„Við erum hvergi af baki dottin“ þegar kemur að hálendisþjóðgarðinum

Umhverfis- og auðlindaráðherra segist sannfærður um að hálendisþjóðgarður verði að veruleika í framtíðinni. Ekki hafi náðst að vinna málið á þessu kjörtímabili – en VG muni setja það á oddinn í komandi kosningabaráttu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

„Auð­vitað hefði ég kosið að geta klárað málið á þessu kjör­tíma­bili en staðan er ekki þannig – og við höldum ótrauð áfram að vinna þessu máli braut­ar­gengi. Við erum hvergi af baki dottin þegar kemur að því.“

Þetta segir Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í sam­tali við Kjarn­ann þegar hann er inntur eftir fyrstu við­brögðum við því að frum­varp hans um hálend­is­þjóð­garð verði ekki að veru­leika á þessu kjör­tíma­bili.

Hann segir að þetta sé og verði mikið bar­áttu­mál hjá honum og hjá flokknum hans, Vinstri græn­um. Meiri­hluti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis lagði til í dag að mál­inu yrði vísað til rík­is­stjórn­ar­innar og að umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra yrði falið að leggja fram nýtt frum­varp um málið og byggja á vinnu nefnd­ar­innar í mál­inu. Nefndin hefur fjallað um málið á 14 fundum og alls bár­ust 155 umsagnir um mál­ið, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing

Eru þetta von­brigði í ljósi þess að sér­stak­lega er minnst á stofnun hálend­is­þjóð­garðs í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar?

„Ég hefði mjög gjarnan kosið að við hefðum getað klárað málið með því að sam­þykkja frum­varpið en það var ekki nægur tími til þess. Margt spilar þar inn í, til að mynda voru margar athuga­semdir sem komu fram við frum­varp­ið. Ég ætl­aði nátt­úru­lega fram með það vorið 2020 en þá kom COVID og spil­aði inn í,“ segir hann og bætir því við að málið sé gríð­ar­lega stórt að umfangi og þarfn­ist mik­illar umræðu.

Það sem honum finnst standa upp úr er ferlið og þessi vinna sem lögð hefur verið í mál­ið. „Við erum með óskap­lega gott mál í hönd­un­um. Það er búið að eiga sér stað sam­tal við gríð­ar­lega margt fólk og maður heyrir fólk segja að þetta sé fram­tíð­in, að búa til þjóð­garð á hálendi Íslands. Við eigum bara eftir að ná end­an­lega utan um það með hvaða hætti við gerum það. Og það þarf bara aðeins meiri tíma,“ segir hann.

Telur hann að ákveð­inn áfangi hafi náðst þegar hann mælti fyrir mál­inu á þingi og nú sé það búið að fá nokkra umfjöll­un. „En það þarf að halda áfram með það.“

Hvað segir þú um þá and­stöðu gegn mál­inu sem greina má hjá sam­starfs­flokkum VG, Fram­sókn­ar­flokknum og Sjálf­stæð­is­flokkn­um?

„Ég held að þetta sé eitt­hvað sem megi ná utan um með meiri tíma og gagn­rýnin er svo sem ekk­ert bara hjá þeim. Það eru fleiri flokkar sem eru staddir þarna í líf­inu og aðrir sem sýnt hafa mál­inu áhuga út frá því að klára það. Þannig að aðal­at­riðið er að við erum búin að leggja mikla vinnu í þetta sem mun nýt­ast í fram­hald­inu, að teknu til­liti til þeirra athuga­semda sem borist hafa í þing­inu. Þannig að verk­efnið er að halda áfram með þetta og ég von­ast til þess að okkur auðn­ist það inn á þingi eftir næstu kosn­ingar að næsta rík­is­stjórn setji þetta á odd­inn.“

Guð­mundur Ingi segir að þrátt fyrir að málið hafi ekki náð fram að ganga á þessu kjör­tíma­bili þá sé ekki þar með sagt að það náist ekki í fram­tíð­inni. „Við höldum bara áfram með þetta og við munum setja þetta mál á odd­inn í kosn­inga­bar­átt­unni. Og ef við komumst í aðstæður til þess að fara í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður þá verður þetta að sjálf­sögðu mál sem við munum setja á odd­inn.“

Seg­ist hann sann­færður um að þetta verk­efni verði að veru­leika í fram­tíð­inni. „Við þurfum bara aðeins meiri tíma til að vinna í því.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent