Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki kostar ríkissjóð 5,4 milljarða króna á ári

Þann 1. maí tók stytting vinnuvikunnar hjá ríkisstarfsmönnum í vaktavinnu gildi. Vinnuvika úr 40 í 36 klukkutíma fyrir fulla vinnu. Ljóst er að ráða þarf fjölda fólks til að mæta þessu. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum.

Kostnaðurinn er mestur vegna aukinnar fjárþarfar á Landspítalanum.
Kostnaðurinn er mestur vegna aukinnar fjárþarfar á Landspítalanum.
Auglýsing

Stytting vinnuvikunnar hjá ríkisstarfsmönnum, sem felur í sér breytingu á vinnufyrirkomulagi og launamyndunarkerfi í vaktavinnu og tók gildi 1. maí síðastliðinn, kostar 5,4 milljarða króna á ársgrundvelli. Í ár er áætlað að kostnaðurinn frá 1. maí og út árið 2021 verði 3,6 milljarðar króna. 

Alls fara 900 milljónir króna úr ríkissjóði til lögregluembætta og Fangelsismálastofnunar á ársgrundvelli til að brúa þann viðbótarkostnað sem ekki var búið að reikna með vegna styttingu vinnuvikunnar hjá þeim stofnunum.

Um tveir milljarðar króna fara til Landspítalans af sömu ástæðu og 1,2 milljarðar króna til hjúkrunarheimila. „Af þeim 1,3 ma.kr. sem eftir standa rennur mest til annarra stofnana heilbrigðisráðuneytisins, en einnig er gert ráð fyrir minni hækkun hjá nokkrum öðrum ráðuneytum, t.d. hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti vegna tollvarða og félagsmálaráðuneyti vegna Barnaverndarstofu.“

Auglýsing
Þetta kemur fram í meirihlutaáliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga sem birt var í gær.

Ráða þarf miklu fleira fólk

Áætlað er að vaktavinnufólk sé um þriðjungur ríkisstarfsmanna í um fjórðungi stöðugilda, það er um 7.300 starfsmenn í 5.500 stöðugildum. Helstu breytingarnar eru að vinnuvika vaktavinnufólks, í fullu starfi, styttist úr 40 klukkustundum í 36. Með styttingu vinnutíma vaktavinnufólks myndast mönnunargat sem kallar á fleiri stöðugildi ef halda á uppi sömu þjónustu og verið hefur. 

Mikil gagnrýni spratt upp á síðustu vikum, eftir að stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki tók gildi hjá ríkisstarfsmönnum 1. maí síðastliðinn. Stjórn Landssambands lögreglumanna sendi til að mynda frá sér ályktun þar sem sambandið lýsti yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem lögreglan stæði frammi fyrir eftir innleiðinguna. Að mati sambandsins væru of fáir lögreglumenn við störf og hlutfall lærðra lögreglumanna orðið „hættulega“ lágt. Ráða þyrfti fleira fólk. 

Sama var  uppi á teningnum hjá Landspítalanum, þar var áætlað að ráð þyrfti um 200 manns til viðbótar við þá sem þegar störfuðu þar til að mæta þeim breytingum sem fylgdu styttingu vinnuvikunnar. 

Síðan hefur verið brugðist við með vilyrðum um meira fjármagn til þeirra stofnana sem á þurfa að halda. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar segir að verkefnið sé „að fullu fjármagnað með því að nýta almenna varasjóðinn í fjárlögum ársins þar sem umfang hans nemur í heild rúmum 20 ma.kr. Fjármála- og efnahagsráðuneytið mun millifæra fjárveitingar til einstakra stofnana vegna þessa verkefnis.“ 

Meirihlutann mynda þingmenn stjórnarflokkanna þriggja. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent