsmönnum 1. maí síðastliðinn. Stjórn Landssambands lögreglumanna sendi til að mynda frá sér ályktun þar sem sambandið lýsti yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem lögreglan stæði frammi fyrir eftir innleiðinguna. Að mati sambandsins væru of fáir lögreglumenn við störf og hlutfall lærðra lögreglumanna orðið „hættulega“ lágt. Ráða þyrfti fleira fólk. 

Sama var  uppi á teningnum hjá Landspítalanum, þar var áætlað að ráð þyrfti um 200 manns til viðbótar við þá sem þegar störfuðu þar til að mæta þeim breytingum sem fylgdu styttingu vinnuvikunnar. 

Síðan hefur verið brugðist við með vilyrðum um meira fjármagn til þeirra stofnana sem á þurfa að halda. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar segir að verkefnið sé „að fullu fjármagnað með því að nýta almenna varasjóðinn í fjárlögum ársins þar sem umfang hans nemur í heild rúmum 20 ma.kr. Fjármála- og efnahagsráðuneytið mun millifæra fjárveitingar til einstakra stofnana vegna þessa verkefnis.“ 

Meirihlutann mynda þingmenn stjórnarflokkanna þriggja. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent