Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki kostar ríkissjóð 5,4 milljarða króna á ári

Þann 1. maí tók stytting vinnuvikunnar hjá ríkisstarfsmönnum í vaktavinnu gildi. Vinnuvika úr 40 í 36 klukkutíma fyrir fulla vinnu. Ljóst er að ráða þarf fjölda fólks til að mæta þessu. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum.

Kostnaðurinn er mestur vegna aukinnar fjárþarfar á Landspítalanum.
Kostnaðurinn er mestur vegna aukinnar fjárþarfar á Landspítalanum.
Auglýsing

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá rík­is­starfs­mönn­um, sem felur í sér breyt­ingu á vinnu­fyr­ir­komu­lagi og launa­mynd­un­ar­kerfi í vakta­vinnu og tók gildi 1. maí síð­ast­lið­inn, kostar 5,4 millj­arða króna á árs­grund­velli. Í ár er áætlað að kostn­að­ur­inn frá 1. maí og út árið 2021 verði 3,6 millj­arðar króna. 

Alls fara 900 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði til lög­reglu­emb­ætta og Fang­els­is­mála­stofn­unar á árs­grund­velli til að brúa þann við­bót­ar­kostnað sem ekki var búið að reikna með vegna stytt­ingu vinnu­vik­unnar hjá þeim stofn­un­um.

Um tveir millj­arðar króna fara til Land­spít­al­ans af sömu ástæðu og 1,2 millj­arðar króna til hjúkr­un­ar­heim­ila. „Af þeim 1,3 ma.kr. sem eftir standa rennur mest til ann­arra stofn­ana heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, en einnig er gert ráð fyrir minni hækkun hjá nokkrum öðrum ráðu­neyt­um, t.d. hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti vegna toll­varða og félags­mála­ráðu­neyti vegna Barna­vernd­ar­stofu.“

Auglýsing
Þetta kemur fram í meiri­hluta­á­liti fjár­laga­nefndar um frum­varp til fjár­auka­laga sem birt var í gær.

Ráða þarf miklu fleira fólk

Áætlað er að vakta­vinnu­fólk sé um þriðj­ungur rík­is­starfs­manna í um fjórð­ungi stöðu­gilda, það er um 7.300 starfs­menn í 5.500 stöðu­gild­um. Helstu breyt­ing­arnar eru að vinnu­vika vakta­vinnu­fólks, í fullu starfi, stytt­ist úr 40 klukku­stundum í 36. Með stytt­ingu vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks mynd­ast mönn­un­ar­gat sem kallar á fleiri stöðu­gildi ef halda á uppi sömu þjón­ustu og verið hef­ur. 

­Mikil gagn­rýni spratt upp á síð­ustu vik­um, eftir að stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá vakta­vinnu­fólki tók gildi hjá rík­is­starfs­mönnum 1. maí síð­ast­lið­inn. Stjórn Lands­sam­bands lög­reglu­manna sendi til að mynda frá sér ályktun þar sem sam­bandið lýsti yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem lög­reglan stæði frammi fyrir eftir inn­leið­ing­una. Að mati sam­bands­ins væru of fáir lög­reglu­menn við störf og hlut­fall lærðra lög­reglu­manna orðið „hættu­lega“ lágt. Ráða þyrfti fleira fólk. 

Sama var  uppi á ten­ingnum hjá Land­spít­al­an­um, þar var áætlað að ráð þyrfti um 200 manns til við­bótar við þá sem þegar störf­uðu þar til að mæta þeim breyt­ingum sem fylgdu stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. 

Síðan hefur verið brugð­ist við með vil­yrðum um meira fjár­magn til þeirra stofn­ana sem á þurfa að halda. Í áliti meiri­hluta fjár­laga­nefndar segir að verk­efnið sé „að fullu fjár­magnað með því að nýta almenna vara­sjóð­inn í fjár­lögum árs­ins þar sem umfang hans nemur í heild rúmum 20 ma.kr. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið mun milli­færa fjár­veit­ingar til ein­stakra stofn­ana vegna þessa verk­efn­is.“ 

Meiri­hlut­ann mynda þing­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent