„Við erum hvergi af baki dottin“ þegar kemur að hálendisþjóðgarðinum

Umhverfis- og auðlindaráðherra segist sannfærður um að hálendisþjóðgarður verði að veruleika í framtíðinni. Ekki hafi náðst að vinna málið á þessu kjörtímabili – en VG muni setja það á oddinn í komandi kosningabaráttu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

„Auðvitað hefði ég kosið að geta klárað málið á þessu kjörtímabili en staðan er ekki þannig – og við höldum ótrauð áfram að vinna þessu máli brautargengi. Við erum hvergi af baki dottin þegar kemur að því.“

Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra í samtali við Kjarnann þegar hann er inntur eftir fyrstu viðbrögðum við því að frumvarp hans um hálendisþjóðgarð verði ekki að veruleika á þessu kjörtímabili.

Hann segir að þetta sé og verði mikið baráttumál hjá honum og hjá flokknum hans, Vinstri grænum. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lagði til í dag að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra yrði falið að leggja fram nýtt frumvarp um málið og byggja á vinnu nefndarinnar í málinu. Nefndin hefur fjallað um málið á 14 fundum og alls bárust 155 umsagnir um málið, samkvæmt heimildum Kjarnans.

Auglýsing

Eru þetta vonbrigði í ljósi þess að sérstaklega er minnst á stofnun hálendisþjóðgarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar?

„Ég hefði mjög gjarnan kosið að við hefðum getað klárað málið með því að samþykkja frumvarpið en það var ekki nægur tími til þess. Margt spilar þar inn í, til að mynda voru margar athugasemdir sem komu fram við frumvarpið. Ég ætlaði náttúrulega fram með það vorið 2020 en þá kom COVID og spilaði inn í,“ segir hann og bætir því við að málið sé gríðarlega stórt að umfangi og þarfnist mikillar umræðu.

Það sem honum finnst standa upp úr er ferlið og þessi vinna sem lögð hefur verið í málið. „Við erum með óskaplega gott mál í höndunum. Það er búið að eiga sér stað samtal við gríðarlega margt fólk og maður heyrir fólk segja að þetta sé framtíðin, að búa til þjóðgarð á hálendi Íslands. Við eigum bara eftir að ná endanlega utan um það með hvaða hætti við gerum það. Og það þarf bara aðeins meiri tíma,“ segir hann.

Telur hann að ákveðinn áfangi hafi náðst þegar hann mælti fyrir málinu á þingi og nú sé það búið að fá nokkra umfjöllun. „En það þarf að halda áfram með það.“

Hvað segir þú um þá andstöðu gegn málinu sem greina má hjá samstarfsflokkum VG, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum?

„Ég held að þetta sé eitthvað sem megi ná utan um með meiri tíma og gagnrýnin er svo sem ekkert bara hjá þeim. Það eru fleiri flokkar sem eru staddir þarna í lífinu og aðrir sem sýnt hafa málinu áhuga út frá því að klára það. Þannig að aðalatriðið er að við erum búin að leggja mikla vinnu í þetta sem mun nýtast í framhaldinu, að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem borist hafa í þinginu. Þannig að verkefnið er að halda áfram með þetta og ég vonast til þess að okkur auðnist það inn á þingi eftir næstu kosningar að næsta ríkisstjórn setji þetta á oddinn.“

Guðmundur Ingi segir að þrátt fyrir að málið hafi ekki náð fram að ganga á þessu kjörtímabili þá sé ekki þar með sagt að það náist ekki í framtíðinni. „Við höldum bara áfram með þetta og við munum setja þetta mál á oddinn í kosningabaráttunni. Og ef við komumst í aðstæður til þess að fara í stjórnarmyndunarviðræður þá verður þetta að sjálfsögðu mál sem við munum setja á oddinn.“

Segist hann sannfærður um að þetta verkefni verði að veruleika í framtíðinni. „Við þurfum bara aðeins meiri tíma til að vinna í því.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent