Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki kostar ríkissjóð 5,4 milljarða króna á ári

Þann 1. maí tók stytting vinnuvikunnar hjá ríkisstarfsmönnum í vaktavinnu gildi. Vinnuvika úr 40 í 36 klukkutíma fyrir fulla vinnu. Ljóst er að ráða þarf fjölda fólks til að mæta þessu. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum.

Kostnaðurinn er mestur vegna aukinnar fjárþarfar á Landspítalanum.
Kostnaðurinn er mestur vegna aukinnar fjárþarfar á Landspítalanum.
Auglýsing

Stytting vinnuvikunnar hjá ríkisstarfsmönnum, sem felur í sér breytingu á vinnufyrirkomulagi og launamyndunarkerfi í vaktavinnu og tók gildi 1. maí síðastliðinn, kostar 5,4 milljarða króna á ársgrundvelli. Í ár er áætlað að kostnaðurinn frá 1. maí og út árið 2021 verði 3,6 milljarðar króna. 

Alls fara 900 milljónir króna úr ríkissjóði til lögregluembætta og Fangelsismálastofnunar á ársgrundvelli til að brúa þann viðbótarkostnað sem ekki var búið að reikna með vegna styttingu vinnuvikunnar hjá þeim stofnunum.

Um tveir milljarðar króna fara til Landspítalans af sömu ástæðu og 1,2 milljarðar króna til hjúkrunarheimila. „Af þeim 1,3 ma.kr. sem eftir standa rennur mest til annarra stofnana heilbrigðisráðuneytisins, en einnig er gert ráð fyrir minni hækkun hjá nokkrum öðrum ráðuneytum, t.d. hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti vegna tollvarða og félagsmálaráðuneyti vegna Barnaverndarstofu.“

Auglýsing
Þetta kemur fram í meirihlutaáliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga sem birt var í gær.

Ráða þarf miklu fleira fólk

Áætlað er að vaktavinnufólk sé um þriðjungur ríkisstarfsmanna í um fjórðungi stöðugilda, það er um 7.300 starfsmenn í 5.500 stöðugildum. Helstu breytingarnar eru að vinnuvika vaktavinnufólks, í fullu starfi, styttist úr 40 klukkustundum í 36. Með styttingu vinnutíma vaktavinnufólks myndast mönnunargat sem kallar á fleiri stöðugildi ef halda á uppi sömu þjónustu og verið hefur. 

Mikil gagnrýni spratt upp á síðustu vikum, eftir að stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki tók gildi hjá ríkisstarfsmönnum 1. maí síðastliðinn. Stjórn Landssambands lögreglumanna sendi til að mynda frá sér ályktun þar sem sambandið lýsti yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem lögreglan stæði frammi fyrir eftir innleiðinguna. Að mati sambandsins væru of fáir lögreglumenn við störf og hlutfall lærðra lögreglumanna orðið „hættulega“ lágt. Ráða þyrfti fleira fólk. 

Sama var  uppi á teningnum hjá Landspítalanum, þar var áætlað að ráð þyrfti um 200 manns til viðbótar við þá sem þegar störfuðu þar til að mæta þeim breytingum sem fylgdu styttingu vinnuvikunnar. 

Síðan hefur verið brugðist við með vilyrðum um meira fjármagn til þeirra stofnana sem á þurfa að halda. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar segir að verkefnið sé „að fullu fjármagnað með því að nýta almenna varasjóðinn í fjárlögum ársins þar sem umfang hans nemur í heild rúmum 20 ma.kr. Fjármála- og efnahagsráðuneytið mun millifæra fjárveitingar til einstakra stofnana vegna þessa verkefnis.“ 

Meirihlutann mynda þingmenn stjórnarflokkanna þriggja. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent